Framundan er aftaka lýðræðis fyrir íbúa Katalóníu með fulltingi ESB

Á Íslandi eru alþingiskosningar á morgun. Með tilliti til þeirra flokka sem vilja varðveita fullveldi okkar og sjálfstæði er auðvelt að krossa yfir hina. 

Verra er ástandið á Spáni, þar sem vofa fasismans bíður eftir skipun um að kæfa sjálfstæði Katalóníu. ESB mun þar veifa samstöðu með ofbeldismönnum sem troða á lýðræðinu með blóðugum stígvélum. Spánn átti í borgarastyrjöld 1936. Þá dóu yfir hálf milljón manns. 

Hversu margir þurfa að deyja núna?

Íslendingar ættu að hugsa sig tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum og fimm sinnum um áður en þeir gefa einhverjum þeim flokkum atkvæði, sem vilja koma þjóðinni undir járnhæl ESB. 

Grískur og katalónskur harmleikur getur hæglega orðið íslenskur.

x


mbl.is Sjálfstæðisyfirlýsing samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit nú ekki betur en Bandaríkin (sem ekki eru í ESB) og Bretland (sem er að ganga út) styðji spænsk stjórnvöld líka, auk meira og minna allra annarra ríkja heims.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.10.2017 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband