Tími 4.a ríkisins er kominn. Þ.e.a.s. þess kjarna ESB ríkja sem munu steypast saman í eitt ríki undir forystu Þýzkalands. Ekki það að Þjóðverjar þurfi á því að halda, heldur mun sú þróun flýta fyrir uppbyggingu eigins hers og færa Þjóðverja fyrr nær heimsmarkmiðum sínum.
Tónninn í samskiptum Þýzkalands við umheiminn verður sífellt hrárri. Þjóðverjar sem aftur eru orðnir vanir að stjórna málum á meginlandi Evrópu þola enga gagnrýni hvorki austan, sunnan, norðan né vestan. Gagnrýni Bandaríkjaforseta á hóflausan viðskiptagróða Þýzkalands við útlönd á fullan rétt á sér og hefur verið áhyggjuefni flestra annarra ríkja innan ESB í mörg ár. Þjóðverjum hefur tekist í dag það sem nazistum mistókst, að svínbeygja nær alla Evrópu gegnum gjaldmiðil Þýzkalands evruna.
Í einu stærsta blaði Þjóðverja Der Spiegel skrifar ritstjórinn Klaus Brinckbaumer eftirfarandi í leiðara þ. 17. maí sl:
"Donald Trump er óhæfur sem forseti Bandaríkjanna. Hann ræður ekki yfir nægjanlegu gáfnafari og skilur hvorki þýðingu né verkefni embættisins. Hann er ólæs.....Hann er lygari, rasisti og svikari....Trump verður að fjarlægja úr Hvíta Húsinu. Strax. Hann er ógn fyrir heiminn.....Trump er ömurlegur stjórnmálamaður....Trump er einnig ömurlegur yfirmaður. Starfsmenn hans neyðast til að ljúga og búa til afsakanir fyrir hann."
Klaus Brinkbaumer hvetur "alþjóða samfélagið til að víkja Hvíta Húsinu til hliðar", það sé algjörlega nauðsynlegt og mögulegt. Kvartar ritstjórinn sáran yfir árangurslausum flugferðum Sigmar Gabriels utanríkisráðherra Þýzkalands til USA, þar sem hann hafi komið tómhentur heim aftur. "Þýzkaland og Bandaríkin skilja ekki hvort annað lengur" er fullyrðing ritstjórans. Líkir hann Trump við Mad King í Game of Thrones sem var myrtur en Trump sé enn á lífi sem óþroskaður unglingur sem hvenær sem er getur steypt heiminum í glötun. "Foreldrarnir verða að senda piltinn aftur í herbergið sitt og láta fullorðna fá völdin".
Verður það fyrsta verkefni 4.a ríkisins að reyna að framkvæma þá valdaboðun?
Ekki hægt að stóla á Bandaríkin og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Trump nefnir helst bílana, sem Kanarnir kaupa af Þjóðverjum, sem sönnun þess hve Þjóðverjar séu vondir, "mjög vondir", ekki vegna þess að bílarnir séu ódýrir og seldur með undirboðum, nei, þeir eru dýrir. Ástæðan er einföld fyrir vinsældum Benz, BMW og Audi vestra: ÞEIR ERU BETRI á flesta und, betri kaup þótt þeir séu dýrir.
Þegar "America was great" og framleiddi fleiri bíla en allar aðrar þjóðir samanlagt, var Cadillac "standard of the world", og aðrir bandarískir bílar rómaðir fyrir vöndun og endingu.
En um miðjan sjötta áratuginn fór gæðunum hratt hrakandi vegna fáránlegrar samkeppni sem snerist um bílatískuna, útlitið og neysluhyggjuna, sem nærðist á því að með því að arðræna Arabalöndin og moka þaðan olíu fyrir slíkt smánarverð, að bensínið var næstum gefið.
Chrysler mokaði nýjum vængjuðum bílum á markaðinn 1956, sem voru æðislega stórir og flottir en þeim mun gallaðri og ryðsæknari.
Svarið við Volkswagen og Renault 1960 fólst meðal annars í Ford Falcon, sem gert var ráð fyrir að þyrfti að endurnýja á 2-3ja ára fresti.
Sigruðu þjóðirnar í stríðinu, Japanir og Þjóðverjar, gerðu bíla, þar sem vöruvöndun, ending og hagkvæmni voru í öndvegi.
Á því byggðist innrás þeirra inn á Ameríkumarkað.
Í stað þess að gera "America great again" með því stórátaki í tækni, hönnun og framleiðslu bíla, grenjar Trump eins og frekur krakki og heimtar að málið sé leyst með hömlum og höftum.
Þjóðverja má að vísu gagnrýna fyrir harðdrægni gagnvart Grikkjum og fleiri þjóðum í ESB, en þeir verða engan veginn sakaðir um hernaðarbrölt og hernaðarhyggju, enda ákveðnir í að láta afleiðingar herbröltsins frá heimsstyrjöldunum endurtaka sig.
En Trump virðist ætla að takast að hrekja þá frá þeirri stefnu.
Ómar Ragnarsson, 29.5.2017 kl. 01:07
Sæll Ómar og þakka þér athugasemdina. Þjóðverjar og Frakkar kynda undir heruppbyggingu ESB með eigin framlögum og engir tæknilega góðir þýzkir bílar afsaka peningafærslur til Þjóðverja frá ríkjum ESB aðallega í S-Evrópu sem ekki geta lengur keppt við aðra með afurðum sínum vegna of hás gengis evrunnar fyrir þau. Trump verður seint kennt um, hvernig Þýzkaland hefur aftur komist í stöðu stórveldis Evrópu og mér finnst það mikil einföldun að færa samtalið á sömu brautir og ritstjóri Der Spiegel gerir. Þjóðverjar fara nú að öskra líkt og ritstjórinn gerir, hvernig heiminum skuli stjórnað, þ.á.m. hver á að vera eða ekki vera forseti Bandaríkjanna. Í þeim málum kýs ég að sitja til borðs með Bandaríkjamönnum enda þeirra mál en ekki annarra að kjósa sinn eigin forseta.
Gústaf Adolf Skúlason, 29.5.2017 kl. 06:06
Ég skil ekki þá firru að halda því fram að Þjóðverjar hyggist á heimsyfirráð.
Eitt helsta vandamál Þjóðverja í dag er fækkun þjóðarinnar og reyna þeir að bæta það upp með innflutningi framandi fólks með ólíka menningu og veldur það þeim sívaxandi vandræðum.
Ég held að heimsyfirráð sé eitt það síðasta sem þeim getur dottið í hug.
Þegar Trump bauð sig fram til forsetakjörs í USA með miklum bægslagangi sögðu sumir að þar væri kominn "frekur Þjóðverji", en föðurafi hans var þýskur. Ekki virðist hann þó ætla að láta Þjóðverja njóta frændseminnar. Hins vegar var móðurafinn trillukarl frá Hebridseyjum og þar með "frændi" allra Íslendinga.
Loks vil ég geta þess að föðurafi Angelu Merkel, Pólverjinn Ludwik Kazmierczak, barðist fyrir sjálfstæði Póllands í fyrri heimsstyrjöld.
Hörður Þormar, 29.5.2017 kl. 12:15
Tek undir þessi lokaorð þín hér, Gústaf.
Merkilegur þessi hroki ritstjóra Spegilsins þýzka. Það horfir ekki vel um viðhorf Þjóðverja með slíka menn í áhrifastöðum.
Og nú sem ég var að slá þessu hér inn, heyri ég allt í einu þína þægilegu rödd á Útvarpi Sögu, í endurflutningi morgunþáttar þeirra Markúsar og Jóhanns. Gott er hlustendum og lesendum að eiga þig að og þinn upplýsandi fróðleik um sænsk málefni, innflyjenda- og ESB-mál og heimsmálin, og vertu blesaður ævinlega.
Jón Valur Jensson, 29.5.2017 kl. 12:21
Blessaður!
Fróðleg þessi ættargreining frá Herði!
Jón Valur Jensson, 29.5.2017 kl. 12:22
Þakka ykkur Jón og Hörður fyrir innlit og athugasemdir.
Það þarf ekki að vera svo mikil firra að tala um heimsyfirráð Þjóðverja, ef þeir ætla í alvöru að fylgja stefnu Der Spiegel sem vill setja Bandaríkin út í kuldann. Hvað er það annað en drottnunarsemi að geta ekki virt lýðræðislegan rétt Bandaríkjamanna að velja sér forseta? Það er mikill barnaskapur að mínu viti, að setja umræðuna í þau spor að allt sé Trump að kenna, að allt "verði í lagi" ef honum er rutt úr vegi. Það er töluvert meira að baki en persóna Trumps.
Þakka þér Jón Valur góð orð, ég nýt þess líka að heyra þína rödd í samtölum við Pétur Gunnlaugsson á Sögu og góðir voru þið í "hatursmálum" og unnuð báðir verðskulduga sigra.
Gústaf Adolf Skúlason, 29.5.2017 kl. 13:44
Vandamálið er þetta ... Trump hefur rétt fyrir sér, en segir þetta á þann hátt að allir móðgast. En í dag, er það ljótt að vera stoltur yfir því að vera "Ìslendingur" eða "norður evrópubúi". Okkur er kennt um að vera kjarni nasista, þó svo að allir nasistarnir hafi verið litlir og svarthærðir. Þá loðir við okkur "aría" lygarnar, sem byggðar eru á mongólskum hakakross.
Merkel, hefur rétt fyrir sér ... þegar hún segir að Evrópa eigi að standa undir sér sjálf. Evrópa hefur, verið kjarni allra framfara í heiminum ... eigu við hætta þessu, af því að við erum ljótir karlar? Í dag eru menn að básúna Parísar samkomulaginu, sem gerir Kína kleift að eitra meira fyrir öllum heiminum, en öll vesturveldin samanlagt ... á sínum tíma. Mann-gildið í kína ... er núll.
Hverjir haldið þið að séu betur færir um að leiða veröldina fram á við? Tækifærissinnar og ofga-fólk af alls konar trúarbrögðum?
Vandmálið er þetta .. að hvorki Trump, eða Merkel ... eru manneskjur til að framkvæma það sem þau segja. Merkel er kona, sem gekk um og auglýsti að Evrópa væri opinn öllum ... og fyrir vikið, logar Evrópa frá einum enda þess ... til hins næsta.
Hún var svo upptekinn af því, að vera "Góð kona", að mátti ekki ver að því að hugsa um hag sinnar eigin þjóðar.
Trump ... það ættu allir að gera sér grein fyrir því, að hugmyndir þessa manns um að "endurheimta" frægðar tímabil bandaríkjanna, er bara "tækisfæris sinnun". Þessi biljarðamæringur, er eins og allir aðrir biljarðamæringar ... fyrst og fremst annt um eigin hag, og ekki hag þjóðar sinnar, né fólks. Han lætur framleiða sitt í Kína, svo hann sjálfur geti mjólkað út nokkrar krónur í viðbót af þeim alminning sem kaus og hann, sama almenningi og hann rændi vinnuna með því að flytja framleiðsluna til Kína.
Þessir miljarðamæringar, eru hvorki að hugsa um okkur, þjóð sína ... né almanna heill. Hvorki þegar þeir skrifa undir Parísar samkomulagið, né nokkurt annað samkomulag.
Það var engum í hag, að flytja framleiðsluna til Asíu ... ekki einu sinni íbúm Asíu, sem núna anda að sér svo eitruðu lofti að það er hrein heimsmet.
Og þetta eitraða loft, sem innan skamms tíma mun byrja að rigna yfir vesturlönd í súru regni, sem mun valda skaða á framleiðslu matvæla hér ... er þökk Parísar samkomulagsins, sem gerir Evrópu ómögulegt að framleiða sjálf, en þeim ríku vel kleift að nýta sér börn og þræla í Indlandi og Asíu, fyrir framleiðslu sína.
XIn Jinping, lætur banna að reka verksmíðjur í Peking ... þegar fólk er þar í opinberri heimsókn, svo að vestrænir leiðtogar geti dáðst að bláu loftinu þennan eina dag ... það sama á ekki við um heimastað hans, Xi'an ... þar sem fólk andaði að sér baneitruðu lofti ... síðastliðinn vetur.
Þetta er Parísar samkomulagið ... eða heldur einhver að Kína, muni neyða framleiðendur að hreinsa skorsteinana, eins og Evrópa gerði?
Parísar samkomulagið var aldrei gert OKKUR í hag ... né heldur var NATÒ gert OKKUR í hag.
Við EIGUM að sjá um okkur sjálf ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 17:44
Bjarne Örn Hansen. Það eru tvær athugasemdir sem ég vildi gera við pistil þinn.
Ég tel að Donald Trump hafi gamaldags og úreltar skoðanir. Hann reisir ekki Bandaríkin við með því að endurreisa gamaldags iðnað með innflutningshömlum eða sköttum. Með því að auka kola- og olíuframleiðslu og minnka áherslu á umhverfismál þá er hann að gefa Kínverjum forskot á því sviði. Kínverjar eru að leggja stóraukna áherslu á umhverfis-rannsóknir og geta þar orðið forystuþjóð. Á meðan dragast Bandaríkjamenn aftur úr, ef stefna Trumps gengur eftir.
Það þekkja víst fáir Evrópubúar betur en Þjóðverjar hvað það er að vera flóttamaður. A.m.k. 10 til 12 milljónir þýskumælandi manna flosnaði upp frá heimkynnum sínum og flýði til núverandi Þýskalands í stríðslok 1945. Við þeim var tekið af stríðshrjáðum heimamönnum í hálfhrundum borgum.
Þegar fyrsta bylgja flóttamanna kom til Þýskalands síðsumars 2015 var þeim tekið opnum örmum, margir minnugir foreldra sinna sem eitt sinn voru í sömu aðstæðum. Þar á meðal var Angela Merkel sem bauð sem flesta flóttamenn velkomna. Það var gert af mannúðarástæðum, hún þekkir hörmungarsögu eftirstríðsáranna mjög vel og þekkir eflaust marga persónulega sem þar komu við sögu. En engu að síður tel ég að hún hafi hlaupið á sig, þegar hún lýsti því yfir að allir flóttamenn væru velkomnir, því miður, en þá var það orðið of seint.
Þegar þessi yfirlýsing hennar barst út, þá óx flóttamannastraumurinn um allan helming og varð óstöðvandi. Þá fóru menningarárekstrarnir líka að gera vart við sig og gestrisnin að minnka.
Ég verð því að segja að þótt viðbrögð Angelu Merkel hafi verið röng þá voru þau samt skiljanleg.
Hörður Þormar, 29.5.2017 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.