Davíð meiri stjórnmálamaður en aðrir
20.5.2018 | 17:56
Davíð Oddsson ásamt eiginkonu sinni Ástríði Thorarensen.
Það var afskaplega skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi ritstjóra Mbl. Davíð Oddsson í viðtali við Pál Magnússon á Þingvöllum, K100, í dag.
Farið var yfir langan feril og víða komið við og helstu átakamálin í stjórnmálum síðustu áratuga rædd. Páll spurði m.a. hverju það sætti að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki enn náð fyrra fylgi allt að 40% og benti Davíð Oddsson m.a. á afstöðu flokksins í Icesave-málinu sem eiginlega hefði aldrei verið útskýrð. Þetta var engan veginn eina alhlíta skýringin en veigamikil engu að síður í þeim átökum sem þjóðin átti í gegn ESB-vilhallri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og óprúttnum fjármálasvindlurum sem sú ríkisstjórn vann leynt og ljóst fyrir.
Það var einnig eitthvað svo sjálfstæðisstefnulegt, þegar Davíð Odsson benti á að frelsi og grundvöllur einstaklingsins hefði farið halloka í þessum fjármálagjörningum öllum. Þetta er að sjálfsögðu fáni sjálfstæðisstefnunnar alla tíð, að standa uppi fyrir hagsmunum einstaklingsins burtséð frá efnahagslegri stöðu í samfélaginu. STÉTT með STÉTT var kjörorð Sjálfstæðisflokksins og á í ríkara mæli erindi til Íslendinga eftir fjármálahrunið. Davíð bendir réttilega á að borga á hratt niður skuldir í góðæri til að hægt sé að auka rými einstaklinga t.d. með skattalækkunum.
Íslendingar hafa sjaldan átt jafn góðan forsvarsmann og leiðtoga og Davíð Oddsson. Sem sannur stjórnmálaforingi bendir hann á það sem augljóst ætti að vera þáttakendum í stjórnmálum, að stjórnmálaflokkur á að lifa fyrir stefnu sína og leggja allt sitt undir að ná markmiðum sínum að fengnu trausti kjósenda.
Enginn stjórnmálaflokkur hefur haft eins þýðingarmikla aðkomu að þróun íslenska samfélagsins og Sjálfstæðisflokkurinn og ekki við grundvallarstefnu flokksins að sakast að flokkurinn nái ekki fyrra fylgi.
Að biðja fólk að líma upp kosningaloforðin á ísskápinn heima og strika út þau mál sem kláruð eru fyrir næstu kosningar sýnir, hversu mikilvægt það var fyrir Davíð Oddsson að vinna verkin vel og kvitta fyrir traustið. Að lofa og efna, að vera maður að standa fyrir sínu byggir upp traust. Svona einföld atriði ættu að vera sjálfsögð á palli stjórnmálanna en eru það því miður ekki alltaf og þá finnst sumum kjósendum lítill sem enginn munur á flokkunum sem í boði eru eða stefnumálum þeirra og því ekki skipta máli, hver kosinn er.
Reykvíkingar sem hafa fylgt þessu metafóri fá mest af öllum að finna fyrir því, hversu slíkt er fráleitt. En engin ástæða er til að örvænta, margt góðra manna er að störfum og með tímanum munu nýjir forystumenn koma fram á völlinn sem af jafn mikilli einlægni, ríkum heiðarleika og baráttuþreki sýna málunum alúð og sá góði drengur Davíð Oddsson.
Létu bankana snúast um sjálfa sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Facebook
Athugasemdir
Geir H. Haarde var með tærnar þar sem Davíð Oddsson hafði hælana, en Bjarni Benediktsson kemst hvergi nærri hælum Geirs H. Haarde með sínar tær.
Afstaða Sjálfstæðisflokksins undir forystu BB til Icesave III varð til þess að ég sá að ég ætti ekki lengur samleið með flokknum, sem ég þó hafði fylgt frá unga aldri. Forysta BB hefur ekki orðið flokknum eða þjóðinni til framdráttar því miður. Okkur vantar sárlega menn eins og DO og GHH, menn sem hafa bein í nefinu og gera það sem þeir lofa og þar sem gera þarf hverju sinni. Davíð var okkar Trump og nú þurfum við annan Trump/Davíð sem efna loforð sín og láta ekki óbylgjarnar ásakanir trufla sig.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.5.2018 kl. 19:43
Sæll Tómas, þakka innlit og athugasemd. Þú ert ekki sá eini sem yfirgafst flokkinn eins og tölurnar sanna og eitthvað erfitt fyrir ýmsa sjálfstæðismenn að viðurkenna mistökin í Icesave. GHH og DO björguðu landinu frá hruni og forsetinn stóð vörð um þjóðarhag og leiddi þjóðina gegn Icesave hrægömmunum. Að gera það sem maður lofar er ekki öllum gefið. Góðar kveðjur til þín og þinna.
Gústaf Adolf Skúlason, 20.5.2018 kl. 23:35
Hvaða þjóðarhagur var í því fólginn að láta 500 milljarða hverfa?
Jón Páll Garðarsson, 21.5.2018 kl. 01:23
Sæll Jón, já segðu það. Bankaræningjarnir fengu varla makleg málagjöld fyrir þjófnaðinn. Og hverjir eiga vogunarsjóðina sem halda áfram uppteknum hætti?
Gústaf Adolf Skúlason, 21.5.2018 kl. 05:15
Jú ,rétt er það, merkur er DO og það af eindæmum.
Við getum til að mynda þakkað fyrir að á hans valdatíma stækkaði báknið aldrei jafnmikið, að hér ox munur á þeim færri sem eiga meira og þeim mörgum sem eiga minna. Við þökkum honum fyrir ákefðina við að koma eigum ríkisins í hendur margra sem síðar fóru illa með bæði fé og almenning.
Við þökkum honum líka fyrir sýnda réttætiskennd þegar hann lét loka mótmælendur inni í stofufangelsi um stund þegar forseti einn kom hér að heimsækja mörlandið.
Jú, svo við erum öll að fara yfir um að þakklæti.....fyrur að flokkur DO fer óðum minnkandi.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.5.2018 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.