Pútín hættulegri en ÍSIS
13.2.2016 | 11:59
Pútín hefur hafið för heims til heljar. Með íhlutun í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi til stuðnings einræðisherranum Bashar al-Assad hefur Pútin kastað teningunum og ekki verður aftur snúið. Bashar al-Assad sem búinn var að tapa stríðinu segist núna ætla að taka allt Sýrland tilbaka undir yfirráð sín. Landið er í rjúkandi rúst og hvorki Bashar né Pútín hafa áhuga né getu til að ryðja burt allri öskunni eða öllum líkunum og hefja endurreisnarstarfsemi Sýrlands. Nánasta framtíð Sýrlands felst því í enn fleiri líkum og öskubrenndum borgum.
Pútín hefur skapað einræðisríki í Rússlandi þar sem hann og fylkisstjórarnir stjórna öllu ríkinu. Hann hefur breytt lögum Rússlands, þannig að ef Nató eykur nærveru á eigin áhrifasvæði telst það samkvæmt rússneskum lögum vera bein ógn við öryggi Rússlands. Engann þarf því að undra, að ef Bandaríkin vilja hækka þak á fluggeymslu í Keflavík, að þá er það bein ógnun við Rússland skv. nýju varnamálalögum Rússlands. Nýju lögin eru liður í endurreistri heimsvaldastefnu Rússlands sem sýndi sig með hernámi Krímskaga og stríðinu í Úkraínu.
Því er engan veginn lokið og meiri hætta á að Rússar færi út áhrifasvæði sitt t.d. með hertöku svæða í norðurhluta Finnlands, Eystrarsaltslöndunum og hluta af landsvæði Svíþjóðar en að Úkraínustríðinu ljúki. Rússar hafa komið upp kjarnorkuflaugum í Kalingrad sem geta grandað flest öllum borgum í Evrópu á stuttum tíma. Flugher Rússa hefur æft kjarnorkuárásir á Stokkhólm og Gotland. Enginn þarf að draga í efa raunverulegan hernaðarmátt Rússlands né áætlanir þeirra um að endurheimta áhrif og forna stöðu Sovétríkjanna.
Annar sterkur þáttakandi á bak við vaxandi stríðsátök í heiminum er ungverski auðkýfingurinn George Soros. Í nýrri grein á heimasíðu Project Syndicate segir hann, að Pútín berjist í Sýrlandi til að koma ESB á hnén áður en Rússland hrynur efnahagslega 2017.
"Rússneskar flugvélar hafa kastað sprengjum á óbreytta íbúa í suðurhluta Sýrlands og þvingað þá á flótta til Jórdaníu og Líbanons...Rússland hefur einnig varpað sprengjum í stórum mæli á óbreytta íbúa í norðurhluta Sýrlands. Her forseta Sýrlands Bashar al-Assad hefur fylgt eftir með árásum á Aleppo, borg sem hafði 2 miljónir íbúa."
Soros segir það vera staðreynd, að "Rússland Pútíns og ESB eru fönguð í störukeppni: Spurningin er hvor þeirra fellur fyrst."
Soros telur að ríkisstjórn Pútíns verði gjaldþrota 2017, þegar borga þarf stóran hluta af erlendum lánum og þótt Pútín hafi ekki upphaflega farið í Sýrlandsstríðið til að auka flóttamannastrauma til Evrópu, þá hafi þáttakan verið mistök sem gerði hann að óvini Tyrkja sem bæði Rússar og Tyrkir tapi á. Hins vegar sá Pútín sér leik á borði og stríðið orðið að spurningunni um hvor fellur fyrst: Rússland eða ESB.
George Soros endar grein sína með þeim orðum að ÍSIS (og Al Qaeda á undan þeim) hafi uppgötvað Akkellisarhæl vestrænnar menningar: - hræðsluna við dauðann- sem þeir nýti sér til fullnustu.
Ég bendi á að George Soros er helsti talsmaður "New World Order" og vill fá eina ríkisstjórn og einn gjaldmiðil í öllum heiminum. Hann hefur ötullega hvatt ESB til að taka á móti fleiri flóttamönnum t.d. í annarri grein og telur að ESB eigi að taka á móti a.m.k. einni milljón flóttamanna árlega og borga hverjum þeirra mótsvarandi 2,2 miljónir ís.kr. árlega fyrstu 2 árin. Með allan þann auð og þau áhrif sem George Soros hefur í heiminum í dag, gæti því spurningin alveg eins verið, hvort Soros sé ekki hættulegri mannkyninu en Pútín.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Athugasemdir
Mynd þín gæti heitið örlagavaldar heimsbyggðarinnar. Rússland hefur undanfarin 100 ár spilað ótrúlega mikið hlutverk í heimspólitíkinni. Landvinningar keisarans og síðar heimsvaldastefna kommúnista virðast vera að taka á sig nýja myndir. Meirihluti Rússa er ekki fylgjandi stjórnarherrunum en í takamörkuðu lýðræði er fárra kosta völ en að fylgja.
Full ástæða er til að óttast þá nú eins og alla 20 öldina. Pútín ögrar heimsbyggðinni aftur og aftur með hervaldi og sendir nú herþotur til að ógnarverka í Sýrlandi. Vinstri menn á Íslandi afneita hættunni af Rússum undir forystu Pútín. Áróðri stjórnar Pútíns er dreift á Íslandi af "sakleysingum" í blöðum og útvarpi.
Skoðanir Soros á heimsmálapólitíkinni eru ekki nýjar af nálinni en allar trúverðugar. Með einum gjaldeyri fyrir heimsbyggðina myndi staðan vera önnur, en er hún raunhæf? Í hnotskurn eru málin eins og þú lýsir þeim. Við af eldri skólanum sem höfum víða ratað kemur þetta ekki að óvart. Átakapólitík sem engan endir ætlar að taka.
Sigurður Antonsson, 13.2.2016 kl. 23:08
Oftast er ég nú sammála Gustaf og Styrmi Gunnarssyni, en ekki í málinu um Putin. Sigurður, það eru ekki bara vinstrimenn sem eru ósammála hinni miklu hættu af Putin en margir þeirra eru hægrimenn. Og kannski miðjumenn og allavega menn. Putin er okkar sterkasti bandamaður gegn ógninni ISIS.
Elle_, 14.2.2016 kl. 00:19
Sæl og þakkir fyrir innlit og athugasemdir. Er sammála þér Sigurður og einnig lýsingum þínum á "sakleysingjum" sem dreifa áróðri Pútíns. Áróðursstarfssemi er sú hernaðarlist sem Rússar og Pútín kunna vel. Ein alheimsstjórn og einn gjaldmiðill er fantasía afdankaðra auðmanna sem trúa því, að þeir geti fengið einkarétt á peningakerfi alls heimsins og þar með völd yfir öllu mannfólki á jörðinni.
Elle, tíminn mun leiða sannleikann í ljós. Rússar hafa hótað stórstyrjöld ef Tyrkir blanda sér í stríðið sem er næsta skref í Sýrlandsstríðinu. Tyrkland er NATÓ meðlimur sem þýðir stríð Rússa við Nató. Rússar hafa Írani og Kínverja með sér og Obama er nýbúinn að afhenda Írönum 1,7 miljarði dollara sem þeir nota m.a. til hergagnakaupa.
Gústaf Adolf Skúlason, 14.2.2016 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.