Svíþjóð á hálum ís - áhrif og völd heilagastríðsmanna hafa tíufaldast á fáum árum

Skärmavbild 2018-06-28 kl. 14.32.51Varnarmálaháskóli Svíþjóðar hefur birt niðurstöðu rannsókna Dr. Magnus Ranstorp, Filip Ahlin, Peder Hyllengren og Magnus Norrmark hjá Miðstöð Allsherjarvarna og Öryggi ríkisins við Varnarmálaháskólann.

Skýrslan "Milli salafisma og salafistísks heilags stríðs - áhrif og áskoranir fyrir sænska samfélagið" mun án efa leiða til mikillar umræðu um þá þróun sem hömlulaus innflutningur hælisleitenda til Svíþjóðar hefur haft í för með sér en skýrsluhöfundar rannsökuðu svæði í Svíþjóð sem í dag eru gróðrarstía fyrir vaxandi öfl róttækra heilagastríðsmanna m.a. í Halmstad, Malmö, Lund, Stokkhólmi, Örebro, Gävle, Gautaborg, Borås og Västerås. 

Tekið er fram að hugtakið salafism er minnihlutagrein innan íslam og alls ekki verið að tala um múslíma sem einn hóp heldur er athugað sérstaklega hvernig heilagstríðsmönnum tekst að breiða út boðskap sinn um heilagt stríð og fá ungt fólk í lið með sér til vopnaðrar átaka. Um bókstafstrú er að ræða og fullkominn heilaþvott. Ekki eru allir salafistar heilagstríðsmenn en allir heilagastríðsmenn eru salafistar sem er sami meiður og Íslamska ríkið byggði á.

Saxað úr skýrslunni: "Í Borås eru börn höfð í kóranskólum og er kennt að umgangast ekki gagnstæða kynið. Einstakir nemendur drekka ekki vatn í venjulegum skólum og mega ekki mála sig með vatnslitum þar sem vatnið er "kristilegt".

Starfsmaður sjúkrahúss í Borås: "Þá skildi ég, að það er net sem hefur stjórn á konunum, þannig að þeim leyfist aldrei að vera einum með starfsmönnum sjúkrahússins. Þær eiga ekki að fá neinn möguleika til að ræða mál sín við neinn....Margar konur lifa verra lífi hér en þær gerðu í heimalöndum sínum."

Í Västerås eru trúarleg áhrif ívafin glæpastörfum. "Það getur verið hópur unglingsstráka sem kemur inn í matarbúð. Ef afgreiðslukonan ber ekki slæðu, þá taka þeir það sem þeir vilja í búðinni án þess að borga, kalla afgreiðslukonuna fyrir Svíahóru og hrækja á hana" segir einn lögreglumaður í skýrslunni.

"Það eru sharíalögreglumenn. Fólk sem ber dyra heima hjá fólki og segir hvað reglur gilda. Það er m.a. um hverju maður klæðist."

Samir frá Angered: "Fylgir þú ekki íslam ertu útfrystur. Foreldrar hér setja slæðu á þriggja ára börn. Þetta er óraunverulegt. Við erum ekki í Írak."

"Dæmi er um strætisvagnastjóra sem athuga mikið meira en strætómiðann" (eftirlit með hvernig konur klæða sig).

Skýrsluhöfundar fengu fulltrúa frá Nahdlatul Ulama til að kanna og skilgreina kennslubækur í kórönskum skólum í Svíþjó. Nahdlatul Ulama eru stærstu múslímasamtök Indónesíu með yfir 30 milljónir meðlima og tekur afstöðu gegn róttækum íslamisma í heiminum. Útkoman sýnir að kennslubækurnar kenna heimsímynd þar sem íslam er allsráðandi í öllu lífinu. Bækurnar kenna múslímum að aðlaga sig ekki að sænsku samfélagi né virða lög og reglur í Svíþjóð. Svíþjóð og Svíar eru trúleysingjar með félagslegt kerfi sem er í andstöðu við hugsun guðs.

Fram kemur skipulögð misnotkun á félagsbótum í Svíþjóð, þar sem félagsbætur hafa m.a. verið notaðar til að kosta ferðir heilagastríðsmanna frá Svíþjóð til þáttöku í stríði ISS í Sýrlandi. Skipulögð glæpastarfsemi í formi skattsvika, bókfærslubrota, falskra fyrirtækja o.s.frv. eru þáttur í fjármögnun róttæknivæðingu heilagastríðsmanna í Svíþjóð.

"Öryggislögreglan hefur skýra mynd af róttæknivæðingu og nýliðasöfnun í Örebro...Öryggislögreglan sér samband við moskur í Örebro og Eskilstuna. Moskurnar virka sem fundarstaðir. Nýliðasmölun á skipulagðan hátt fer mest fram á öðrum stöðum eins og kaffihúsum og söfnunarheimilum. Við tökum skýrt fram að við erum ekki að taka fyrir sérstaka trúarsöfnuði. Það er glæpastarfsemi einstaklinga sem er að baki nýliðasmöluninni." 

Vitnað er til salafismans í Þýzkalandi sem er sterk og vaxandi hreyfing. 2015 taldi Bundesamt fur Verfassungschutz að um 7 900 salafistar væru í Þýzkalandi. Talan fór upp í 9 200 næsta ár og 11 000 í ár. 

Skýrslan er ítarleg upp á 265 síður og ég hef ekki lesið hana heldur aðeins tekið hluti af handahófi til birtingar hér.

Vonandi verður brjálæðisleg öfgainnflytjendastefna ESB stöðvuð þessa helgi.

Jafnvel þó það kosti Merkel stöðuna.


mbl.is Afstaða til flóttafólks gæti ráðið örlögum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fróðleg grein Gústaf og þetta er agalegt að heyra og verður örugglega næsta stigið hjá okkur ekkert vafa mál enda er komin vísirinn af þessu hér.

Valdimar Samúelsson, 29.6.2018 kl. 10:13

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Hvar sérðu vísi af þessu á Íslandi, Valdimar?

Annars er greinin sem konungsnafninn í Svíþjóð nefnir merkileg, en verðu vart nefnd á íslenskum fjölmiðlum, ef dæmt er út frá hefðinni.

Það sem er sýnilegt á Íslandi er afneitunin. Það getur auðveldað radíkalíseringu á litla Íslandi. Smæð landsins tel ég þó koma í verg fyrir slíkt.

FORNLEIFUR, 29.6.2018 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband