Brexit ekki lengur vandamálið. Sjálfstæð Katalónía markar endalok ESB.
6.10.2017 | 07:11
Brezki þingmaðurinn Daniel Hannan segir að sjálfstæð Katalóníu muni rífa evrukreppuna í gang að nýju. "Brexit gæti orðið minnsta vandamál ESB" sagði Hannan. Fjárfestingar eru þegar frystar í Katalóníu. Hannan telur að innanríkisástand Spánar geti hæglega leitt til gríðalegra fjárhagsvandræða á Spáni sem ógna muni öllu ESB.
Katalónía stendur fyrir 20% af þjóðarframleiðslu Spánar og aðskilnaður ríkisins frá Spáni gæti kveikt meiriháttar fjármálakreppu. Hannan skrifar í grein í Spectator að "ofbeldið á sunnudaginn muni kynda undir sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Skoðun fólks í öðrum hlutum Spánar mun ekki frekar en lagabókstafurinn gera Madríd kleyft að leika næsta leik.
Hvað gerist þegar ósigrandi afl mætir óhreyfanlegun hlut?
Spánn mun skera niður fjárframlög til Katalóníu ef hún lýsir yfir sjálfstæði. Ríkisstjórn Katalóníu mun þá í hraði koma á eigin skattakerfi og fjármálamarkaðir Spánar hrynja í kjölfarið.
Evrukreppan kemur til baka af fullum þunga og Brexit verður aukavandamál ESB".
Dómstóll frestar fundi katalónska þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Já það er heitt í kolunum og hugmyndafræði Evrópusambandsins er að býða skipbrot að því að séð verður.
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2017 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.