Læst staða sænskra stjórnmála – plús nokkrar staðreyndir

Great_coat_of_arms_of_Sweden.svgÞeir sem hæst hrópa um samvinnu milli hægri og vinstri blokkanna hella sjálfir steypu blokkastjórnmálanna á fætur sér.

Þegar skipað var í 16 nefndir sænska þingsins í fyrradag voru það samantekin ráð hægri og vinstri blokkarinnar að undanskilja Svíþjóðardemókrata frá formennsku og varaformennsku í þingnefndum.

Embættunum var skipt á milli hægri og vinstri blokkanna eins og að þriðji stærsti flokkurinn væri ekki til. Þetta er frávik frá þeirri þingræðisreglu sem gilt hefur hingað til að úthluta þessum embættum út frá stærð flokkanna. Þannig fengu allir minni flokkarnir formennsku í einhverri nefndinni, samtals fimm flokkar með atkvæðatölu á bilinu 4,41% upp í 8,61% en Svíþjóðardemókratar með 17,53% fengu engan mann í formennsku eða varaformennsku. Mun þetta eflaust draga dilk á eftir sér í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem í gangi eru.

Nokkur orð vegna viðtalsins á útvarpi Sögu í gær:

Skýrslu Sameinuðu þjóðanna um skráðar nauðganir - einnig gagnvart börnum má finna hér.

Ljót staða Svíþjóðar sem hefur valdið hneykslun um víða veröld og verulega laskað ímynd Svíþjóðar. Nýrri tölur frá 2015 má finna hér. Svíþjóð enn númer tvö yfir fjölda kærðra nauðgana.

Aukning nauðgana í Svíþjóð undanfarin ár er veruleg og það sem vekur sérstaka athygli er að fjórum sinnum fleiri segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi núna en fyrir sjö árum síðan (1,1% ár 2011 - 4,1% ár 2017). Kærðar nauðganir á sama tímabili fjölgaði frá 17 077 upp í 21 991. Er það langtum minni aukning en fram kemur í viðtölum og könnunum.

Skýrsla Migrationsverket um hælisumsóknir 2018 (15 978 jan-sept) og landvistarleyfi 2018 (95 766 jan-sept).

Bæti einnig við (kl 9:21) tilvísun í þjóðerni innflytjenda en árið 2017 var þriðji stærsti hópurinn sem fékk sænsk ríkisborgararéttindi fólk án ríkisfangs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband