Betri er borg týnda apaguðsins en týnda borg apaguðsins

dag1Núverandi meirihluti Reykjavíkur er fallinn. Það eru jákvæðustu tíðindi þessarra sveitastjórnakosninga. Samfylkingarlæsingin hefur verið slík að Reykvíkingar höfðu lítinn möguleika á að hafa áhrif á skipan mála með stöðuga frelsisskerðingu allan tímann.

Sá hroki sem birtist í ummælum Jón Gnarrs gagnvart kjósendum í viðtali sjónvarpsins er fáheyrð en því miður dæmigerð fyrir valdaníðslu Samfylkingarfólks. Sagði hann Reykvíkinga vera vitleysinga sem "vita ekkert um ágæti borgarlínunnar".

Samfó-RÚVIÐ sem lifir í eigin heimi merkikerta misbeitir ríkisfjölmiðlinum gróflega með fókus á neikvæðar tölur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Höfuðfréttirnar voru talningar sem sýndu lægri tölur fyrir Sjálfstæðisflokkinn núna miðað við síðustu kosningar. Rúv neyddist þó til að viðurkenna fall meirihlutans í Reykjavík en andlitsfarði fréttamanna náði vart að dylja vonbrigðin.

Eyþór Arnalds sagði réttilega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði endurheimt stöðu sína sem stærsti flokkur Reykvíkinga. Hann bendir einnig á hið sjálfsagða, að stjórnendur borgarinnar eiga að vinna í þjónustu borgarbúa og má að ósekju bera þá stefnu saman við stefnu Samfylkingunar sem tekur borgarbúa í gíslingu. 

Fallhlífarstökkvarinn Vigdís Hauksdóttir er inni og e.t.v. nær Miðflokkurinn öðrum manni inn í Reykjavík. Framsókn fer öfug út úr málefnum Reykvíkinga.

Það er ekki falleg aðkoma fyrir nýja stjórn í Reykjavík en ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar og snúa skútunni frá braut Borgarlínu Langstokks.

Verður Dagur B. Eggertsson áfram borgarstjóri Reykjavíkur verður borgin áfram týnda borg apaguðsins. 

Betra að borgin týni apaguðinum en að borgin týnist endanlega.

 


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband