Svíþjóð svíkur innflytjendurna
3.7.2017 | 21:56
Bianca Muratagic kom til Svíþjóðar 14 ára gömul sem flóttamaður frá stríðinu í Bosníu. Hún skrifaði grein um upplifun svika, sorgar og reiði vegna þess að Svíþjóðin sem hún hefur allan tímann elskað snýr núna baki við henni. Greinin birtist í Katerina Magasin. Ég hef snúið hluta greinarinnar á íslensku til að miðla tilfinningum Muratagic sem ég held að margir deili með henni og lýsi því sem er að gerast í Svía ríki þessa dagana:
Einn af vinum mínum hefur ákveðið að flytja burt frá Svíþjóð. ´Ég vil ekki lengur láta yfirvöld nota mig og hæðast að mér´ segir vinur minn með sorg í röddinni. ´Ég er búin að fá upp í kok af allri spillingu, valdníðslu og lygum sem þeir eru að drekkja okkur í.´
Allt í einu verður mér flökurt. Verð öskuill. Ég kemst að því, að Svíþjóðin mín er alveg sama um vin minn. Og um mig líka. Svíþjóðin mín kemur duglegum, framúrskarandi, sjálfsbjarga innflytjendum burt úr landi á sama tíma og þeir veita félagslegan, efnahagslegan og sálfræðilegan stuðning, íbúðarhúsnæði og einstaklingsvernd til hryðjuverkamanna og glæpamanna sem fremja gróf afbrot.
Svíþjóðin mín skeytir engu um fjölskyldur sem búa í sundruðum úthverfum. Stjórnmálamennirnir í minni Svíþjóð sofa vel á nóttinni á meðan eigur innflytjenda brenna og eru eyðilagðar. Hlutverk lögreglunnar er að leika félagsráðgjafa og semja við glæpaklíkurnar sem ráða lögum í úthverfunum. Og ég fæ að heyra að engin no-go svæði séu til. Að það séu bara rasistar sem svartmála og fara offörum. Að ráðist er á og grjóti grýtt á sjúkrabíla, slökkvliðs- og lögreglubíla í eftursettu svæðunum, þar sem handsprengjuársum fjölgar vegna fátæktar, lífs á hliðarlínu og skorti á tómstundaheimilum.
Það er auðvelt að gera fjöldann blindan og heyrnarlausan fyrir sannleikanum, sérstaklega þar sem yfirvöld lifa í öðrum raunveruleika en heiðarlegir innflytjendur sem ganga til vinnu á hverjum morgni og berjast fyrir börnin sín.
Í Svíþjóðinni minni er ráðist á þá veikustu: aldraða, konur, börn og fátæka. Sænskir ellilífeyrisþegar eru fátækastir í Evrópu, fæðingardeildum er lokað, sífellt fleiri verða vitni að öldrunarþjónustu og heilsugæslu í djúpri kreppu. Fimmtíu af sextíu sveitarfélögum og félagsmálaþjónustan neita að aðstoða barðar konur og börn, róttækir íslamistar verða nýir grannar, hjónabönd með börnum verða eðlileg, nauðganir að meðtöldum hópnauðgunum á hreyfihamlaða og börn ásamt kynferðislegum árásum aukast í gríðarlega miklum mæli á sama tíma og fjöldi afbrotamanna stóreykst sem sleppt er lausum eða fá lítla refsingu verðlaunaða með skaðabótum.
Svíarnir opnuðu hjörtu sín. Núna er tími til kominn að opna augun líka og sjá raunveruleikann. Við erum í brattri brekku. Að innflytjendavinir mínir eru farnir að flýja Svíþjóð er alvarleg viðvörun."
Þrír særðust í skotárás í Malmö | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2017 kl. 09:21 | Facebook
Athugasemdir
Já, alvarlegt er ástandið og vangeta þessarar kratastjórnar til að ráða við það verður æ augljósari. Slæmt er að vel aðlagaðir innflytjendur frá fyrri tíð eru farnir að hrekjast úr landi vegna uppivöðslusemi hælisleitenda á síðustu árum.
Þú leiðréttir mig, Gústaf, fari ég ónákvæmt með, en ég þakka þér að birta hér þetta bréf fr. Biöncu Muratagic. Allar upplýsingar eru vel þegnar.
Kristin stjórnmálasamtök, 4.7.2017 kl. 01:39
Afsakið, þetta var skrifað í mínu nafni og átti að vera þannig.
Jón Valur Jensson, 4.7.2017 kl. 01:41
Þakkir Jón, þarft engrar leiðréttingar við, ástandið er vægast sagt ömurlegt og á eftir að versna til muna ef kratastjórnin framkvæmir stefnu sína að flytja inn hálfa milljón manns til viðbótar á næstu 5 árum = 100 þúsund manns á ári. Þessi áætlun kom fram í viðræðum ritsjóra sænska dagblaðsins Per Gudmundsson við Tino Sanandaji á stjórnmálavikunni á Gotlandi í gær.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.7.2017 kl. 08:25
Slándi lýsing og án efa raunsönn. Ég hef ekki verið lengi í landinu, en þú fékkst að kynnast Svíþjóð, meðan hún var ennþá Svíþjóð.
Theódór Norðkvist, 4.7.2017 kl. 13:41
Þakka þér svarið, Gústaf.
Nú lízt mér illa á! Eru þeir enn svona bláeygir í alvöru? Hundrað þúsund manns á ári næstu fimm árin!!!
En er það kannski hrapandi fæðingartíðni, m.a. vegna fósturvíga fyrr og nú, sem veldur þessu hjá Svíum, þ.e. ÞÖRF fyrir vinnuafl annars staðar frá? En þá fer illa, ef það er gert á kostnað samheldni og samstöðu þjóðar um sameiginlegan arf og gildi.
Merkilegt hvað pólitíkusum er oft treystandi til að spilla fyrir okkur lífinu! Þeim væri nær að banna fósturdeyðingar og leita sér lækninga við sinni fjölmenningarhyggju og femínisma!
Jón Valur Jensson, 4.7.2017 kl. 14:34
Þeim fækkar óðfluga sem vilja halda áfram að "reyna að skilja" sænska pólítíkusa...engu líkar en þeir vilji eyðileggja Svíþjóð m.a. með innflutningi á hryðjuverkamönnum. Það verður þegar þeirra eigin dyr fá á sig blóðslettur sem þeir bregðast við. En þá verður ástandið nær innbyrðisstyrjöld......
Gústaf Adolf Skúlason, 4.7.2017 kl. 15:28
Þegar Abram var staddur sem útlendingur í Kanaanlandi gaf Drottinn honum fyrirheit um að niðjar hans myndu eignast landið, en það yrði ekki fyrr en þeir hefðu dvalið sem þrælar hjá annari þjóð í fjögurhundruð ár. Eftir það myndu þeir fá landið til eignar, "...því að enn hafa Amorítar eigi fyllt mæli synda sinna" eins og stendur í 15.kafla 1.Mósebókar.
Amorítar og allir þeir þjóðflokkar sem byggðu Kanaanland fórnfærðu fjölda barna sinna til Móloks.
Mér er spurn. Eru Svíþjóð og lönd á meginlandinu s.s. Þýskaland og Frakkland búin að fylla mæli synda sinna? Hafa þessar þjóðir gengið það langt að ekki verði aftur snúið?? Þar hafa börnum verið fórnað á altari félagshyggjunnar í mun meira mæli en þær þjóðir sem byggðu Kanaanland. Hvað með Ísland??? erum við búin að ganga of langt???? Hér hafa um 40.000 einstaklingum verið fórnað, þau tekin af lífi í móðurkviði frá því lög um fóstureyðingar tóku gildi. Við erum voða ánægð með okkur sjálf, finnst við hafa komist vel frá hruninu og allt í bullandi uppgangi hjá okkur. En það þarf ekki mikið til til að allt fari á annan veg. Syndir okkar guðleysið, vantrúin, óréttlæti, græðgi, fósturmorð og samkynhneigð (svo ég notist við pólitíska rétthugsun í orðavali) svo eitthvað sé nefnt, kallar á vanblessun yfir þjóð okkar ekki síður en yfir fyrrnefndar þjóðir.
Við lifum enn á náðartímum þar sem við höfum enn tækifæri til að iðrast synda okkar og gefast Guði á vald, trúa á Drottinn Jesú og taka við frelsisboðskap Hans. En sá tími mun koma að ekki verður aftur snúið og tími náðarinnar verður ekki til staðar, því er brýnt að taka við fagnaðarerindinu í dag og gefast Guði, það leiðir okkur til lífs.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.7.2017 kl. 15:30
Ummæli ritstjóra Per Gudmundsson i samtalinu við Tino Sanandaji voru þau "að síðustu áætlanir stofnunar innflytjendamála í Svíþjóð voru að reiknað er með um 34.700 hælisumsóknum í ár og álíka mikið næsta ár og samtals 213 þúsund umsóknum næstu 5 árin. Í ár er einnig reiknað með 81 þúsund umsóknum ættingja til hælisleitenda á fimm árum 351 þúsund umsóknum. Allir fá ekki landvistarleyfi en við getum reiknað með nýrri Malmö á fimm árum." Samtals reikna því sænsk yfirvöld með 564 þúsund umsækjendum næstu 5 árin eða að tæplega 113 þúsund að meðaltali á ári. Í Malmö borg búa um 330 þúsund íbúar, í stórmalmö búa um 710 þúsund íbúar. Þar sem margir þeirra sem ekki fá landvistarleyfi í Svíþjóð láta sig "hverfa" = eru áfram í Svíþjóð sem ólöglegir innflytjendur reikna ég með að 100 þúsund á ári sé ekki svo fjarri lagi.
Gústaf Adolf Skúlason, 4.7.2017 kl. 18:00
Nú verð ég að andmæla þér, Gústaf.
Svíar, er þetta almennt fólk sem á að hampa og pampa sem einhverju merkilegu?
Ég bendi á þetta hér, þetta er fólk sem brýtur mannréttindi fólks og virðir engin lög. Olof Palme var með óþægilegar skoðanir, svo að Sænska GESTAPO leit í hina áttina á með hann var skotinn. Síðan fundu þeir einhver ræfill af götunni og kenndu honum um (Eins og Sævar í Geirfinnsmálinu).
Gústaf "Vasa" Skúlason ... er það ekki bara gott mál, að skipta út þessu "eftirlegu nasista þýskurum" út fyrir eitthvað annað.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 18:57
Þetta er ekkert annað en þjóðarmorð, viljandi gert. Það er ekki hægt að vera það vitlaust að sjá ekki fyrir afleiðingarnar af svona population replacement.
Annars tek ég undir með Tómasi Ibsen. Iðrun er eina leiðin út úr þessu. Fráhvarfið er orðið svo hrikalegt og almennt og ekki batnar ástandið með tímanum.
Fyrst réðust vinstri öflin, villandi aðra og villuráfandi sjálfir, á hjónabandið, síðan réðust þeir á fjölskylduna. Loks réðust þeir á börn í móðurkviði og allan tímann hafa þeir ráðist á kristin gildi.
Svo langt gengur ofbeldi femí(na)sistanna að þeir eru farnir að hvetja óléttar hvítar konur sérstaklega til að láta eyða fóstri, samkvæmt vefsíðu sem ég sá um daginn. Vonandi er þetta falsfrétt, en það kæmi mér ekki á óvart ef svo væri ekki, miðað við karlahatrið og andkristilegan uppreisnarandann í þessum kerlingum (og stundum körlum).
Við sem þekkjum veginn til lífsins þurfum líka að líta í eigin barm og hætta að vera feimin við að boða flugbeitt og tvíeggjað Orð Guðs, þó það sé hrækt framan í okkur.
Guð gengur á undan sínu Orði, kletti aldanna og allar bárur brotna á endanum á því. Ef einhver brotnar ekki á þeim kletti, þá fellur kletturinn yfir hann. Því hefur Kristur sjálfur lýst yfir og Daníel spámaður mörgum öldum fyrr.
Theódór Norðkvist, 4.7.2017 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.