Lýðveldið slær til baka
29.10.2017 | 01:20
Óhætt er að taka undir orð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að kosningavinna Sjálfstæðismanna hafi borgað sig og borið árangur. Hrekkjabrögð falsfréttamanna sem ofsóttu Bjarna Benediktsson á sömu nótum og forvera hans á forsætisráðherrastóli, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, - þau hrekkjabrögð snérust í höndum Panamapúkanna sjálfra með viðurstyggilegum barnaníðsáróðri sem slett var út fyrir landsteinana.
Með glæsilegri endurkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem formanns Miðflokksins til viðótar sigri Sjálfstæðisflokksins er feitum fingri lýðveldisins veifað framan í andlit falsfréttafólks og allra keyptra sórmangara í þjónustu vogunarsjóðanna. Það er sterkt merki hins sjálfstæða lýðveldis til allra Panamapúka heims að lýðræðið er við völd á Íslandi en ekki eitthvað mikilmennskubrjálað ESB eða peningastinnir Sóróssjóðir.
Óvinir íslenska lýðveldisins eru útúrdrukknir af óheiðarleika, lygum, klækjum, valdapoti og ólæknandi græðgi og hafa haldið uppi linnulausum árásum á lýðræðislega rétt kjörna fulltrúa okkar allt frá valdatíma "fyrstu hreinu" vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Er mál að tíma ESBara eftirhrunstímabilsins ljúki. Þökk sé öllum góðum Íslendingum hefur falsfréttum erlendra fjölmiðla undir áhrifum falsfréttaritara á Íslandi um að bandalag krata og vinstrimanna yrði næsta ríkisstjórn verið hent á haugana. Þar með er þjóðinni bjargað fyrir horn skattpíningar og óðaverðbólgu næstu misserin.
Orð Bjarna Benediktssonar eru sönn og þola að vera endurtekin oftar en einu sinni:
"Í þessu landi býr kraftaverkaþjóð. Við getum náð ótrúlegum árangri ef við bara berum gæfu til þess að starfa saman, vinna öll saman í þágu lands og þjóðar".
Við erum að vinna þessar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:22 | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokk, Framsókn, Miðflokk og Flokk fólksins. 34 þingmanna meirihlutii. Það yrði besta niðurstaðan. Þjóðin hafnar leðjuglímupólitík vinstrimanna og gremjufíkla.
Gleðilegasta við þetta er að komast að því að Facebook og Twitter sýna ekki þversnið þjóðarinnar; þvert á móti.
Hvað ætli stundirn geri núna? Kannski skúbbar hún um fjarskyldan ættingja Bjarna í fjórða lið sem ók yfir á rauðu á sjötta áratugnum. Virkir í athugasemdum geta þá hópast á austurvöll með spjöldin sin; allir 10. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2017 kl. 06:32
Sæll Jón, ha, ha gott hjá þér... Einmitt besta stjórnin!. BB forsætisráðherra, SDG fjármálaráðherra, IS atvinnu- og félagsmálaráðherra og svo Svo SIJ landbúnaðarráðherra....Merkjum stæði fyrir tíumenningana á Austurvelli ...þá eiga þeir tryggan reit.....
Gústaf Adolf Skúlason, 29.10.2017 kl. 08:08
Ég tek alveg undir þetta strákar - TIL HAMINGJU MEÐ KOSNINGAÚRSLITIN. Góður pistill Gústaf Adolf....
Jóhann Elíasson, 29.10.2017 kl. 09:37
Þakka vinsamleg orð þín Jóhann og tek undir góðar hamingjuóskir!
Gústaf Adolf Skúlason, 29.10.2017 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.