Sagnfræðingur í þorskastríði á lítið erindi á Bessastaði
2.6.2016 | 09:12
Ég horfði á útsendingu af fyrirlestri um þorskastríðin í Háskólanum í gær.
Sagan sem forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson vill að við munum eftir er þessi:
Þorskastríðin voru engin stríð (1000 manns þurfa að falla í valinn svo hægt sé að kalla það stríð).
Þorskastríðið er enn í gangi.
Átökin voru mest á landi en á lítil á sjó (rifrildi varðskipsmanna við embættismenn, embættismanna við stjórnmálamenn og stjórnmálamanna við hvern annann).
Af vorkunnsemi við Íslendinga gerði USA samkomulag við Breta um að leyfa Íslendingum að fá stærri landhelgi.
Íslendingar eru afvegaleiddir af stjórnmálamönnum með þjóðrembu og hetjusögum.
Guðni Th. Jóhannesson er ekki sagnfræðingur í hefðbundnum skilningi þess orðs og því alrangt að bera hann saman við t.d. Kristján Eldjárn sem virti staðreyndir í fræðistörfum sínum.
Guðni Th. veltir sér upp úr umræðu þess tíma þegar sögulegir atburðir gerast. Titill hans ætti því með réttnefni að vera stjórnmálaumhverfisfræðingur eða viðræðusérfræðingur eða þess háttar.
Að reyna að útskýra söguna upp á nýtt með marxískri fræðikenningu er dæmt að mistakast.
Hvernig ætlar sagnfræðingurinn að líkja Íslandi við Norður-Kóreu í dag?
Áhersla lögð á hlutleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.