Handbók ESB um hvernig fjölmiðlamenn eiga að fjalla um málefni innflytjenda
16.10.2017 | 19:52
ESB hefur fjármagnað nýja handbók, Reporting on Migration and Minorities: Approach and Guidelines, fyrir blaðamenn svo þeir geti tjáð sig á réttan hátt um innflytjendamál og innflytjendur. Journalisten í Svíþjóð segir frá þessu.
Meðal leiðbeininga er m.a. ráðlagt að taka ekki viðtöl við "öfgasinna" sem "dreifa hatursáróðri" eða greina frá uppruna glæpamanna. Aðilar að bókinni eru Alþjóðlega blaðastofnunin í Wien ásamt sjö evrópskum útvarpsstöðvum í Þýzkalandi, Írlandi, Ungverjalandi, Grikklandi, Ítalíu og Spáni. Markmiðið er að leiðbeina blaðamönnum að skrifa "siðferðilega" um málefni innflytjenda.
Blaðamenn eru hvattir til að komast hjá "óskýrum alhæfingum" og eiga að segja að uppruni afbrotamanna hafi engin tengsl við afbrot þeirra, þegar innflytjendur eiga í hlut. Einungis má nefna uppruna og trú, "þegar það er nauðsynlegt til að almenningur skilji fréttina". Margar leiðbeiningar eru hvernig eigi að segja fréttir af múslímum t.d. eiga blaðamenn að gæta sín á að gera ekki múslímskar konur að fórnarlömbum jafnvel þó þær íklæðist búrkum, - slíkt sé alhæfing um vonda eiginmenn.
"Taktu ekki með öfgasjónarmið til að ´sýna hina hliðina´og vertu á varðbergi gegn pólitískum og félagslegum öflum sem dreifa hatri til að ná eigin markmiðum".
Ég hef ekki lesið bókina, aðeins umsagnir um hana en linkur er á bókina á ensku hér að ofan.
Trúlega hafa allir fjölmiðlar á Íslandi fallið "röngu megin" við "rétta blaðamennsku ESB" í málefnum innflytjenda - alla vega þeir sem sagt hafa frá skoðunum "öfgamannsins" Ásmundar Friðrikssonar.
En Íslendingar eru sem betur fer ekki upp til hópa ginnkeyptir að tala fyrir peninga, þótt enn megi finna ýmsa sem gegn greiðslu viðhalda "rétthugsunarhætti" í þjónkun sinni við ESB.
Eigum að senda út skýr skilaboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
"Komið með hæfilega breidd sjónarmiða, þmt. flóttamanna og meðlimi minnihlutahópa. En "Taktu ekki með öfgasjónarmið til að ´sýna hina hliðina´og vertu á varðbergi gegn pólitískum og félagslegum öflum sem dreifa hatri til að ná eigin markmiðum".
Þetta er ótrúleg skoðanakúgun og er eins og handbók hjá RÚV! Hér er ESB í essinu sínu.
Ívar Pálsson, 16.10.2017 kl. 23:36
Sæll Ívar, þakka innlit og athugasemd. ESB-RÚV er eflaust með þetta á hreinu samanborið við að sænska sjónvarpið hefur haft svipaðar leiðbeiningar fyrir starfsmenn s.l. tvö ár. Fake news er stóriðnaður.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.10.2017 kl. 01:12
Handbók kommúnista og nasista.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.