Sigurði Inga tókst það sem Panamaskjölunum tókst ekki: að fella ríkisstjórnina

Árásinni á Ísland var ætlað að klína á forráðamenn ríkisstjórnarflokkanna að þeir væru skatta svindlarar og ómerkilegir glæpamenn. Árásinni var aðallega beint gegn löglega kjörnum forsætisráðherra þjóðarinnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þótt sérkennilegri lygum hafi verið dreift erlendis sem ekki var dreift á Íslandi, að Sigmundur Davíð stundaði peningaþvott í Panama til ólöglegra vopnakaupa fyrir vopnabróður Pútíns í Sýrlandi, Al-Assad, þá dugðu lygarnar á Íslandi til að steypa forsætisráðherranum úr stóli. Sjálfstæðisflokkurinn spjaraði sig og varð að meðgangast frávik frá stjórnarskrá um kjörtímabilið sem kjósendur völdu.

Síðan sveik Sigurður Ingi eins og alþjóð veit loforð sitt til Sigmundar Davíðs um að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Gekk hann í lið með Pírötum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Vinstri grænum með sömu rökum um afsögn Sigmundar og nýjar kosningar og þau höfðu kynnt.

Útkomuna þekkja allir. Framsókn tapaði svo miklu fylgi, að þrátt fyrir glæsilega útkomu Sjálfstæðisflokksins, þá er ríkisstjórnin fallin. Sigurði Inga tókst því að fullkomna upprunalegt markmið Panamaárásarinnar á Ísland og eyðileggja Framsóknarflokkinn í leiðinni.

Vilji Framsóknarmenn koma í veg fyrir sömu örlög og Samfylkingin verða þeir með vendi að taka eina Oddnýju Harðardóttur á formanni sínum. Og það er ekki eftir neinu að bíða, formaðurinn er ákveðinn í Samfylkingarörlögum flokks síns.

Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.00.36


mbl.is Tilbúnir í samstarf við hvern sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er alveg skautað yfir það að Framsókn hrapaði niður í um 8% fylgi síðastliðið vor í skoðanakönnunum og að aðeins þriðjungur þjóðarinnar studdi ríkisstjórnina.

Stjórnarflokkarnir höfðu aldrei eftir kosningarnar 2013 meira samanlagt fylgi en 40%.  

Ómar Ragnarsson, 31.10.2016 kl. 23:17

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Og hvernig vill svo hinn mikli lýðræðissinni ÓR breyta stjórnarskránni? Kosningar einu sinni á mánuði skv. Skoðanakönnunum? Taktu þig í kragann og viðurkenndu lýðræðisleg kosningaúrslit Ómar.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.11.2016 kl. 00:37

3 identicon

Sumir í bullandi afneitun. Yfirstrikunarkóngur kosninganna hefði þurrkað flokkinn út. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.11.2016 kl. 00:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er nú komið í ljós hvað skoðanakannanir eru langt frá veruleikanum. Minnug forseta skoðanakannanir sem fóru af stað án þess maður þekkti nokkuð til forsetans,en síðan flaug Halla Tómasdóttir upp þegar virkileg kynning hófst á frambjóðendum.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2016 kl. 03:50

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Mikið er nú lesblindan á samfélagið að há höfundi.

Það getur verið að höfundur hafi haft þá trú á SDG að hann myndi sjá til þess að áhugamál höfundar, að koma á þjóðernishyggju í sínum flokki og fleirum (tilraun sem algerlega misheppnaðist) til. Auðvitað tók SIJ við flokknum í rúst, var eiginlega í rústabjörgun en nú er ég farinn að tala vel um e-n á vegum Flugvallasóknarflokksins, öðruvísi mér áður brá.

Held að höfundi færi best á því að halda sig við sænsku kjötbollurnar og Volvo áður en hann telur þess umkominn að dæma hér um ástæður fall ríkistjórnar SDG, það gerði hann einn og óstuddur. Enda má sjá tal allra forsvarsmanna flokkanna sem komust nú á þing, að vinnubrögð, andrúmsloft varð allt annað eftir að SDG var rekinn upp í stúku. En kannski styður höfundur við átakastjórnmál. Það er alfarið vandamál höfundar.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.11.2016 kl. 10:49

6 Smámynd: Elle_

Kjaftfor Sigfús ræðst á Gustaf, ekki að Gustaf geti ekki svarað fyrir sig en hart að horfa á það.  Gustaf er Íslendingur og ekki minna hæfur að dæma íslensk stjórnmál og þú að babla endalaust um dýrðina í ESB á meginlandi Evrópu.  Það vantar alveg örugglega ekkert í lesskilning Gustafs. 

Elle_, 1.11.2016 kl. 12:19

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Elle takk fyrir stuðninginn, Sigfús virðist vera svo illa upplýstur í Panamamálinu að hann veit ekkert um þátt Uppdrag granskning, sænskra meðlima International Consortium of Investigative Journalists, Public Integrity og Open Society í eigu auðmannsins George Soros sem á hagsmuna að gæta á Islandi í hrægammasjóðunum sem SDG barðist gegn. Engin umræða hér, bara sleggudómar og afneitun staðreynda. 

Helga, já skoðanakannanir eru af sumum notaðar sem tæki til að móta og hafa áhrif á skoðanir fólks.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.11.2016 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband