"Rannsóknarblaðamennirnir" ljúga í einum kór. Sjáið sönnunargögnin hér.

Það er makalaust að verða vitni að því, að ríkisfjölmiðlarnir RÚV og SVT ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í Reykjavík Medía halda því blákalt fram, að enginn undirbúningur hafi verið gerður fyrir viðtalsþáttinn fræga við þáverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmund Davíðsson.

Úr yfirlýsingu Reykjavík Media:
"Það er því ekki rétt sem Sigmundur Davíð hélt fram á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag að hann og starfsfólk hans hafi aflað gagna og reynt að svara öllum spurningum varðandi Wintris Inc og að handrit að þættinum hafi verið skrifað fyrirfram.

Undir þessa yfirlýsingu skrifa Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður Reykjavik Media, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss RÚV, Helgi Seljan, fréttamaður Kastljóss RÚV, Nils Hanson, ritstjóri Uppdrag Granskning SVT, Sven Bergman, fréttamaður Uppdrag Granskning SVT, Gerard Ryle, framkvæmdastjóri ICIJ. Í Svíþjóð sýndi SVT þátt, þar sem undirbúningnum var lýst mjög nákvæmlega, m.a. 81 dögum fyrir upptöku viðtalsins við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Var þessi þáttur ekki sýndur á Íslandi?Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.00.36 

Sænska sjónvarpið á "leynistað" Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sumarbústað í Borgarfirði 12. jan. 2016. Jóhannes segir stoltur: "81 dagar, 23 tímar og 15 mínútur eru þar til kvöldfréttirnar hefjast."Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.01.29 

Njósnað við stjórnarráðið í ReykjavíkSkärmavbild 2016-06-05 kl. 10.02.14.

Jóhannes setur svarta plastpoka í glugga á heimili sínu til að hindra að hægt sé að sjá inn.Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.04.58

"Við þurfum að undirbúa allt og æfa viðtalið og vera viðbúnir öllu."
Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.05.52

 

 

 

 

 

 

 


"Þetta er aðalmyndatökuvélin sem filmar forsætisráðherrann?"
Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.06.33"Það skiptir engu máli, hvort hann segir "já" eða "nei". Það verður merkið til þín að taka yfir."
Skärmavbild 2016-06-05 kl. 10.06.09

 

 

 

 

 

 

 




"Ef forsætisráðherrann stendur upp og fer vill ég geta fylgt eftir honum."

 

 


mbl.is Hafna fullyrðingum Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sænski þátturinn var sýndur hér nokkrum dögum eftir viðtalið við SDG, þ.s. Allt það sem hér kemur fram var sýnt.  Þessi yfirlýsing sýnir einbeittan brotavilja

Ragnhildur Kolka, 5.6.2016 kl. 11:41

2 Smámynd: Elle_

Klárlega einbeittur brotavilji gegn Sigmundi.  Og alveg planað.  Ósvífnin varð enn einbeittari þegar þau komu svo opinberlega með undirskrifaða lygi.

Rannsóknarblaðamennirnir voru nú ekki færari en svo að opinbera planið fyrst og koma svo með lygina.  Gustaf, þú ert rannsóknarblaðamaðurinn, ekki þeir.

Elle_, 5.6.2016 kl. 12:17

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar Ragnhildur og Elle. Ég varð bara svo hissa, þegar ég sá þessa yfirlýsingu Reykjavík Media, að það hvarflaði að mér að þátturinn hefði kannski ekki verið sýndur. Er þetta fólk með steinrunnið heilabú? Að halda að það sé hægt að ljúga svona upp í opið geð á fólki? Sven Bergman frá sænska sjónvarpinu segir í þættinum að nú sé hann á leiðinni til að fremja "kúpp" á íslenska forsætisráðherranum! Tala um að handrit sem var í smíðum í a.m.k. 3 mánuði hafi ekki verið til!

Gústaf Adolf Skúlason, 5.6.2016 kl. 13:00

4 Smámynd: rhansen

Mjög við i öðrum köndum yrði svona aðför að opinberum embættismanni kærð og lögsótt  ..og nátturlega engin önnur hæfa ,,En Rúv skákar i þvi skólinu að það se óhætt að fremja alls kyns óhæfu her ,þvi það se ekkert gert nema Tuða og svo se málið "DAUTT"  O g enn reynda þeir þar á bæ að verja ósómann og halda áfram með ósannar fullyrðingar ! 

rhansen, 5.6.2016 kl. 14:38

5 Smámynd: Agla

Ég sé ekkert athugavert við að fréttamenn búi sig vandlega undir viðtöl við forsætisráðherra Íslands. Hér er jú allt upp á borði og forsætisráðherrann var, að eigin sögn, með hreinan skjöld í skattamálum sínum og eiginkonunnar.

Agla, 5.6.2016 kl. 17:55

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ég veit ekki hvort þú sást mynd sænska sjónvarpsins Agla, en þar segir Sven Bergman, að þeir ætli að ljúga að forsætisráðherranum um markmið viðtalsins til að fá hann í viðtal. Hann segir, að þetta sé mjög umdeild aðferð og þeir beiti henni ekki oft en honum finnst það réttlætanlegt í þetta skiptið. Hann segir að sjónvarpsmenn ætli að fremja "kúpp" á forsætisráðherranum. Þannig talar enginn heiðarlegur fréttamaður sem er að undirbúa viðtal á eðlilegan hátt.....

Gústaf Adolf Skúlason, 5.6.2016 kl. 18:07

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er frábærlega gott, Gústaf, að þú opinberar hér þetta samsæri og hvernig í því lá. Og Ragnhildur Kolka og Elle draga vitaskuld réttar ályktanir af þessum staðreyndum.

Reka ætti Þóru Arnósdóttur úr starfi ritstjóra Kastljóss, að lokinni rannsókn málsins; ég held það sé alveg ljóst. Og yfirmaður Fréttastofu Rúv virðist hafa brugðizt hér sínum starfsskyldum.

Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 20:03

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Jón fyrir góð orð, þú ert sjálfur duglegur í baráttunni. Ég hef áður sagt, að mér finnst að það ætti að leggja niður Rúv og segja upp öllu starfsfólki og opna síðan langtum minni útvarpsstöð kannski af svipaðri stærð og útvarp Sögu, sem lifði þá án þess að kaupa auglýsingar. Þá væri fjölmiðlamarkaðurinn frjáls. Rúv hefur hafnað í afskaplega neikvæðum spíral sem ekki er hægt að komast úr á annan hátt að mínu mati. Rúv er orðið pólitískt valdaspillingarbæli sem skaðar þjóðina.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.6.2016 kl. 20:12

9 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

 Vondir menn komu Sigmundi á óvart og hann gat ekki annað en sagt ósatt. Er það málið? 

Tryggvi L. Skjaldarson, 5.6.2016 kl. 20:38

10 Smámynd: Elle_

Nei það er ekki málið.  Hann var sviðsettur með lygum og óleilindum, Tryggvi.  Hvar sagði hann ósatt?  Hverju laug hann?

Elle_, 5.6.2016 kl. 20:42

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Gústaf. Frábært að sjá að þessi grein þín hefur fengið verðugan lestur, komnir 4.568 gestir hér frá miðnætti. smile

Jón Valur Jensson, 5.6.2016 kl. 23:59

12 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Kannski hafa einhverjir misst af þætti sænska sjónvarpsins, ég veit ekki hvort hægt er að sjá hann frá Íslandi en hér er slóð á heimasíðu SVT en þar liggur þátturinn í rúma viku enn:

http://www.svtplay.se/video/7639352/uppdrag-granskning/uppdrag-granskning-sasong-16-avsnitt-10

Gústaf Adolf Skúlason, 6.6.2016 kl. 06:52

13 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Þetta er hræðilegt samsæri hjá SVT, í mörg ár hafa þeir endað allir sínar fréttir á "Vi vill Framsóknarflokkurinn död".

Jón Páll Garðarsson, 6.6.2016 kl. 08:27

14 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ekki held ég nú að SVT hafi nefnt Framsóknarflokkinn sérstaklega nema sem flokkinn sem fv.forsætisráðherra er formaður fyrir. Hins vegar eru vinnubrögð s.k. "rannsóknar"blaðamanna Uppdrag Granskning opinbert fyrirsátur við forsætisráðherra Íslands og þar með árás á íslensku ríkisstjórnina og íslenska ríkisins. Blaðamennirnir gerðu öllum ljóst eins og kom fram í þætti þeirra, að þeir hefðu logið að forsætisráðherranum og ætluðu að framkvæma "kúpp". Það átti líka að ná formanni samstarfsflokksins Bjarna Benediktssyni í leiðinni sem mistókst. 

Gústaf Adolf Skúlason, 6.6.2016 kl. 08:50

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að tala um "einbeittamn brotavilja" gegn Sigmundi Davíð eða "árás á íslensku ríkisstjórnina" í þessu tilfelli er út í hött. Það er ekki einfalt að uppræta spillingu meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar og að sjálfsögðu þarf að undibúa slíkt vel. "Eibnbeitti brotaviljinn" var hjá Sigmundi Davíð og Bjarna Ben en ekki hjá blaðamönnunum. Og að halda því fram að alþjóðasamtök blaðamanna séu að fara í alla þessa vinnu til þess eins að klekkja á Framsóknarfloknnum í gegnum Sigmund eins og Sigmundur sagði á fundi hjá Framsóknarflokknum um helgina er aumkunavert yfirklór hjá honum.

Þessi vinnubrögð voru blaðamönnunum til sóma enda tókst þeim að sýna forsætiráðherra í réttu ljósi og koma upp um mikla spillingu hér á landi. Þau viðbrögð að verja þessa menn eru stuðningur við áframhaldandi spillingu. Nú þarf að uppræta spillinguna og koma þessum spilltu stjórnmálamönnum frá völdum. 

Sigurður M Grétarsson, 6.6.2016 kl. 09:03

16 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Það virðist duga fyrir þig Sigurður að ef eggjum sé hent í alþingishúsið að þá sé löglegur dómur fenginn um spillingu þeirra sem þar vinna? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var borinn sökum og hrakinn úr starfi án nokkurs möguleika á því að mál hans væri tekið fyrir af löggiltum dómstólum. Þetta er æsingapólitík sem ekkert á skylt við lýðræði. Enginn er sekur fyrr en sekt hefur verið sönnuð.

Gústaf Adolf Skúlason, 6.6.2016 kl. 09:09

17 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki ólöglegt að eiga fé á aflandsreikningum sérstaklega þegar um erfðafé er að ræða. En með því að ljúga sig inn á SDG OG spyrða hann saman við einræðisherra sem rakað hafa til sín úr fjárhirslum ríkja sinna hafa þessir fréttasnápar unnið óbætanlegt tjón á ímynd Íslands.

Ragnhildur Kolka, 6.6.2016 kl. 09:28

18 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Þið þekkið greinilega ekki gòða rannsòknarblaðamennsku. Þessi aðferð er vel þekkt ì blaðamannaheiminum, faldar myndavèlar og fl. Kallast að taka menn ì bòlinu, gefa mönnum sem eru vanir þvì ekki færi à að ljùga sig ùr aðstæðum. 


SDG var spurður ì viðtalinu hvort hann tengdist aflandsfyrirtækjum og hann sagði nei. Hann laug.

 

Og samsærið nær allt aftur til ársins 170 fyrir Krist. Kató gamli endaði allar sínar ræður á: "Praeterea censeo Donecingata Categoriae esse delendam" (Auk þess legg ég til að Framsóknarflokkurinn verði lagður í niður!)

Jón Páll Garðarsson, 6.6.2016 kl. 09:49

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gústaf. Það féll eignin "dómur" við það að eggjum væri kastað í Alþingihsúsið. Dómurinn féll við það að SDG varð uppvís af lygum í sjónvarpsviðtali og að BB, sem er æðsti yfirmaður skattamála á Íslandi, gaf rangar upplýsingar á skattframtali. Það kom reyndar síðar í lós að SDG gaf ekki upp þær upplýsingar sem honum bar til skattayfirvalda og reyndi að klóra í bannann með því að segja að honum hafi ekki verið skylt að gera það en sú fullyrðing var hrakin af sérfærðingum í skattamálum.

Sigurður M Grétarsson, 6.6.2016 kl. 09:56

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Gústaf,

þú misskilur og rangtúlkar yfirlýsingu RME og kýst að lesa hana ekki alla. í henni stendur:

Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason. Meðfylgjandi eru tölvupóstar frá Reykjavik Media, ICIJ og SVT sem sendir voru á aðstoðarmann Sigmundar Davíðs þar sem honum er boðið í viðtal. Að auki bauð ritstjórn Kastljóss Sigmundi Davíð og eiginkonu hans ítrekað í viðtal eftir að samstarf Reykjavik Media og Kastljóss hófst. Það var ekki skilyrði að Jóhannes Kr. Kristjánsson tæki viðtalið ef Sigmundur Davíð vildi það síður.

Það er því ekki rétt sem Sigmundur Davíð hélt fram á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag að hann og starfsfólk hans hafi aflað gagna og reynt að svara öllum spurningum varðandi Wintris Inc og að handrit að þættinum hafi verið skrifað fyrirfram. Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi.

Sjónvarpsmennirnir eru m.ö.o. að segja að handritið að Kastljósþættinum langa þar sem viðtalið við Sigmund var sýnt hafi verið endanlega klárað skömmu áður en þátturinn var sýndur á rundvelli þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir, en ekki löngu fyrirfram, eins og Sigmundur virtist gefa í skyn með orðum sínum.

Sjónvarpsmennirnir voru alls EKKI að segja að spurningarnar höfðu ekki verið settar á blað fyrirfram, þær voru það. Og fjölmiðlamenninir mætu vel undirbúnir. Þannig vinna fjölmiðlamenn sem vanda sig.

AÐALatriðið er ÞETTA: Sigmundur RÉÐ ÞVÍ SJÁLFUR hvernig hann svaraði spurningunum. Svör hans voru ekki partur af neinu sænsku handriti, Sigmundur á heiðurinn af þeim alveg sjálfur.

Skeggi Skaftason, 6.6.2016 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband