Stefnulaus súpa úr ESB-nagla
18.10.2016 | 20:26
Ekki er það upp á marga fiska að fylgjast með málfærslu eftirlýðveldisflokkanna, sem reyna að finna sér land undir fót í kosningunum. Öllu er hrært saman í hugmyndasnauða naglasúpu og kjósendum aðeins boðið upp á einn ESB-nagla.
Stjórnarandstöðuflokkarnir keppa við sjálfa sig með nýjum bandalögum í einstökum málaflokkum. Píratar hófu leikinn og eins og hinn góði forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson benti á, þá er það athyglisvert, að Viðreisn telur utanríkisstefnu sinni best borgið í bandalagi með Vinstri grænum og Pírötum.
Undirlægjuhátturinn og sleikjuskapurinn við ESB er svo blindandi að ekkert annað kemst að og þar af leiðandi kemur hið nýja kjörorð: Viðreisn og Vinstri græn - útverðir vestrænnar samvinnu!
Vestræn samvinna stjórnarandstöðunnar hefur ESB og starf þess sem fyrirmynd. Bygging ESB er eins og Titanic í heila hönnuðanna og farþega fyrsta farrýmis: Ósökkvandi.
En eins og Titanic eftir áreksturinn við ísjakann marir ESB vélarlaust hálft í kafi og bíður þess að sökkva.
Gáfuð stjórnarandstaða velur að fara til botns með ESB.
Guð blessi Ísland fyrir að vera án þeirra örlaga.
Útverðir vestrænnar samvinnu! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég var núna fyrst að sjá þátt sjónvarpsins með afstöðu 5 af framboðunum í kvöld.- Össur heldur áfram með gamla Esb böggla uppboðið,svo tregur að viðurkenna að sæki þjóð um aðild,vill hún þangað inn basta. En Esb,flokkarnir eru alltaf að minna á meint loforð Bjarna Ben um áframhald viðræðna,helda að þau fari ekki rétt með það.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2016 kl. 02:16
Sæl Helga, það er hámark ósvífnarinnar hjá þeim sem neituðu tillögu Bjarna Benediktssonar á Alþingi um að þjóðin fengi að kjósa um málið að koma seinna og ásaka hann um að banna atkvæðagreiðslu, af því þeir vilja núna allt í einu kjósa um málið. Þetta er valdabrölt. Stjórnarandstaðan keyrði yfir þjóðina, þegar Össur, Jóhanna og Steingrímur sendu inn umboðslausa umsókn til ESB. Með Guðna Jóhannesson á Bessastöðum ætlar stjórnarandstaðan í ríkisstjórn að taka upp "samninga"viðræðurnar að nýju og tryggja að fullveldið verði endanlega tekið af þjóðinni. Núverandi forseti mun ekki standa með þjóðinni, hann mun dansa með ESB-sleikjunum.
Gústaf Adolf Skúlason, 19.10.2016 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.