"Hann mun hata mig á meðan hann lifir"
6.4.2016 | 23:41
Þannig svaraði Jóhannes Kr. Kristjánsson hlæjandi þáttargerðarmanni sjónvarpsþáttarins Uppdrag granskning hjá sænska sjónvarpinu, Sven Bergman, við æfingu á uppsetningu gildru forsætisráðherra Íslands sem koma átti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni frá völdum. Jóhannes Kr. Kristjánsson er að tala um forsætisráðherrann og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni hata hann á meðan Sigmundur lifir. Í kynningu þáttarins í Svíþjóð 6.apríl sagði stoltur kynnirinn að þetta viðtal þáttarins hefði þegar skilað þeim góða árangri, að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði sagt af sér embætti. Það bæri að þakka þáttargerðarmönnum fyrir.
Þátturinn fjallaði að mestu leyti um umsátrið fyrir forsætisráðherra Íslands og á blygðunarlausan hátt var sagt frá og sýnt, hvernig sænsku þáttargerðarmennirnir undir leiðsögn Sven Bergströms lögðu gildru fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson. M.a. var æft hvernig ætti að bregðast við ef forsætisráðherrann gengi út og hvernig kvikmyndatökuvélar skyldu staðsettar svo hægt væri að gefa sem hallærislegasta mynd af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Sven Bergman þáttargerðarmaður sænska sjónvarpsþáttarins Uppdrag granskning leggur á ráðin við undirbúning og skipulagningu gildrunnar fyrir íslenska forsætisráðherrann. Í þættinum er á blygðunarlausan hátt sagt frá því að Uppdrag granskning er notað sem agn sem forsætisráðherra Íslands á að bíta á.
"Það er umdeilanlegt af okkur að koma til Íslands og láta sem málið fjalli um eitthvað annað og plata hann en þetta er eina leiðin til að fá hann til að mæta," segir Sven Bergman. Jóhann Kr. Kristjánsson er sammála og segir: "Mér finnst að við setjum allt upp og æfum samtalið. Og verðum þannig vel undirbúnir fyrir allt saman."
Komið er við á "leynistað" Jóhannesar, sumarbústað í Borgarfirði þar sem hann getur starfað í "ró og næði" við undirbúning afhjúpunar á skattasvindli forsætisráðherra Íslands. Heima í íbúð Jóhannesar talar eiginkonan um hræðsluna hvað verður um þau, þegar upp kemst um svindlið. Leyndardómurinn er svo mikill að svart plast er í gluggum til að hindra innsýn og eiginkonan á í vandræðum með að útskýra fyrir vinkonunum að hún sé ekki "deprímeruð".
Á einum stað les Sven: "Á Íslandi ætlum við ásamt Jóhanni að framkvæma kúpp til þess að heppnast með stærstu afhjúpunina í öllum heiminum. Forsætisráðherrann hefur sagt já við að koma í viðtal sem við þykjumst að eigi að vera saklaust viðtal við hann um hvernig Ísland hefur reist sig við eftir fjármálakrísuna."
Á öðrum stað les Sven: "Forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er heimstjórnmálamaður, þekktur fyrir sjálfsöryggi sitt og viðræðuhæfileika. Hvernig mun hann bregðast við, þegar við spyrjum hann óvænt spurningar um aflandsfélag og sýnum undirrituð gögn um afhendingu helmings félagsins til eiginkonu sinnar á 1 dollar?"
Síðan segir Sven Bergman: "Það skiptir þannig engu máli hvort hann segir "já" eða "nei". Það verður merkið fyrir þig að taka yfir." Jóhannes svarar: "Ef hann spyr Hvað gengur á hér? þá getur þú sagt: Samstarfsmaður minn Jóhannes hefur tekið yfir viðtalið."
Sven hlær og segir: "Þú munt hata mig alla ævi ef mér mistekst þetta."
Jóhannes: "Nei, en hann mun hata mig á meðan hann lifir."
Stjórnarandstaðan er í rusli líka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2016 kl. 09:46 | Facebook
Athugasemdir
Og þetta eru siðvæðingarstjórar landsins!
Ragnhildur Kolka, 7.4.2016 kl. 11:29
Sæl Ragnhildur, þáttastjórnendur eru máltækisvæðarar "margur heldur mig sig". Þeirra siðferði er það sem þeir klína á aðra. Ég vona að þátturinn verði sýndir á Íslandi svo þjóðin sjái þessa blaðamennsku sem gengur út á að klekkja á fólki. Ég held að meira eigi eftir að koma upp úr þessarri tunnu. Það er að segja hverjir það eru, sem hafa hagsmuni af því að núverandi ríkisstjórn nái ekki efnahagslegum markmiðum sínum. Kemur ábyggilega ýmislegt í ljós ef 110 ára skjölin verði opnuð og nafnleynd aflétt á eigendum hrægammasjóða.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.4.2016 kl. 12:50
Það er aldeilis gott siðferðið hjá þessum blaðamönnum, hér er góð fyrirsögn "Lygari grípur annan að lygi".
Fyndnast af öllu er að þessir einstaklingar átta sig ekkert á því að þeir eru ekkert betri þegar að kemur að siðferðinni og lygunum en þeir aðilar sem þeir saka um siðferðaleysi og lygar.
Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að margur landinn tekur öllu sem frá fréttamönnum kemur með miklum fyrirvara, reikna með að frétt sé lygi þangað til að maður er búinn að sannreyna sjálfur, það er sorglegt að sjá hvað fjölmiðlar hér heima hafa mikla þörf á að búa til fréttirnar í staðin fyrir að gegna sínu hlutverki sem er að miðla fréttum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.4.2016 kl. 14:01
Þakka þér Gústaf fyrir að opinbera þetta plott Jóhannesar og félag hans í Svíþjóð. Mbl birti nú í hádeginu fréttir af þessu, en fróðlegt verður að vita hvort RÚV muni sýna herlegheitin.
Það hlýtur að standa Jóhannesi og RÚV næst að biðja Sigmund Davíð fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við hann og sú fyrirgefningarbeiðni ætti að eiga sér stað augliti til auglitis við hann í fréttatíma og Kastljósi RÚV og víðar og það endursýnt nokkrum sinnum. Síðan ætti Jóhannes að segja af sér allri blaðamennsku og öll fréttastofa RÚV.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.4.2016 kl. 14:50
Ég verð að lýsa algerri hneykslum minni á því hvernig þú setur þetta upp, Gústaf. Á sama tíma og æðsti ráðamaður landsins er staðinn að lygum og reynist hafa falið fé í skattaskjóli og er þar við hliðina á eiturlyfjabarónum, fjármagnendum hryðjuverka og spilltustu harðstjórum Miðausturlanda, er stærsti ásteytingarsteinninn að þinu mati, smávægilegt hliðarspor frá skátadrengjablaðamennsku.
Gerirðu þér virkilega ekki grein fyrir því hvílíkt dómgreindarleysi forsætisráðherrann sýndi? Sagt hefur verið að krónan hefði hrunið vegna þessara frétta, ef ekki væri fyrir gjaldeyrishöftin. Krónan hrundi ekki, en ef gengi gjaldmiðla er á frjálsum markaði, ræðst það af tiltrú markaða á efnahagslífi viðkomandi lands. Þar á meðal og ekki síst hvernig æðstu ráðamenn hegða sér í fjármálum.
Tiltrúin á Íslandi hefur hrunið. Hvað heldurðu að aðrir kröfuhafar bankanna, sem eru í samningsferli við m.a. ríkið í hrunuppgjörinu, geri annað en að hlæja, þegar þeir vita að sjálfur forsætisráðherrann er í sama liði og þeir? Heldurðu að þeir taki þannig ríkisstjórn alvarlega? Ég veit að SDG er kominn á bak við tjöldin og er sjálfsagt enn að stýra úr skottinu, en tveir aðrir ráðherrar hafa líka verið að dekra við aflandsdjöfulinn.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 16:30
Síðan held ég að plastið í gluggunum, sé aðallega til að verja sig gegn innbrotum, sem eru algeng í sumarbústaði. Þó get ég vel skilið að Jóhannes óttist að sjást, þar sem spillingaröflin sem hann er að berjast við (og þú að verja) svífast einskis í að "taka menn niðu" sem eru ekki þóknanlegir þeim.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 16:36
RSK þarf að fá heimild til þess að aflétta þeirri þagnarleynd um persónulegar upplýsingar sem embættinu er sett. Margir einstaklingar sem skráðir eru á þennan lekalista fréttamanna hafa nú þegar sætt rannsókn hjá RSK og eru lausir allra mála. ENGINN ákærður enn!
Það er ekki ástæða til þess að leyfa þetta fréttaskúbb í því formi sem er. Fyndu viðkomandi fréttamenn týndu fjármunina frá hruninu (í stað þess að dreifa nöfnum þeirra sem nýttu sér hið frjálsa frelsi EES) mætti verðlauna þá!
Kolbrún Hilmars, 7.4.2016 kl. 17:12
Skilst að þátturinn verði sýndur á RÚV í kvöld og hvet alla til að sjá hann. Góð hugmynd Tómas að fyrigefingarbeiðni verði sett fram við fyrrverandi forsætisráðherra í Kastljósi RÚV. Sammála þér Halldór að best er að sjá og heyra sjálfur til að vita og sérstaklega þegar Pravda Íslands á í hlut með áróður sinn. Sæll Theódór, skil að þú sért hneykslaður en allt sem stendur í greininni er bara frásögn af þættinum Uppdrag granskning. RÚV och SVT eru engir dómstólar og lágmarks kurteisi við menn að vera heiðarlegur í samskiptum við þá í staðinn fyrir að nota miðilinn til að leiða fólk í gildru.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.4.2016 kl. 17:21
Takk Kolbrún, að maður tali nú ekki um að koma 1. fram með allan nafnalista Panama skjalanna (ekki bara fárra pólitískt útvaldra, alls 600 manns á Íslandi), 2. opna 110 ára leyniskjölin á Alþingi, 3. birta nöfn eigenda hrægammasjóðanna sem fengu tvo banka afhenta af síðustu ríkisstjórn.
Gústaf Adolf Skúlason, 7.4.2016 kl. 17:24
Gleymdi að segja Theódór, að svörtu plastpokarnir voru á gluggum heimilis Jóhannesar, ekki sumarbústaðarins. En þú sérð þetta væntanlega í kvöld annars er hér linkur á sænska sjónvarpið http://www.svt.se/ug/se-program/uppdrag-granskning-sasong-16-avsnitt-10?&autostart=false
Gústaf Adolf Skúlason, 7.4.2016 kl. 17:34
Allt í góðu, Gústaf, takk fyrir að benda á þetta með plastið. Ég sá reyndar sænsku útgáfuna í gærkvöld og horfi sjálfsagt aftur á þáttinn á RÚV í kvöld.
Við verðum bara sammála um að vera ósammála, erum þrátt fyrir allt samherjar í Icesave og ESB-málinu og góðir vinir. Viðurkenni þó alveg að þetta var harkaleg og umdeilanleg nálgun.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 18:03
Þakkir Theódór, bið að heilsa og gangi þér allt í haginn
Gústaf Adolf Skúlason, 7.4.2016 kl. 19:11
Takk sömuleiðis. Að öðru, en þó tengdu máli, hvað finnst þér um þátt Nordea-bankans í þessum Panama-skjölum? Mér sýnist þetta vera mjög stórt mál hér úti og hefur fengið mikla umfjöllun á SVT.
Theódór Norðkvist, 7.4.2016 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.