Munu demókratar eyðileggja forsetakosningarnar ef Trump er að vinna?
6.11.2016 | 11:46
Sögur ganga af því að Barrack Obama Bandaríkjaforseti ætli að koma með "kosningasprengju" degi fyrir forsetakosningarnar. Sem kunnugt er flýgur hann á kostnað skattgreiðenda um öll Bandaríkin til aðstoðar Hillary Clinton í kosningabaráttunni.
Það er ótrúlegt að heyra jafngreindan mann eins og Hannes Hólmstein Gissurarson verja Hillary Clinton á þeim grundvelli, að Donald Trump sé á móti frjálsum markaði. Donald Trump hefur sagts ætla að rífa upp NAFTA samningana og stöðva TPP. Þeir síðarnefndu eru eins og fyrsti Icesavesamningurinn þar sem löggjafarvald þjóðarinnar var afnumið og dómsréttur færður í erlendar hendur.
Prófessornum yfirsést, að hagsmunir Bandaríkjamanna hafa verið hlunnfarnir um langt skeið í sömu "alþjóðavæðingu" og Íslendingar hafa kynnst í Icesave og á- og ítroðningi ESB og einnig í kröfum hrægammasjóða. Skuldir Bandaríkjanna eru svimandi háar og hafa í forsetatíð Óbama stækkað meira en í tíð allra fyrirrennara hans frá 8 upp í 20 trilljónir Bandaríkjadala. Atvinnuleysi er gríðarlega mikið og um 70 milljónir Bandaríkjamanna hættir að leita að vinnu og ekki á skrá yfir atvinnulausa. Tæpur helmingur Bandaríkjamanna fá matarmiða og opinbera styrki. Varla getur þetta verið dæmi um kosti hins frjálsa markaðar? Donald Trump vill breyta þessu, hann vill að Bandaríkjamenn taki stjórn á eigin landamærum og stöðvi ólöglega innflytjendur og eiturlyfjasmygl, hann krefst stærri þáttöku aðildarríkja NATO og hann ætlar að koma framleiðslunni í gang aftur í Bandaríkjunum með því að tryggja frjálsan markað á nýjan leik.
Alþjóðavæðingin s.k. er andstæða hins frjálsa markaðar vegna þess að hún er í höndum oligarka á Wall Street (t.d. skipaði City Bank um helming manna í ráðuneytum Obama s.k. Wikileaks). Hagsmunir sterkustu aðilinna t.d. við vopnasölu til Saudi Arabíu, í alþjóðlega bankakerfinu (FED USA, Seðalabanka Evrópu, ESB, AGS m.fl.) ganga ofar frjálsum markaði og ef ekki er farið eftir þessarri fjármálaklíku kemur dauðadómsrausið um Kúbu Norðursins og heimshrun í kjölfarið. Fólk hefur verið blekkt allar götur síðan 2008, verðbréfamörkuðum haldið uppi með peningaprentun, þjóðarréttur ríkja afnuminn og mörgum kynslóðum steypt í skuldafjötra.
Clinton fjölskyldan eru Al Caponarar nútímans og innblönduð í viðbjóðsleg hneykslismál þar sem peningaþvottur, mútur og barnaníð eru daglegt brauð. Clinton hefur stundað miðasölu á lýðræðisleg völd í Bandaríkjunum og þar með grafið undan stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það eiga margir virtir Íslendingar eftir að skammast sín fyrir að hafa stutt Clinton, þegar sannleikurinn loksins meitlast inn.
Ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur því fram, að Rússar séu að undirbúa tölvuárásir á forsetakosningarnar. Þægileg afsökun til að eyðileggja útkomuna ef Donald Trump verður sigurvegarinn.
Á þriðjudaginn fáum við svarið.
Clinton og Trump keppa um lykilríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gústaf Adolf
Ég er þér sammála í öllum meginatriðum, en langar þó að bæta við hvað sláandi augljósar falsanir skoðanakannana fyrirtækja eru orðnar nú til dags.
Skemmtilegt og greinilegt dæmi er héðan úr síðustu kosningum, en þá skaut skoðanakönnun kleinuhringja sjoppu öllum þeim stóru á borð við Gallup og Félagsvísindastofnun, ref fyrir rass.
Ég óttast reyndar líka að Goldman Sachs og félagar bíði klárir í skugganum með þau launráð er til þarf að stöðva andstæðinginn – dauðann eða lifandi.
Jónatan Karlsson, 6.11.2016 kl. 18:26
Þakka þér fyrir innlitið og orðin. Já Goldman Sachs heldur um sín markmið og sitt fólk. Alltaf lendingarstaður fyrir atvinnulausa forsætisráðherra sem hafa unnið "starfið sitt" vel.
Verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.11.2016 kl. 18:52
Sæll Gústaf, mikið er ég þér sammála og eins þér Jónatan.
Blekkingaleikurinn sem hefur verið stundaður mun lengur en við gerum okkur grein fyrir er nú smám saman að afhjúpast, en ekki eru allir tilbúnir að sannfærast og/eða viðurkenna að þeir hafi haft rangt fyrir sér. Ég viðurkenni hér með að ég hef haft rangt fyrir mér í mörgu því sem ég taldi Bandaríkin vera en sé nú að þau eru ekki.
Í tíð Bush yngri tvöfölduðust skuldir Bandaríska ríkisins. Nú í tíð Obama hafa skuldirnar meir en tvöfaldast og eru, eins og þú bendir réttilega á, komnar í eða yfir 20 trilljónir dollara, þ.e. 20 og tólf núll þar fyrir aftan, eða 20 milljónir milljóna, ef það hjálpar einhverjum.
Á vinnumarkaði eru innan við 60% á sama tíma og hér á landi eru 85,9% á vinnumarkaði (tölur frá í ágúst s.l.). Í þessum tæpum sextíu prósentum er fjöldinn allur sem er í hlutastarfi þannig að 60% segir ekki alla söguna.
Milli stéttin í Bandaríkjunum, stéttin sem hefur verið burðarás Bandaríska þjóðfélagsins er að hverfa og því er svo komið að viðhald á t.d. vegakerfinu, brúm, raforkuflutningskerfinu o.fl., o.fl. er orðið langt á eftir og horfir til vandræða.
Verði Hillary kosin, sem reyndar virðist vera nú þegar búið að ákveða, mun ástandið bara versna.
Sjá síðast blogg mitt um niðurstöður kosninganna n.k. þriðjudag.
http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/2183932/
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.11.2016 kl. 21:57
Mig langar að benda á að það er misjafnt milli landa hvort trillion er með 12 eða 18 núllum. Í Bandaríkjunum er trillion með 12 núllum en vanalega í Evrópu og á Íslandi er trillion/trilljón með 18 núllum.
M.ö.o. er trillion í Bandaríkjunum sama og milljón milljónir á Íslandi og miklu minni en trilljón. Það er kallað að nota long scale number naming system eins og á Íslandi eða short scale number naming system eins og í Bandaríkjunum.
Elle_, 6.11.2016 kl. 22:31
Kærar þakkir Tómas fyrir innleggið, það var athyglisvert að sjá myndbandið um úrslit forsetakosninganna viku áður en kosið er. (Hef einnig lesið, að fyrirtæki í eigu George Sóros hafi selt atkvæðisvélar til 16 fylkja í Bandaríkjunum). Það versta er eins og þú bendir á, að millistéttin í Bandaríkjunum er að hverfa eins og í suðurríkjum ESB enda er ESB fyrirmynd Hillary til að koma á einu alheimsrisaríki í stað hefðbundinna þjóðríkja.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.11.2016 kl. 22:34
Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef Elle er talað um trilljón dollara, þar er talan 20 og síðan tólf núll fyrir aftan. Ég veit ekki hvað við eigum að kalla þetta á íslensku en eitt sinn notaði bankastjóri Glitnis orðið skrilljón og var þar um mun minni upphæðir að ræða. Ég vildi hins vegar notast við þessa útlistun þar sem ég hafði ekki og hef ekki annað til að notast við.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.11.2016 kl. 22:37
Jú þetta var rétt hjá þér Tómas og ég var ekkert að gagnrýna þig, bara benda á þennan ruglandi mismun þegar Bandaríkjamenn nota alltaf orðið trillion og allt virðist miklu verra. Þú sagðir 20 trillions (Bandaríkjunum) og 20 milljón milljónir (Íslandi), það er akkúrat þannig.
Elle_, 6.11.2016 kl. 22:44
Það er málið Gústaf, HRC er trúandi til alls, allt sem hún hefur gert í leyni er að koma fram á sjónarsviðið og ekki er það fallegt nema síður sé.
Ég hef séð myndband þar sem kjósandi tók mynd af því þegar hann er að kjósa. Viðkomandi setur fingurinn á Repúblikana frambjóðandann en atkvæðið fer á Demókratann í næstu línu fyrir neðan. Það er þetta sem fólk er hrætt við og er ósátt við. Annað er það að hægt er að forrita talninguna þannig að atkvæði sem greitt er einum frambjóðanda vegur kannski 40% og 60% atkvæðisins færist yfir á mótframbjóðandann. Þetta segir okkur það að það er mjög varasamt að taka upp þetta fyrirkomulag að notast við kosningatölvur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.11.2016 kl. 22:45
Takk fyrir Elle.
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.11.2016 kl. 22:45
Takk Elle fyrir athugasemd, ekki alltaf svo létt að halda reiður á þessu en hér má sjá muninn https://is.wikipedia.org/wiki/Stórar_tölur
Læt einnig fylgja með link á skuldaklukku USA http://www.usdebtclock.org/#
Gústaf Adolf Skúlason, 6.11.2016 kl. 22:56
Alltaf fróðlegar greinar þínar Gústaf ,en ég missti af spjalli þínu við strákana á Sögu.-- næ kannski í það endurtekið.
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2016 kl. 01:05
http://www.pagetutor.com/trillion/calculations.html
Er þið viljið sjá hvernig trilljón US dollarar líta út, þá er bara að skoða það í slóðanum hér að ofan. Svo margfalda það með 20, þá sjáið þið hversu beinar skuldirnar eru miklar USA.
Svo er það unfunded liabilities, sem að US skuldaklukkan segir að séu núna þegar ég skrifa þátta er 104 trilljónir dollara og hraðri leið up.
Eins og demmókratarnir segja, "bara smá vasapeningar."
Einhvern tíman kemur að skuldadögunum, vonandi verð ég dauður og kominn undir græna torfu þegar það gerist.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.11.2016 kl. 01:25
Gleymdi að bæta við, ég óska þér góðs bata eftir aðgerðina Gústaf.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.11.2016 kl. 01:30
Kærar þakkir fyrir góða kveðju Jóhann, ég er á góðum batavegi en enn með s.k. hreinsipoka sem ég vonandi losna við á þriðjudaginn. Aðgerðin tókst mjög vel og nú er bara að vona að vondu sellurnar fjölgi sér ekki á nýjan leik......Enn á ný, mér þykir vænt um alla hlýju sem ég finn og nýt. Góð kveðja, Gústaf
Gústaf Adolf Skúlason, 7.11.2016 kl. 03:24
Sæl Helga, þetta var nú hálfgert "veikinda"spjall síðast, þar sem ég var nýkominn heim eftir uppskurð á Karolinska sjúkrhúsinu í Stokkhólmi. En ég reikna með að vera á landinu 25. nóv og þá verð ég í lengra spjalli með Markúsi og Jóa.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.11.2016 kl. 03:29
Góð grein Gústaf. Ég tek 100% undir og talandi um svindl vegna skoðanakannana þá var gerð árás á Útvarp Sögu sem enginn gerði veður út af en það var aldrei spekúlerað í McChartny meintan og jafnvel dæmdan tölvuþrjót og eða einhverja af svipuðu caliberi gæti komist inn á Aðra könnunar miðla sem sýndu réttu tölurnar miðað við suma.
Valdimar Samúelsson, 7.11.2016 kl. 10:51
Sæll Valdimar og þakkir fyrir góð orð. Það er heill "her" tölvuþrjóta á málum hjá enn þá verri fjármálaþrjótum við að stýra fréttum og skoðanakönnunum til að villa um fyrir fólki og hafa áhrif á þjóðfélagsþróunina hrægömmum í vil. Smári McCarthy hefur verið launaður beint í verkefnum á vegum George Sóros sem vill rústa þjóðríkjum og stendur á bak við Panamaárásina á Ísland.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.11.2016 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.