Lög um Seðlabankann löngu hernumin
27.12.2015 | 04:24
Það er víðar en í Sviss sem umræður og viðleitni til skilnings á því, hvernig fjármálakerfin virka, eru að brjóta sér farveg. Til eru tvær heimshreyfingar og tilheyrir Betra Peningakerfi annarri þeirra, þeirri sömu og Positive Money á Bretlandi.
Lygin um, að bankar láni aðeins út innlán viðskiptavina sinna er svo rótgróin, að flest allir stjórnmálamenn halda henni á lofti.
Í lögum um Seðlabanka Íslands segir í II 5. gr: "Seðlabanki Íslands hefur einkarétt til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjaldmiðil sem geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar.
Seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefur út skulu vera lögeyrir til allra greiðslna með fullu ákvæðisverði."
Í sumum löndum heims er svo komið, að skrifstofur banka taka ekki lengur við seðlum og mynt. Ef innlánendur banka t.d. í Svíþjóð þurfa að taka út reiðufé sem nemur hærri upphæð en hálfri milljón ísl. kr, þarf bankinn að fá skriflega pöntun með 3 daga fyrirvara. Sum einkarekin fyrirtæki taka einungis við greiðslukortum sem lögeyri.
Seðlar og mynt mótsvara 3% af peningamagni í umferð. 97% peningamagns eru tölur í tölvum. Ef innlánendur taka út meira en 3% í reiðufé mun allt kerfið hrynja.
Engir hafa kynnst veikleika fjármálakerfisins eins vel og Íslendingar eftir að bankaræningjar blésu út skuldabólu mótsvarandi 12 sinnum efnahagsstærð landsins. Eftirá er það nytsamlegt að skoða, hvernig ránið var framið með fulltingi stjórnmálamanna og eftirlitsaðila fjármálakerfisins. Flestir virðast hafa verið falir fyrir krónur og aura, en ekki allir sem betur fer.
Það þarf að afnema brotaforðakerfið og færa stjórn peningamagns í umferð aftur í hendur Seðlabanka Íslands. Bæta þarf orðum um stafrænar greiðslur í 5. greinina til að afnema vald einkabanka til að búa til peninga úr engu í tölvum sínum.
Í því hruni fjármálamarkaða, sem heimurinn stendur frammi fyrir, yrðu aðgerðir eins og talað er um í skýrslu Frosta ein besta vörn Íslands.
Bönkum bannað að búa til peninga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.