Vertu velkominn sem næsti forseti Íslands Davíð Oddsson
25.6.2016 | 07:29
Ofangreinda fyrirsögn óska ég mér, að ég geti skrifað, þegar Íslendingar hafa kosið næsta forseta. Kosningabarátta Davíðs Oddssonar hefur verið jákvæð lyfjagjöf sundraðri þjóð í eftirmála stóra bankaránsins 2008.
Jón Ásgeir Jóhannesson ákveð snemma á vafasamri fjármálabraut sinni að eign á fjölmiðlum væri besta leiðin til að þagga niður í lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem ekki voru móttækilegir fyrir mútum. Ef ekki væri hægt endanlega að koma andstæðingum á kné, þá væri hægt að virkja her skríbenta og óhróðursmanna til að sverta mannorð embættismanna þjóðarinnar, svo þjóðin glataði trausti sínu til þeirra. Má með samlíkingu bera árangur Baugsmiðlanna við, þegar æstur múgurinn sá hringjarann frá Notre Dam sem kvalara Ezmaröldu, þegar sannleikurinn var sá, að Quasimódó unni stúlkunni og bjargaði lífi hennar.
Þjóðin hefur verið í áróðurslosti bankaræningja fyrir og eftir fjármálahrunið. Ástandið hefur verið svo læst, að sumir hafa bara þurft að heyra orðið Davíð til þess að ranghvolfa augunum og byrja froðufellandi með persónulegar árásir og lygasögur um manninn. Sjaldnast eða aldrei hafa þeir sem notað hafa Davíð sem þöggunarsvipu á allar umræður hitt Davíð Oddson sjálfir og vita lítið eða ekki neitt um hver maðurinn er. Í þannig stöðu er raunveruleikinn útilokaður og sena sköpuð fyrir landslag heilaþvottar og útkoman í samræmi við það.
Hvern sem Íslendingar velja sem næsta forseta, þá hefur nærvera Davíðs undanfarna daga virkað eins og ventill á heilarþvottabóluna og með tímanum hafa margir séð og skilið, að hér er ekki á ferð neitt skrímsli sem olli fjármálakreppu heimsins 2008. Davíð Oddsson hefur boðið upp á hlýleika, heiðarleika, húmor og persónulega skerpu sem er hans sanna mynd og engin lygamynd bankaræningja fær staðist. Skal Davíð Oddsson hafa allar þakkir fyrir að bjóða þjóðinni krafta sína enn á ný, þá bestu sem völ er á í þessum forsetakosningum á örlagatímum í heimssögunni.
Núna þegar við verðum vitni að hörðustu átökum í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina, þar sem efnahag og tilverurétti þjóða er fórnað á altari nýs stórríkis ESB, er það afgerandi fyrir Ísland, hver verður næsti forseti á Bessastöðum.
Davíð Oddsson er sjóaður í stórbaráttu þjóðarinnar gegn spilltum peningaöflum og með hann í brúnni getur þjóðin varist frekari brotsjó í þeim ólgusjó sem framundan er.
Vertu velkominn sem forseti Íslands Hr. Davíð Oddsson.
xDavíð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:35 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir mál þitt Gústaf Adolf, en óttast hið versta .
Hrólfur Þ Hraundal, 25.6.2016 kl. 14:00
Vona líka.
Valdimar Samúelsson, 25.6.2016 kl. 20:15
Rafpeningar greiða fyrir möndlið; við það verður ekki ráðið.
Helga Kristjánsdóttir, 25.6.2016 kl. 23:24
Óskiljanlegt að traustur maður tapaði fyrir 2 þeim sem maður getur engan veginn treyst. Það vantar eitthvað þarna.
Elle_, 26.6.2016 kl. 00:48
Sæl núna hefur þjóðin sagt sitt og valið ESB-sinnann Guðna Th. Jóhannesson sem sjötta forseta Íslands. Í sömu mund er ESB að splundrast og rósturstímar framundan í Evrópu og heiminum.
Óvíst er að sagnfræðiprófessorinn að hefði náð kosningu ef umræða og aðdragandi kosninganna verið meiri, frjálst fall á fylgi Guðna frá tæpum 70% í fyrstu skoðanakönnunum (spurðu þeir kosningastjórn Guðna?) í rúmlegan helming sýnir að fólk var að byrja að átta sig og hægt að spyrja, hvort fallið hefði haldið áfram ef kosningabaráttan hefði verið lengri.
Sagnfræðiprófessorinn var frambjóðandinn sem RÚV lyfti fram, hafði þrjár kosningaskrifstofur og stórt apparat til að vinna fyrir sig sem enginn annar frambjóðandi hafði.
En núna eru úrslitin sem sagt kunn og ESB sinnum hefur tekist að ná völdum á Bessastöðum. Mun það verða þjóðinni hemill á vörn sjálfsákvörðunarréttarins, þegar ESB-stórríkið vex fram og beytir öllurm brögðum til að eyðileggja þjóðlegt form ríkja Evrópu.
Meira um þetta á morgun. Kærar kveðjur,
Gústaf Adolf Skúlason, 26.6.2016 kl. 02:00
Góður var pistillinn, Gústaf, en dugði ekki til.
Við verðum sannarlega að halda vöku okkar og veita nýjum forseta aðhald, hvenær sem ástæða virðist til. En við getum líka vonað hið bezta, og hvernig eigum við að taka orðum Guðna um Brexit á föstudagskvödið í Sjónvarpi -- sem jákvæðum gagnvart málstað okkar, fullveldissinna, eins og ESB-sinninn Egill Helgason virðist gera (sjá Eyjupistla hans, skyndilega allæsta gegn Guðna!), eða sem yfirborðsmennsku til að laða til sín atkvæði alls staðar frá?
Jón Valur Jensson, 26.6.2016 kl. 03:00
SÆæll Jón, þakka þér innlitið. Einvhern veginn er ég vantrúaður á orð hans. Verkin munu tala. Kíki á þetta og aftur hér á morgun. kkv
Gústaf Adolf Skúlason, 26.6.2016 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.