Hvernig ESB gæti hrunið 2016
29.12.2015 | 18:05
Í grein í The Telegraph skrifar Leo McKinstry um hvernig Evrópusambandið, sem á að verja Evrópubúa er sjálft orðið að stærstu hættu álfunnar.
"2016 gæti orðið árið þegar ESB liðast sundur og gerir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta þarflausa. Efnahagsmálin munu örugglega hafa afgerandi þýðingu í sérhverju hrunaferli. Þrátt fyrir endalausan jákvæðisáróður frá Brussel og jafnframt meiri stjórnun miðstýrðra peningamála hafa vandkvæði evrunnar ekki horfið. Hagvöxtur er áfram líflaus, aðeins 0,3 prósent á þriðja ársfjórðungi á meðan atvinnuleysisbótabiðraðirnar er jafn langar og áður. Atvinnuleysi á Spáni, sem stundum er hampað sem "kraftaverki" evrusvæðisins er 23%. Í Grikklandi er talan yfir 25%.
ESB getur ekki leyst hina langvarandi efnahagskreppu vegna þess að það er sjálft hluti vandamálsins. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill var reyndar aldrei neitt efnahagslegt frumkvæði. Þvert á móti var hann pólitískt stjórntæki til að ná markmiðum stórveldisins. Að þvinga saman jafn ólíkar efnahagsstærðir og Þýzkaland og Grikkland var dæmt frá byrjun til að enda í skuldum og athafnaleysi."
Og áfram skrifar McKinstry:
"Yfirhangandi skellur efnahagsstefnunnar blandast saman við áframhaldandi stórslys flóttamannastefnunnar sem er að rífa félagsmálaverksmiðju Evrópu á hol. Í stað þess að að verja evrópska menningu hefur ESB orðið að farartæki eyðileggingar á arfi okkar og auðkennum með leiðsögn opinna landamæra og fjölþjóðamenningar í bílstjórasætinu."
Á heimasíðu The Telegraph er spurt: Á Íhaldsflokkurinn að berjast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu? Svörin má sjá að ofan: 61% segja að flokkurinn eigi undir öllum kringumstæðum að berjast fyrir úrsögn Breta úr ESB, 27% vilja að flokkurinn geri það, ef Cameron tekst ekki að ná viðunandi samningum við ESB og einungis 12% segja nei.
Árið 2016 verður greinilega ár stórra atburða.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Athugasemdir
Væri óskandi að þessi ófögnuður liðaðist í sundur sem fyrst, svo aðildarríkin gætu aftur orðið sjálfstæð og stjórnað sér sjálf.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.12.2015 kl. 20:41
Takk fyrir innlit og athugasemd, tek undir með sjálfstæði og sjálfstjórn þjóða. Góðar kveðjur til þín og þinna Halldór.
Gústaf Adolf Skúlason, 30.12.2015 kl. 05:59
Ekki myndi ég gráta þá sundurliðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2015 kl. 14:03
Það verða þá krókódílstár - Gleðilegt ár Ásthildur.
Gústaf Adolf Skúlason, 30.12.2015 kl. 14:22
Svo sannarlega, og gleðilegt ár til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2015 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.