Íslamisminn hugmyndafræði ofbeldis eins og fasisminn

Haras RafiqSkelfilegt blóðbað Íslamska ríkisins í París í gærkvöldi og nótt lætur engan ósnertan. Um er að ræða stærsta hryðjuverk eftir seinni heimsstyrjöldina í Frakklandi og trúlega í Vesturheimi öllum. Ódæði sem þessi geta því miður gerst hvar sem er í hinum vestræna heimi og enginn er óhultur. Markmið hryðjuverkamannanna er að drepa eins marga saklausa, óvopnaða borgara og mögulegt er áður en þeir taka sitt eigið líf eða falla fyrir kúlum lögreglu- eða hermanna.

"Sofandi sellur" hryðjuverkamanna eru staðsettar um öll Vesturlönd og bíða bara skipana um að framkvæma hryðjuverk. Íslamska ríkið hefur beðið ósigra að undanförnu m.a. féll Móhammed Emwazi þekktur undir nafninu "Heilagastríðs Jón" nýlega og Kúrdar endurheimtu hinn mikilvægi bæ Sinjar mitt á milli Mósúl og Ragga í gær og kann það að hafa leyst út skipun um árásirnar í París.

Flestir nágrannar sem sænska sjónvarpið talaði við í nágrenni eins árásarstaðsins kenndu frönsku ríkisstjórninni um að draga á sig hryðjuverk Íslamska ríkisins með þáttöku sinni í stríðinu í Sýrlandi og Írak. Sögðu Frakkar á götunni, að Frakkland hefði ekkert að gera með þáttöku í stríði í Miðausturlöndum og er sá boðskapur í skærri andstöðu við boðskap ríkisstjórnar Frakklands og Hollande Frakklandsforseta, sem lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og gaf út stríðsyfirlýsingu gegn Íslamska ríkinu í kjölfar árásarinnar. Enginn getur séð fyrir áhrifum og afleiðingum árásarinnar en þau munu verða víðtæk og langvarandi. Í nótt bárust fréttir af íkveikju búða flóttamanna við Calais, þar sem þúsundir flóttamanna hafa aðsetur í þeirri von að þeim takist að komast yfir til Bretlands.

Sænska sjónvarpið tók áhugavert viðtal við Haras Rafiq í nótt sem lýsti vel hvernig leyniþjónustu Vesturlanda hefði verið kunnugt um í nokkur ár að sofandi sellur sem eru þjálfaðar fyrir hryðjuverk af þessu tagi eru staðsettar á Vesturlöndum og bíða skipana. Hann sagði að yfirvöld Vesturlanda yrðu að fara að taka fyrir róttækni ungra múslíma til sérstakrar athugunar, því íslamisminn væri ofbeldishugmyndafræði líkt og fasisminn. Haras Rafiq sagði að vegna frásagnar vitna um að árásarmennirnir hefðu hrópað "Allah akbar" og "Þetta er fyrir Sýrland!" að þá væri þetta árás íslamismans þótt ekki hefði værið ljóst í nótt, hvort um væri að ræða ÍSIS eða Al Qaeda eða fylgismenn Al Qaeda, sem hefðu gengið í lið með ÍSIS. Síðar tók Íslamska ríkið á sig ódæðið.

Hans Rafiq hjá brezku hugmyndaveitunni Quilliam gegn hryðjuverkum sagði:

"Við aðgreinum íslamisma, sem er pólitísk hugmyndafræði, frá íslam sem eru trúarbrögð á sama hátt og við greinum orðið social, hvernig við erum í félagslegu samhengi, frá sósíalisma sem er pólitísk hugmyndafræði. Við þurfum sem samfélag, bæði múslímir og ekki múslímir, að gera íslamismann álíka óvinsælan og gamaldags eins og fasisma, rasisma og aðra þá hluti, sem við viljum ekki hafa í samfélagi okkar. Samfélagið verður að byggja upp andstöðu gegn þessu á sama tíma og yfirvöld í gjörvöllu ESB verða að starfa betur saman til að hindra að svona árásir geti gerst aftur."

Annar sérfræðingur í hryðjuverkum Magnus Ranstorp hefur í mörg ár rannsakað róttækniferli, sem breyta ungum múslímum í hryðjuverkamenn. Honum hefur orðið áfátt í Svíþjóð, þar sem það hefur ekki verið talið pólitískt rétt að beina kastljósinu að ungum múslímskum karlmönnum sérstaklega. Í síðasta hefti Foreign Policy í Washington skrifar Ranstorp, að Gautaborgarhverfið "Angered hefur orðið að miðstöð fyrir heilagstríðsmenn sem fara til Sýrlands". Honum finnst að áhugaleysi sænskra yfirvalda á íslamskri öfgastefnu og umræður í Svíþjóð sem glórifíera Íslamska ríkið og hryðjuverk þess í Sýrlandi vera "alfarið út í hött":

"Það er svo furðulegt að frá stjórnmálahliðinni hefur maður ekki séð það sem er að gerast. Það er virk dagskrá í gangi sem gengur út á að tóna niður öfgarnar og gera íslamískt ofbeldi verulegt. Mörg samtök múslíma neita að taka afstöðu gegn Íslamska ríkinu.

- Umræðan er framandi raunveruleikanum. Hún hefur þó skánað aðeins í seinni tíð, þar sem það er svo augljóst, að Íslamska ríkið stendur fyrir ógeðslegu og algjörlega óréttlætanlegu ofbeldi."

 


mbl.is Ríki íslam lýsir yfir ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Gústaf fyrir gott innlegg þitt í umræðuna.

Í mörgum vestrænum ríkjum s.s. í Svíþjóð og Noregi þora stjórnvöld ekki að hafa skoðun á róttækni íslams af ótta við að verða kölluð rasísk eða óumburðarlind.  Þess í stað er öllum tekið opnum örmum og hver sem er boðinn velkominn á sósíalinn í ríkjum þeirra.  Þeir hafa ekki hugsað dæmið til enda, en þar sem flestir þessara flóttamanna/förufólks mun verða afætur þessara ríkja og litlu skila til baka, það er reynsla þeirra sem til þekkja.

Auðvitað eigum við að taka vel á móti þeim sem eru í raunverulegum vandræðum, en það ætti að tímabundið.  Margir koma til að hafa illt í huga og eru moskur notaðar til að espa upp óánægju, hatur og hefndargirni ungra múslíma.  Slíkum moskum á umsvifalaust að loka.

Það má aldrei verða svo að innflytjendur hafi yfirhöndina yfir framgangi mála í gistilandinu, ef þeir geta ekki beygt sig undir það siðferði og þær venjur sem við líði er í gistilandinu á umsvifalaust að vísa þeim á brott.  Það er ekki nokkur ástæða til að sætta sig við yfirgang aðfluttra sem í mörgum tilfellum niðurlægir gestgjafana upp í opið geðið.

Það gengur ekki að heimamenn hafi ekki stjórn á sínum eigin málum en verði í sífellu að taka tillit til aðfluttra, þeirra sem enga virðingu bera fyrir þeim sem hýsa þá, fæða og klæða.

Ef vestræn stjórnvöld fara ekki að vakna til lífsins og taka á þeim aðkallandi málum sem flóttamannavandinn er, þá mun illa fara og Evrópa ekki verða sú sem við höfum þekkt hingað til.

Eitt af því sem er hvað mest aðkallandi er ástandið í Sýrlandi og Írak.  Án þess að vera mikill hvatamaður stríðsátaka, þá er þó svo komið að ekki er hægt að leyfa hryðjuverkamönnum að leggja líf og limi milljóna manna í rúst og gera lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir það.  Það þarf að útrýma illskunni í þessum löndum að öðrum kosti mun Evrópa verða næsta Sýrland og það áður en langt um líður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.11.2015 kl. 19:35

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Tómas og þakkir fyrir góð orð þín. Hans Brun hryðjuverkasérfræðingur sagði í viðtali við sænska sjónvarpið eftir að ég skrifaði greinina ofan,  að ekki síðan á dögum Þriðja ríkisins hafi komið fram jafn ofbeldissinnuð, afgerandi hugmyndafræði eins og islamisminn. Líkti Hans íslamismanum við nazismann og sagði að Íslamska ríkið byggði ríki sitt upp á hugmyndafræði líkt og nazistar gerðu á sínum tíma. Á samfélagsmiðlum hylla stuðningsmenn Íslamska ríkisins ódæðið í París og að aðeins "8 ÍS-ljónum hafi tekist að drepa 153 og skotskaðað 300. ÍSIS sigrar". Útskýrt er að leikhúsið Le Bataclan hafi verið valið sem skotmark, því "þar safnast heiðingjar til að hlusta á konsert sem samanstendur af vændi og synd." Stade de France var valið vegna fótboltaleiks Frakklands og Þýzkalands, "því bæði löndin eru krossfararþjóðir". "Hinir ótrúuðu senda bræður okkar til Paradísar á meðan bræður okkar senda þá alla til helvítis." O.s.frv.

Bo Inge Andersson fréttaritari sænska sjónvarpsins skrifar á heimasíðu sjónvarpsins: "Íslamska ríkið finnst núna sem hernaðarafl í Evrópu." Hann segir að trú manna á að Íslamska ríkið væri svo upptekið af byggingu ríkisins, að það hefði ekki afl til að vera með aðgerðir utanlands líkt og Al Qaeda hafi sýnt sig vera misskilning, því Islamska ríkið væri núna komið til Evrópu. Hryðjuverkamennirnir velja saklaust fólk sem fórnarlömb sem breyti öryggismálum meginlandsins. Stóra verkefnið er að safna lýðræðisöflum saman alls staðar, bæði múslímum og ekki múslímum, í baráttunni gegn íslamismanum sem er raunveruleg ógnun við það frelsi og lýðræði sem við viljum búa við á Vesturlöndum.

Gústaf Adolf Skúlason, 15.11.2015 kl. 05:50

3 Smámynd: Elle_

Gustaf, takk fyrir þennan pistil.  Frábær pistill og líka það sem þið skrifuðuð undir honum.  Kannski notaðirðu orðið verulegt þar ég skildi að þú meintir óverulegt, nema ég hafi misskilið þig þar í pistlinum, Gustaf. 

Það er nú líka svo komið að innfluttir koma utan úr heimi og ógna og ráðast á íbúa húsa í borginni (og valda skemmdarverkum og stela) og lögregla á sumum lögreglustöðum gerir ekkert nema nota orðið "nágrannaerjur" og neitar að takar við kæru vegna ofbeldisins.   

Elle_, 15.11.2015 kl. 12:19

4 Smámynd: Elle_

Neitar að taka við kæru.

Elle_, 15.11.2015 kl. 12:22

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Elle og þakka þér fyrir innlitið og góð orð. Á sænsku segir Magnus Ransholt: "Det finns en aktivistisk agenda som går ut på att tona ner extremism och relativisera islamistiskt våld." Ég hefði kannski frekar átt að skrifa "gera íslamískt ofbeldi að raunveruleika" í staðinn, því mér sýnist Magnus meina að með því að gera lítið úr öfgunum hjálpar það ofbeldinu að taka form.   

Gústaf Adolf Skúlason, 15.11.2015 kl. 12:39

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

leiðrétting: Magnus heitir Ranstorp í eftirnafn

Gústaf Adolf Skúlason, 15.11.2015 kl. 12:41

7 Smámynd: Elle_

Já það er það sama og lögregla (og hluti af yfirvaldinu) á sumum lögreglustöðvum borgarinnar gerir, allavega einni stöð, Gustaf.  Hjálpar ofbeldinu að taka form með að gera ekkert og gera bara lítið úr ofbeldinu með að kalla einhliða ógnir og ofbeldi orðskrýpinu "nágrannaerjur" sem þeir ráði ekki við (og komi ekki við). 

Elle_, 15.11.2015 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband