Í ESB dugar ekki lengur að hafa vinnu til að lifa yfir fátæktarmörkum

Á Economic Forum í Brussel nýverið var gerð grein fyrir efnahagslegu heilsuástandi ESB og hjá íbúum stórveldisins. Við munum öll fögru loforðin sem gefin voru t.d. við Maastricht samkomulagið, þar sem bókstaflega átti að skapa paradís á jörðu ef þjóðirnar hentu eigin gjaldmiðli fyrir róða og tækju upp töframiðilinn evruna. 
Útkoman er hins vegar þveröfug við loforðin og fer stöðugt versnandi. Fjórði hver íbúi í fyrirmyndarsambandinu lifir við fátæktarmörk. Þrátt fyrir örlítið tímabundið fall atvinnuleysis, þá lifir tíundi hver verkamaður og kona með atvinnu undir fátæktarmörkum.

Í pallborðsumræðum kom fram að ESB er að skapa grundvöll fullkominnar ringulreiðar, samfélagsrósturs og upplausnarástands. Efnahagsstefna ESB skapar stöðugt meira félagslegt ójafnvægi innan sambandsins. Núna þéna 20% ríkustu fimm sinnum meira en 20% fátækustu og bilið breikkar stöðugt. Konur fá 16% lægri laun en karlmenn.
Mynd: Grísk yfirvöld deila út grænmeti til hungraðra.starving Greeks
Hjá ríkustu þjóðinni Þýzkalandi eykst fátækt almennings þrisvar sinnum hraðar en á Ítalíu og í Frakklandi. Alexander Stubb fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands sagði við pallborðsumræðuna:

"Við höfum vaxandi gjá milli heimilistekna, vaxandi vitund um spillingu og svo flóttamannakreppu. Það er uppskriftin að öngþveiti."

Evrufíflarnir hneigja höfuð sín og segja með ánægju: "Við munum taka þetta fyrir og lagfæra það."

Og á meðan heldur ESB áfram ferðinni til glötunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband