Einstakur árangur Íslands afgerandi fyrir framtíðina

rikisstjorninSú efnahagsmynd sem fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson sýnir, að það sé raunhæft markmið "að ríkissjóður beri engar hreinar skuldir innan 10 ára" hlýtur að teljast með stærstu gleðifréttum þessarra áramóta.

Þessa skýra sýn og góða markmið varpar ljósi á þau umskipti sem orðið hafa í efnahagslífinu frá örlagdögum haustið 2008. Staðan frá því að vera hársmán frá gjaldþroti yfir í skuldlaust þjóðarbú staðfestir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og sannar hæfileika ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. 

Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna undir forystu Davíðs Oddssonar lagði grunninn að nær skuldlausu þjóðarbúi áður en skuldabóla útrásarvíkinganna sprakk. Þær styrku stoður stóðu af sér versta skellinn. Íslenska krónan dempaði hrunáhrifin og eftir eyðslustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem vildi og gerði allt til að setja landið í gjaldþrot kusu landsmenn ábyrga stjórn sem er að skila þessum sögulega árangri. Óhaldbær kostnaður vinstristjórnarinnar hefur hindrað enn fljótari efnahagsbata en ekki þýðir að syrgja þá spilltu mjólk nú, þegar efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar skilar slíkri gleðifrétt, að þjóðin geti verið skuldlaus innan 10 ára. 

Á sama tíma er draugur efnahagskreppunnar að undirbúa áhlaup nr 2 víða um heim og verður sú mynd ekki fögur. En Ísland tilheyrir þeim hópi landa sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðil og það ásamt skuldlausum ríkissjóð er besta efnahagsvörnin í þeim hremmingum sem fram undan eru.


mbl.is Engar hreinar skuldir innan tíu ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já það eru góðar fréttir, Gústaf.  En þessi orð eru sláandi: - - eftir eyðslustjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem vildi og gerði allt til að setja landið í gjaldþrot - - .  Já allt var gert til að koma okkur skríðandi undir ESB. 

Elle_, 2.1.2016 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband