Óvanur forseti þarf að leiðrétta sjálfan sig fyrir opinbert launagrobb

UnknownÞað byrjar ekki vel hjá forsetanum að þurfa að leiðrétta sjálfan sig á blaðamannafundi með Fésbókarfærslu. En þannig er munurinn á háskólastofu og lífinu fyrir utan, orð í háskóla eru fljótandi en skörp í samfélaginu.

Það er hálfsjúkleg afsökun að segja að fólk þurfi "einbeittan brotavilja" til að skilja orð hans á þann veg að Móðir Teresa hafi verið að gorta sig. Sannleikurinn er sá að það er ekki hægt að skilja orð forsetans öðru vísi: "Á ég að vera einhver móðir Theresa hér sem gortar sig af því?" Forsetinn valdi sjálfur orðið "gorta".

Forsetinn sagði orðin á blaðamannafundi og svo þegar fólk tekur að leggja út hvað maðurinn var að meina kemur hann með hallærislegustu afsökun á eigin orðum til að útskýra að hann átti nú við eitthvað allt annað. Þetta er sami stíllinn og í fyrrum orðaflækjum mannsins eins og t.d. með fávísa lýðinn sem honum hefur aldrei tekist að leiðrétta og líklega hundeltir hann það sem eftir er æfinnar.

Akademiker þarf að ganga erfiða göngu til að skilja lögmál lífsins fyrir utan fræðirabb kennslustundanna. Þar geta óvanduð orð á röngum tíma og stað haft skelfilegar afleiðingar í embætti forseta Íslands. Ísland er ekki tilraunastofa fyrir sagnfræðinga.

Svo með lítinn sem engan brotavilja gagnvart neinum ætla ég mér að segja, að forsetinn gerði allt til að monta sig af því að hafa gefið launahækkun sína til ónafngreindra. Og alþjóð veit um það eins og til er ætlast.


mbl.is „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú sért að misskilja forsetann hér, minn kæri Gústaf.

Hann var að mínum skilningi að spyrja, hvort menn búist við því af honum, að hann sé eins og „ein­hver móðir Teresa“, göfug og gefandi, en að ólíkt henni fari hann svo að „gort­a sig af því“.

Hann var hvorki að gorta sig af þessu (miklu fremur að gefa gott fordæmi) né að bera móður Teresu raupsemi á brýn.

Jón Valur Jensson, 2.11.2016 kl. 16:53

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Jón, já betur færi á því að svo væri en skv. heimildum sagði forsetinn orðrétt " Á ég að vera ein­hver Móðir Th­eresa sem gort­ar af því?" (hvert launagjöfin fór). 

Ég efast ekki um góðan ásetning forsetans en stíll hans að tala óskýrt og leiðrétta eftirá hentar ekki í daglegum rekstri samfélagsins, þótt hann hafi komist upp með það í skólastofu. "Einbeitti brotaviljinn" er því forsetinn sjálfur en ekki .... eigum við að segja "fávís lýður" sem reynir að skilja hvað orð mannsins þýða. 

Gústaf Adolf Skúlason, 2.11.2016 kl. 18:13

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tel þetta nokkuð rétt hjá þér Gústaf Adolf, en þar með er ekki verið að halda því fram að forsetinn sé vondur maður.  En hann er ljóslega klaufi og væri ekki óskinsamlegt af honum að hugsa áður en hann talar, að minnstakosti þætti mér það hentugt þá hann talar við annarra þjóða höfðingja.  Munum Jón Gnarr. 

Hrólfur Þ Hraundal, 2.11.2016 kl. 21:18

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Hrólfur, nákvæmlega.

Gústaf Adolf Skúlason, 2.11.2016 kl. 22:55

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Guðni kemur vel fram og segir beint út að hann sé nýr í starfi og vilji vanda til verka. Finnst hann hafa staðið sig vel, fram að þessu og þó illa ígrunduð orð, um ákveðin málefni megi túlka sem mistök, efast ég ekki eina mínútu um góðan ásetning. Hrifinn af handabendingunni framan við Hallgrímskirkju, til fréttamanna. Skilaboðin skýr.: Ef eitthvað er fréttnæmt, utan við ykkar fréttatilbúning, fáið þið frétt. Í millitíðinni, látið mig vwra. Flott hjá honum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.11.2016 kl. 00:24

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Forsetinn er einstaklega klaufalegur í óundirbúnum samskiptum. Fyrst spyr hann, eins og óþekkur krakki hvort hann þurfi að svara spurningum og svo þessi rúsína í lokinn. Ég er svo innilega sammála þér Gústaf um hvernig túlka beri orð hans. Einhver annar hefði fengið bágt í hattinn fyrir að móðga minningu Móður Teresu, en svo sannarlega gerði hann það. Nær hefði verið að hafna líkingu við grobbhanann Steingrími Joð.

Menntun Guðna vísar öll í baksýnisspegil. Hann vill geðjast öllum og vera alþýðlegur, en stirðbusalegt svar sýnir að hann er svifaseinn í hugsun og því ekki vel fallin fyrir sviðsljósið. Ætti að halda sig til hlés og vanda vel opinberar yfirlýsingar.

Ragnhildur Kolka, 3.11.2016 kl. 11:02

7 Smámynd: Agla

Mér finnst að Forsetinn eigi að vera varkár í notkun fésbókarsíðu sinnar og forðast að nota hana til að birta leiðréttingar  eða réttlætingar á orðum sem hann lét falla á öðrum vetvangi.

Mér finnst líka að Forsetinn þurfi að aðskilja sín persónulegu viðhorf til stjórnskipulegra ákvarðanna frá starfsskyldum forsetaembættisins.  Það er væntanlega ekki í verkahring hans að gefa sitt persónulega álit á ákvörðunum þeirra fjölmörgu ráða og nefnda sem starfa innan ríkisgeirans, rétt eins og það er ekki í hans verkahring að birta sína persónulegu skoðun á umræðum eða ákvörðunum Alþingis.

Núverandi forseti naut þess álits  í kosningabaráttunni um forsetaembættið að hann væri jákvæður, bjartsýnn og "einn af okkur" auk þess að vera sérhæfður sögu forsetaembættisins og skilgreiningum á hlutverki þess í stjórnskipun okkar. Hann var ekki kosinn til að gegna hlutverki "leiklistargagnrýnenda" á "uppákomur" í þjóðfélagssápunni.

Agla, 3.11.2016 kl. 11:32

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl öll og takk fyrir innlitið og athugasemdir. Ég er svo hjartanlega sammála, forsetinn hefur engan að sakast við nema sjálfan sig, þegar hann þarf að leiðrétta eigin orð á blaðamannafundi. Vonandi lærir hann e-ð af þessu en orð eins og "einbeittur brotavilji" benda samt í aðra átt.

Gústaf Adolf Skúlason, 3.11.2016 kl. 12:31

9 Smámynd: Agla

Sammála Ragnhildi: "stirðbusalegur, svifaseinn í hugsun, skki vel fallinn fyrir sviðsljósið, klaufalegur í óundirbúnum samskiptum " og fleira mætti upp telja sem var reyndar augljóst í kosningaaðdragandanum.. Áreiðanlega besti maður en engu að síður dugar skýringin "nýr í starfi" ekki til eilífðar.

Agla, 3.11.2016 kl. 13:27

10 Smámynd: Már Elíson

Þrátt fyrir allt, þá er Jón Valur með útskýringuna, og engin ástæða fyrir hina sem ekki vilja lesa rétt, að fara af hjörunum. - Guðni reyndi meira að segja (fyrir þá skilningssljóu) að þýða eftirá hvað hann sagði, en það dugði ekki fyrir ykkur. - JÓn Valur er búinn að þýða þetta í annað sinn á ágætan hátt.

Már Elíson, 3.11.2016 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband