Brexit "sprengir ESB innanfrá" því önnur ríki vilja líka "flýja"
12.4.2016 | 21:09
Áróður gegn Bretum er í fullum gangi. Martin Schulz forseti Evrópuþingsins vill gera Breta seka um mistök ESB. Hann viðurkennir, að afar margt fólk hafi glatað trausti á ESB og líti núna á Brussel sem dragbít í veginum við að leysa vandamál Evrópu.
Í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung varaði hann við að atkvæði fyrir Brexit í sumar myndi leiða til "sprengingar ESB innanfrá" þar sem mörg þeirra 27 ríkja sem yrðu eftir myndu einnig vilja "flýja".
Martin Schulz telur að gangi Bretar úr ESB munu mörg önnur ríki boða þjóðaratkvæðagreiðslu um veru sína í ESB.
"Við erum á niðurleið í Evrópu eins og er. Traust margra á stofnunum yfirleitt hvort sem um þjóðlegar eða Evrópustofnanir er að ræða, er glatað."
"Ef Bretar ganga úr ESB munu koma kröfur um fleiri flóttaatkvæðagreiðslur."
Schultz viðurkenndi að það sé útbreidd skooðun núna, að ESB ráði ekki við grundvallar erfiðleika eins og skuldastórslys evrunnar, flóttamannakreppuna og hryðjuverkaógn.
"ESB var stofnað til að verða verkfæri til að leysa vandamál en mörgum finnst að ESB sé frekar hluti vandans." Martin Schultz telur að þjóðlegir leiðtogar nái ekki til hjarta fólks með stuðning sinn við ESB og vill að þjóðarleiðtogar sendi "skýr skilaboð" gegn anti-Brussel tilfinningum.
Viðtalið við Martin Schultz kemur um viku eftir að ESB ákvað að hunza alfarið niðurstöðu kosninga í Hollandi, sem sýndu að Hollendingar vildu ekki að ESB gerði útvíkkunarsamning til Úkraínu sem hleypir landinu í Schengen. Áður sýndu skoðanakannanir að Hollendingar vilja fá tækifæri að greiða atkvæði um veru sína í ESB.
Forseti Tékkalands Bohúslav Sóbotka hefur varað við að Tékkar myndu fylgja Brexit með Czexit. Ný skoðanakönnun sýnir að meira en helmingur Frakka vilja fá að kjósa um veru sína í ESB.
Í viðtali við Bloomberg News nýlega segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini sem stundum hefur verið kallaður Dr Doom vegna spár sinnar um fjármálakreppuna 2008, að útganga Breta úr ESB þýði endalok ESB: Ef Bretar kjósa um að ganga úr sambandinu munu Katalóníuíbúar fylgja á eftir og segja skilið við Spán. Síðan munu Svíar ganga út þar sem ekki sé hægt að vera í ESB án Breta og önnur ríki sem ekki hafa evruna munu einnig vilja ganga út. Þetta verður upphafið að endalokum Evrópusambandsins."
Brexit, Grexit, Frexit, Dexit, Swexit, Spexit..... EXIT!
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.4.2016 kl. 08:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.