Ætlar fyrrverandi borgarstjóri Reykvíkinga að láta skafa sig úr borgarstjórastólnum?

Dokument1Úrslit kosninganna í Reykjavík eru ótvírætt ákall Reykvíkinga um breytta stjórn borgarinnar.

Allt frá hruni hafa hatrið og heiftin verið leiðarljós vinstri manna. Hafa þeir reynt að ganga milli bols og höfuðs góðra manna og kvenna sem þjóðin hefur kosið eins og t.d. Davíð Oddssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni, Geir Haarde, Vigdísi Hauksdóttur, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og núna síðast Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 

Þjóðin hefur risið gegn þessarri firru og sýnir í öllum kosningum að hún vill fá tækifæri að kjósa um málefni og menn en ekki hatur og bræði. Stjórnmál eiga að fjalla um skiljanlega hluti til hagsbóta fyrir kjósendur en ekki herferðir gegn stjórnmálaandstæðingum með lygum að vopni.

Með endurheimtingu Sjálfstæðismanna á forystu í Reykjavík og komu Miðflokksins sýna kjósendur, að þeir hafna blekkingarleik vinstri manna. Mæta skal raunverulegum þörfum Reykvíkinga á sviði húsnæðismála, félagsmála, málefna aldraðra, minnkun umferðaröngþveitis, hreinni borgar, veru flugvallar, spítala o.s.frv. í stað þess að skuldsetja borgarbúa kynslóðir fram í tímann í delluverkefnum Borgarlínu Langstokks. 

Skilaboð kjósenda eru skýr. Meirihluti borgarstjórnar er fallinn og borgarstjóra hefur verið vikið úr sæti. Að Dagur B. vill ekki fara úr borgarstjórnarstólnum er ekkert annað en löðrungur framan í kjósendur og afneitun á lýðræðinu.

Til hvers að vera með kosningar ef valdasjúkum leyfist að hunsa niðurstöðu kosninganna? 

Ætlar fyrrverandi borgarstjóri að enda feril sinn á því að láta skafa sig úr stólnum? 


mbl.is „Hefð að stærsti flokkurinn leiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband