Bjarni Benediktsson ber ekki ábyrgð á upplausn Evrópusambandsins

Bjarni-Ben-1Fjármálaráðherrann lýsir vel þeirri þróun ESB sem sífellt ágerist að sniðganga minni ríki sem vilja halda fullveldi sínu. Þetta ætti að vera þungt áhyggjuefni fyrir Íslendinga sem eru í tvíhliða samstarfi við ESB gegnum EES, þegar ESB reynir sífellt og í ríkara mæli að taka yfir stjórnarhætti á Íslandi. 

Að taka til alvarlegrar skoðunar á Alþingi hver staða EFTA-ríkjanna sé á grundvelli EES-samningsins er því hjartans mál og vonandi að svo verði gert hið fyrsta. 

Allir hafa hag af því að samningar séu haldnir. Í leik skulu lög virt í báðum liðum en ekki bara að annar aðilinn eigi að fylgja þeim og hinn geti leikið dómara sem fer eftir eigin geðþótta.

Íslendingar eru lítil þjóð og hafa ekkert annað bolmagn á bak við fullveldið nema einbeittan viljann til að fá að lifa sem sjálfstætt fólk. 

Sá vilji hefur dugað okkur vel fram að þessu.

Það mun hann einnig gera í framtíðinni.


mbl.is Vegið að grunnstoðum EES-samningsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband