Innflytjendamálin vega þyngri en hryðjuverk sem stærsta vandamál ESB

Skärmavbild 2018-05-14 kl. 00.51.34
Skv. nýrri könnn YouGov  telja íbúar í 9 af 11 löndum ESB að innflytjendamál séu stærsta vandamálið sem ESB stendur frammi fyrir í dag. 

Fólk í 11 löndum ESB var spurt hvaða einstaka mál væri stærsta vandamálið í dag. Í 9 löndum var svarið innflytjendamálið. Það voru löndin Bretland, Frakkland, Þýzkaland, Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Grikkland, Finnland og Litháen sem svöruðu á þann veg.

Sömu lönd að Ítalíu undanskyldu töldu hryðjuverk vera næst stærsta vandamálið.

Matthew Goodwin hjá brezku hugveitunni Chatham House tísti að "Evrópa færist til hægri. Ef miðjan og vinstrið finna ekkert að segja af viti verður þeim varpað til hliðar, sérstaklega þar sem búast má við að þessar spurningar eigi eftir að verða enn þá mikilvægari fyrir kjósendur". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband