Útvarpsstjóri hyllir Pravdakúltúr vinstri manna með afneitun á gagnrýni hlustenda

ruvMerkilegt að sjá hvernig Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri afneitar alfarið gagnrýni hlustenda í skoðanakönnun Gallups sem hann dæmir "ómarktæka" þar sem hún var gerð á "tíma sem er mjög óvenjulegur og ómarktækur" að hans mati.

Hann segir að frægt kastljósviðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson liti niðurstöður hlustenda og þess vegna sé ekkert að marka gagnrýni Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á RÚV. 

Útvarpsstjórinn hefur kolfallið á prófinu. Hann elskar greinilega mánaðarlaunin meira en innihald starfsins. Jafn litaður af heilaþvotti vinstri klíkunnar á RÚV færi best á að honum yrði umsvifalaust vikið úr starfi.

Hvorki útvarpsstjóri né vinstri starfsmenn stofnunarinnar sjá eða vilja skilja að þau voru þáttakendur í meðvitaðri árás á íslenska lýðveldið.

Stoltir eins og veiðimenn yfir fallinni bráð sögðu starfsmenn Uppdrag granskning í sænska sjónvarpinu að þeir hefðu leitt forsætisráðherra Íslands í gildru sem tók yfir eitt ár að undirbúa. RÚV hefur engar sannanir komið með um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi stolið fé af íslenskum skattgreiðendum. 

RÚV í höndum vinstri manna er notað sem áróðursstofa fyrir framboð starfsmanna RÚV til ýmissa embætta íslensku þjóðarinnar. Aðrir frambjóðendur njóta ekki sömu kjara. 

Loka ber stofnuninni í núvarandi mynd, segja upp öllu starfsfólki og endurskapa miklu minni stöð án auglýsingatekna. Þá lýkur falsfréttatímabili RÚV.

 


mbl.is Ólík afstaða kjósenda til RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það hefði matt spyrja útvarpsstjóra hvenær hann teldi heppilegast að gera slíkar kannanir. 

Ragnhildur Kolka, 31.10.2017 kl. 20:18

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ég man ekki eftir því að rúv hafi stoppað sínum könnunum í kringum árásirnar sem þau voru með í gangi, ætti það ekki að vera óheppilegur tími þá líka fyrir kannanir?? 

Þetta er bara hræsni frá batterýi sem er fullt af aðilum sem misnota vald sitt í pólitískum tilgangi og bera enga ábyrgð á gerðum sínum þar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 31.10.2017 kl. 21:50

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl og þakka innlit og athugasemdir. Allt í lagi, þegar sjónvarpið velur sjálft hverja má spyrja t.d. eigin álitsgjafa úr vinstri flokkum. Aðrir ómarktækir ef þeir tjá skoðun sem ekki samrýmist stjórnmálastefnu Rúvaranna.  

Gústaf Adolf Skúlason, 31.10.2017 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband