The winner takes it all

Bessastadir2Frambjóðendur fóru af stað,
Þá voru þeir tíu.
Einn fékk ekki vottorðið
og eftir urðu níu.

Níu frambjóðendurnir
byrjuðu að þrátta.
Einn þeirra skaust upp á þak
og þá voru eftir átta.

Átta góðir frambjóðendur
heilsuðu klukkan tvö.
Einn þeirra missti hendina
en þá voru eftir sjö.

Sjö sætir frambjóðendur
snæddu bótox kex.
Varirnar duttu af einum
og eftir urðu sex.

Sex skýrir frambjóðendur
sungu dimmalimm.
Einn fór út af laginu
en þá voru eftir fimm.

Fimm fræknir frambjóðendur
héldu að þeir væru stórir
Einn þeirra fékk á hann
og eftir voru fjórir.

Fjórir fínir frambjóðendur
eltu nokkrar kýr.
Einn þeirra datt í holuna
en þá voru eftir þrír.

Þrír þolnir frambjóðendur
þorðu nú varla meir.
Einn þeirra fékk martröð
en þá voru eftir tveir.

Tveir brattir frambjóðendur
einn þeirra var orðinn seinn.
Sá breytti ekki sögunni
svo eftir varð bara einn.

Einn flottur frambjóðandi
varð forseti fyrir vikið.
Fluttist inn á Bessastaði
og er það nokkuð mikið.

 

Með kveðju til Davíðs Oddssonar 
og ósk um að sjá hann sem næsta forseta Íslands.Davíð


mbl.is „Bjartsýnin fer vaxandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Einn slæmur síðuritari

vildi upp á dekk

til að kæta sinn foringjahlekk

En svo varð hann sjóveikur.

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 13:32

2 Smámynd: Elle_

Er Jónas orðinn ringlaður og sjóveikur af ótta við að Davíð verði næsti forseti?

Elle_, 22.5.2016 kl. 20:57

3 Smámynd: Elle_

Get ég bætt inn þessu úr pistli hins mikla fullveldissinna, Jóns Bjarnasonar?:

Lúðvík Jósepsson hefði aldrei sótt um aðild að ESB

Fróðlegt væri að heyra afstöðu ræðumanna einmitt til ESB umsóknarinnar á örlagatímum vorið 2009 og þeim leik að eldinum sem þá var leikinn með fullveldi þjóðarinnar. Í þessum efnum þarf að tala skýrt. Það er svo auðvelt að berja sér á brjóst eftir á sem getur verið of seint.

Lúðvík Jósepsson hefði aldrei sótt um aðild að ESB

Elle_, 22.5.2016 kl. 22:22

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei aldrei,ég átti því láni að fagna að vinna með Steinari syni hans að íþróttamálum í Kóavogi. Pott þéttur strákur,en aldrei hefði svo mikið sem hvarflað að manni að spyrja hann þvílíkra spurninga,hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa þessa skömm að hálfu allt of margra ísendinga,en virðist ganga fyrir mútum,þótt vilj ekki fullyrða það. Góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 03:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Íslendinga skal það vera.

Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2016 kl. 03:04

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka ykkur stuðninginn góðu konur. Vísurnar ofan voru nú bara til gamans, tíu litlir negrastrákar ómaði í kollinum á mér og ég geri nú engar kröfur um að á þetta verði litið sem neitt bókmenntaafrek :)

En merkilegt að sumir virðast ekki þola að nafn Davíðs Oddssonar sé nefnt, hvað þá að lýst sé stuðningi við manninn, sem verið hefur í fremstu víglínu gegn bankasvindlurum á Íslandi. Allt hefur farið eftir sem bæði William Black sérfræðingur USA í fjárglæpum og Eva Joly sem aðstoðaði í baráttunni við glæpamenn á Íslandi: Þessir menn eru mjög meðvitaðir um þýðingu fjölmiðla og oftar en ekki kaupa þeir slíka og byrja á því að ráðast á þá sem eru þeim erfiðastur ljár í þúfu. Minnumst þess, að Baugskumpánar reyndu margsinnis að múta Davíð Oddssyni en hann var ekki falur fyrir allan auð heimsins til að svíkja íslensku þjóðina. Bara vegna þess ættu Íslendingar að kjósa hann sem forseta.

Gústaf Adolf Skúlason, 23.5.2016 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband