Allahu Akbar í stað Heil Hitler!

Hróp íslamistanna Allahu Akbar er sambærilegt við hróp nazista Heil Hitler! Orðin klingja á mismunandi tungum en þýða í raun það sama: Algjör undirgefni eigins lífs fyrir málstaðinn og guðinn eða foringjann. Bæði í nazismanum og íslamismanum fórnar fólk lífi fyrir málstaðinn, telur sjálft sig vera æðri öðrum kynstofnum eða trúarbrögðum. Drepur miskunnarlaust andstæðinga á hrottalegan hátt til að skapa hræðslu við sig og tryggja þjóðfélagsleg völd.

Markmið Íslamismans er að stinga kíl milli múslíma og allra annarra á Vesturlöndum til að þvinga múslíma til að gerast vígamenn ríkis Íslams. Kveikja hatur okkar á múslímum sem hóp, þótt flestir múslímar styðji ekki íslamismann. Þetta má aldrei takast.

Eftirfarandi bréf skrifaði Antoine Leiris á Facebook. Hann missti konu sína í árás hryðjuverkamannanna í tónleikahöllini Bataclan í París fyrir rúmri viku. Hér má sjá og heyra bréfið lesið upp á ensku: 

Í lausri þýðingu (lesið upp í morgunútvarpi Sögu): "Á föstudagskvöldið tóku þið líf einstakrar manneskju, ást lífs míns, móður sonar míns en þið munuð ekki fá hatur frá mér.

Ég veit ekki hverjir þið eruð og ég vill ekki vita það, - þið eruð dauðar sálir. Ef guðinn sem þið drepið fyrir í algjörri blindni hefur gert okkur að afmynd sinni, þá er sérhver kúla í líkama konu minnar sár í hjarta hans.

Þess vegna mun ég ekki gefa ykkur þá gjöf að ég hati ykkur. Þið sækist augljóslega eftir því en að mæta hatri með vonsku væri að falla fyrir því sama og hefur gert ykkur að þeim sem þið eruð. Þið viljið að ég sé hræddur? Að ég horfi grunsamlegum augum á mína samferðamenn? Að ég fórni frelsinu fyrir öryggi mitt. Þið hafið tapað. Sami leikmaður, sami leikur.

Loksins sá ég hana í morgun eftir bið í daga og nætur. Hún var jafn fögur og hún var þegar hún fór á föstudagskvöldið. Jafn falleg og þegar ég varð óstjórnlega ástfanginn af henni fyrir meira en 12 árum síðan. Að sjálfsögðu er ég yfirbugaður af sorg - þann litla sigur gef ég ykkur. En hann verður ekki langvarandi. Ég veit að hún verður með okkur alla daga. Og við munum hittast aftur í paradís frjálsra sálna. Þangað sem þið komist aldrei.

Við erum aðeins tveir sonur minn og ég. En við erum sterkari en herir heimsins. Ég ætla ekki að eyða meiri tíma í ykkur núna, því ég ætla til baka til Melvils, sem er nývaknaður eftir síðdegisblundinn. Hann er aðeins 17 mánaða gamall. Hann mun borða eins og venjulega alla daga, svo munum við leika okkur eins og alla aðra daga. Þessi litli drengur mun móðga ykkur með hamingju og frelsi.

Því þið munuð ekki heldur fá hatrið hans."


mbl.is Grípi til allra nauðsynlegra aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband