Píratasöngurinn

pirateEndursaminn ræningjasöngur:

Píratasöngurinn (lag Hvar er húfan mín, Kardimommubærinn)

Hvar er netið mitt? Hvar er talvan mín?
Hvar er félagslyndið, forvitnin og sanngirnin?
Hvar er rýnirinn? Og svarti leppurinn?
Fáninn minn og gamli, fúni fóturinn?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu lýðræði? Sérðu sjálfræði?
Sérðu frelsi, stefnu flokksins eða réttlæti?
Sérðu samstöðu, sérðu peninga?
Sérðu mistök eða afnám dauðarefsinga?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Sérðu töskuna? Sérðu flöskuna?
Sérðu eldinn, sérðu reykinn, sérðu öskuna?
Hvar er ESB? Hvar er stjórnarskrá?
Hvar er ræðan sem ég stakk í mína stóru tá?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Hvar er gagnrýnin? Og Svarta-Britta?
Hvar er Helgi, hvar er Ásta, hvar er Birgitta?
Þetta er ljótt að sjá, alltaf leita má.
Hvar er kóðinn sem við erfðum honum afa frá?
Ég er viss um að það var hér allt í gær


mbl.is Nýr Pírati tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeir ná ekki að komast í ráðandi stöður í Ríkisstjórn.

 Gömlu spilltu flokkarnir hafa áskrifandahóp sem dugar.

 Þeir- sjálfstæðismenn hafa LOGIÐ - SVIKIÐ OG EKKI STAÐIÐ VIÐ NEITT ORÐ SEM ÞEIR LOFUÐU ELDRIBORGURUM Á SÍÐUSTU MÍNÚTIUM FYRIR KOSTNINGAR ÞEGAR ÞEIR SÁU AÐ ÞEIR VORU ANSI LIÐFÁIR AÐ ATKVÆÐUM.

 nú standa þeir ekki við neitt.ÞEIR ERU FLOKKUR SEM KANN VIÐ AÐ LJÚGA FRAMMI FYRIR LANDSMÖNNUM.

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.2.2016 kl. 21:18

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Seint verður Sjálfstæðisflokknum kennt um ef Píratar ná ekki að komast í ráðandi stöður í Ríkisstjórn. Kannski er skýringa að leita í Píratasöngnum?......

Gústaf Adolf Skúlason, 1.3.2016 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband