Blóðug mannréttindabrot engin mótstaða til að fá formannsstólinn hjá mannréttindastofnun SÞ

Mannrettindi

Formaður Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna kemur of seint á fund í ráðinu. "Afsakið seinkunina, ég var upptekinn við að afhausa nokkrar manneskjur"

Sádi Arabía hefur klippt öll bönd við Íran: stjórnmálasamband, viðskipti og flugsamgöngur hafa verið stöðvaðar.

Skv. Reuters sagði utanríkisráðherra Sádí, Adel al-Jubeir, að "Sádi-Arabía ætti að njóta viðurkenningar fyrir aftökurnar á laugardaginn í stað þess að vera gagnrýnt".

Adel al-Jubeir segir að síamúslímski leiðtoginn og stjórnargagnrýnandinn Nimr al-Nimr hafi verið hryðjuverkamaður og tekið þátt í hryðjuverkaaðgerðum. Nimr al-Nimr hefur skv. öðrum heimildum alltaf talað skýrt fyrir gagnrýni án ofbeldis.

Sádi Arabía hefur áður beitt aðgerðum m.a. til að fá Bandaríkjamenn til að sýna lit í deilum í Miðausturlöndum. Íranir hafa löngum horft hýru auga á olíuríkidóm Sádi Araba. Eftir útspil Sádi hafa friðatilraunir í Sýrlandi verið jarðaðar.

Pútín hefur staðsett eldflaugakerfi í Sýrlandi sem getur skotið niður allar gerðir herflugvéla nema tveggja nýrra bandarískra tegunda og er þar með ókrýndur konunugur loftrýmis yfir aðalátakasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Framvinda mála í þessum heimshluta verða sífellt áhugaverðari en gæti jafnframt orðið þeim mun skelfilegri í nánustu framtíð.


mbl.is Deila Íran og Sádí Arabíu harðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að þetta sé til alls hins besta og fleirri ríki slíti stjórnmálasambandi við Sádana, það eru jú Sádarnir sem hafa mokað peningum í öfgva skóla og moskur og við erum að sjá afleiðingar síðustu 10 til 15 árin.

Látum Sádana drekka sína eigin tjöru.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.1.2016 kl. 00:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Gústaf Adolf í Svíþjóð, vel mælt hjá þér! Og gleðilegt nýtt ár, samherji, með þökk fyrir allt gott á þeim liðnu og alla þína baráttu.

Ég heyrði líka í þér áðan í endurteknum viðtalsþætti á Útvarpi Sögu, þar sem þú ræðir við Markús Þórhallsson hvern mánudagsmorgun, að ég held. Þökk fyrir það líka, vökumaður!

Jón Valur Jensson, 5.1.2016 kl. 02:38

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka ykkur innlitið Jóhann og Jón, góð orð og áramótaóskir. Árið virðst hafa allt til að bera til að verða ár stórra viðburða. 

Gleðilegt ár til ykkar beggja. 

Gústaf Adolf Skúlason, 5.1.2016 kl. 07:24

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er með ólíkindum hvernig fólk lítur til Sameinuðu þjóðanna með lotningu. Sem bjargvætt heimsins, þegar staðreyndin er sú að samtökin eru  botnlaust spillingarbæli. Þar komast blóðugir morðingjar til æðstu valda sbr. þessa mynd. Og gleymum ekki spillingunni sem átti sér stað í kringum "oil for food" sjónarspil Saddam Hussein. Það má færa rök fyrir því að eftirlátssami SÞ við þann harðstjóra hafi verið grunnurinn að stríðinu í Írak og öllum þeim hörmungum sem fylgt hafa í kjölfarið. Eins má segja að afstaða samtakanna til málefna fyrir botni Miðjarðarhafsins hefur viðhaldið glóð haturs í garð Ísraels sem engin leið er að slökkva.

Ég hef megna skömm á Sþ og undrast því ekki lengur skipan manna í embætti þar.

Ragnhildur Kolka, 5.1.2016 kl. 10:25

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk kæra Ragnhildur fyrir orð þín. Tek undir orð þín og afskaplega hvimleitt að sjá, hvernig SÞ er notuð af óyndismönnum fyrir eigin handaþvott. Það er grunnt á gyðingahatrinu og Ísraelsmenn eiga svo sannarlega ekki góða daga í þessu fári sem er framundan. Bestu kveðjur til þín og þinna.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.1.2016 kl. 14:02

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Afsakið að ég kom of seint. Ég var upptekin við að sprengja um 2.200 manns´í tætlur, þar af 1.500 óbreytta borgara og þar af rúmlega 500 börn. 

Þetta gæti Netanyaho forsætisréðherra Ísraela hafa þurft að segja árið 2014. Og einnig árið 2010 með reyndar aðeins lægri tölum.

Ísraelar er teknir góðir og gildir hjá Sameinuðu þjóðunum þó þeir brjóti reglulega flest ákvæði Genfarsáttmálans verðndi hegðun hermámsveldis og fremji reglulega vísvitandi fjöldamorð á óbreyttum borgurum.

Kínverjar eru einnig teknir góðir og gildir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þó þeir framkvæmi einnig reglulega aftökur og það oft eftir sýndarrétarhöld. Og til viðbótar hafa þeir hernumið Tíbet í hátt í 70 ár og kúgað íbúa þar með grimmilegum hætti.

Það er því óþarfi að taka Sádana sérsteklega út en ég er vissulega sammála því að það eigi almennt ekki að púkka upp á ríki sem fremja grimmileg mannréttindabrot svo ekki sé talað um fjöldamorð. En þá verður það að vera samkvæmt almennum reglum þar sem það sama gildir um allar þjóðir sem ástunda slíkt.

Sigurður M Grétarsson, 5.1.2016 kl. 18:14

7 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki man ég það gjörla, en fyrir nokkrum árum held ég að upp hafi komið deila út af veru Ísraels í þessari mannréttindastofnun SÞ. Gott ef þeir voru ekki reknir þaðan út.

Kannski veit einhver betur skil á því.

Hörður Þormar, 5.1.2016 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband