"Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar".
26.9.2018 | 01:19
Margir þingmenn lýstu yfir ánægju sinni að fá tækifæri á að ýta Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar úr embætti í gær með því að svara nei þegar spurt var um traust til forsætisráðherrans. Hefur það aldrei áður gerst í sögðu Svíþjóðar að sitjandi forsætisráðherra er vikið úr embætti á þennan hátt en 204 lýstu vantrausti en 142 studdu Löfven.
Hanif Bali þingmaður Móderata tók myndina ofan og lagði út á twitter með orðinu Bye. Ýmsir aðrir gerðu slíkt hið sama, sérstaklega eftir að ramaskrí heyrðist úr ranni Löfvenista um að Hanif Bali hefði kosið með löngutöng til að lítillækka forsætisráðherrann fyrrverandi. Brá einhverjum í brún, þegar þingmaðurinn útskýrði að vísifingurinn væri bæklaður síðan hann starfaði við pízzugerð svo hann neyddist til að nota annan fingur og honum hefði nú bara alls ekki dottið í hug að hægt væri að túlka myndina sem að hann væri að gefa sósíaldemókrötum fingurinn.
Staðan á þinginu er læst, þar sem vinstri blokkin og miðflokkurinn og frjálslyndir setja sem skilyrði fyrir samstarfi að Svíþjóðardemókratar verði útilokaðir frá áhrifum á þinginu. Þessi afstaða hefur fært Svíþjóðardemókrötum vaxandi fylgi og Jimmy Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segist ekki óttast aukakosningar ef enginn gefur með sér og byrjar að umgangast Svíþjóðardemókrata sem lýðræðislega kjörna fulltrúa meira en milljón Svía.
Þingið var sett við hátíðlega athöfn að viðstöddum meðlimum sænska konungshússins skv. venju. Karl XVI Gustaf hélt athyglisverða ræðu þar sem hann áréttaði fyrir þingmönnum eðli þingsins og hlutverk þeirra sem fulltrúa umbjóðenda sinna:
"Í dag, eins og fyrir hundrað árum síðan, er lýðræðið sá hlutur sem við verðum að vernda og varðveita sameiginlega. Ekki aðeins á kjördegi heldur sérhvern dag. Núna eins og þá axlið þið sérstaka ábyrgð sem kjörnir eru fulltrúar sænska fólksins.
Háttvirtu þingmenn. Sérhver yðar hefur fengið traust meðborgaranna til að vera fulltrúar þeirra hér á þingi Svíþjóðar.
Þeir sem lifa í Svíþjóð í dag, en einnig komandi kynslóðir, þau eru umbjóðendur ykkar.
Þau vænta þess að Þér notið þekkingu og reynslu yðar á sem bestan hátt fyrir Svíþjóð fyrir góða framtíð allra þeirra sem hér lifa.
Að sinna trausti fólksins - er ekki einfalt verkefni. En samtímis eitt það mikilvægasta sem hægt er að hafa.
Það er einnig erfitt starf. Mörg hundruð ákvarðanir eru á braut yðar. Sumar verður auðvelt að taka. Aðrar erfiðari og flóknari.
Hagsmunir landsins eru í höndum Yðar. Ég óska ykkur þróttar, hugrekkis og vísdóms í mikilvægu starfi ykkar. Ég lýsi því hér með yfir, að þing 2018/2019 er sett".
Sýn Svíakonungs á lýðræði er kýrskýr.
Synd hversu margir núverandi þingmenn koma ekki auga á það.
Löfven víki sem forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:07 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein og fróðleg, Gústaf !
Umhyggja nafna þíns á konungsstóli fyrir lýðræðinu og gildi þess er mikilsverð. Hann mætti raunar hafa beinni áhrif á val næsta forsætisráðherra, þegar Löfven hefur fengið á sig augljóst og yfirgnæfandi vantraust.
Jón Valur Jensson, 26.9.2018 kl. 04:41
Takk Jón, að þessu leytinu er sænski konungurinn valdaminni en íslenski forsetinn, því vald konungs að leiða stjórnarmyndun var fært til forseta þingsins. Vinstri menn vilja afnema konugsveldið en sænska þjóðin elskar sinn kóng og drottningu og þar við situr sem betur fer.
Gústaf Adolf Skúlason, 26.9.2018 kl. 08:24
Gústaf Góð grein og ræða konungs frábær. Vonum nú að Sænska stjórnin taki í taumanna og loki landinu fyrir flóttamönum og hreinsi út þá slæmu og ólöglegu. Þá getum við Íslendingarnir fetað í sömu fótspor.
Kannski spá þeir í útgöngu úr ESB. Vonandi og að það verði ekki eins erfitt og hjá Bretunum.
Valdimar Samúelsson, 26.9.2018 kl. 10:09
Takk Valdimar, þar stendur hnífurinn í stjórnarmyndunarkúnni um þessar mundir en vonandi tekst að mynda stjórn bráðlega....
Gústaf Adolf Skúlason, 26.9.2018 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.