Nýr dagur í Reykjavík

nyrdagur1Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Reykvíkingar séu að vakna upp gegn Samfylkingarspillingunni og bandvitlausum verkefnum meirihlutans.

Dagur & Co eru búin að senda borgarbúa í kolsvart skuldafenið með rangri röðun verkefna, þar sem pólitísk gæluverkefni mest fyrir auðkýfinga og ofþensla báknsins hefur toppað útgjaldalistann. Stokkur og Lína eru snældusjúk delluverkefni svo heyrist langt út fyrir landssteinana. Verður þessi meirihluti áfram við völd verður vesöld í Reykjavík næstu kynslóðirnar. 

Það er því hið besta mál, að nýr meirihluti taki við, sem hefur áhuga að vinna fyrir íbúa borgarinnar. Þetta er svo sjálfsagður hlutur, að veruleikinn er virkilega skakkur, að það þarf að minnast á það.

Vonandi fleygja Reykvíkingar Degi & Co út á hafsauga stjórnmálanna. 

Komi slíkur Dagur aldrei aftur til baka við stjórnvöl Reykvíkinga.

Ný sólarupprás í vændum og góður nýr dagur til nytsamra verka hjá Reykvíkingum.

 


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Það gæti alveg fests við Dag, Lína lang-stokkur.

Haukur Árnason, 26.5.2018 kl. 13:51

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Andlátstilkynningin gæti þá orðið þessi:

Borgarlína Langstokkur er dáin. Reykvíkingar völdu burtu sitjandi borgarstjóra. Mikill fögnuður braust út á byggðu sem og óbyggðu bóli vegna þess að borgarbúar hafa ekki lengur Borgarlínu Langstokk hangandi yfir höfðinu. Lína Langsokkur lifir hins vegar góðu lífi og skilar marglitum og margstærðar hamingjuóskum frá Svíþjóð til Reykvíkinga fyrir að hafa sett Borgarlínu Langstokk í öfugan sokk.

Stokkurinn er horfinn útí sæ, saurgerlum fangið í.
Borgarlínan í miðjum bæ brotnaði þrjá hluta í.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.5.2018 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband