Vinstri menn ryðja veginn fyrir nýfasisma og nazisma

tsipras-1Í janúar dönsuðu fylgismenn vinstriflokksins Syriza sigurdans á Syntagma torginu í Aþenu eftir stórsigur flokksins í þingkosningunum, þegar flokkinn vantaði herslumun á að fá hreinan meirihluta. Fyrir tveimur vikum dönsuðu Grikkir yfir stórsigri NEI við afarkostum Þríeykisins eftir augnabliks lýðræði.  Fyrir tveimur dögum ruddi óeirðalögreglan Syntagma torgið með táragassprengjum vegna þess að verið var að umbreyta NEI fólksins í JÁ þingsins."Íslenska leiðin" var myrt í gríska þinginu. 

Tsipras fer til sögunnar sem svikarinn sem fórnaði þjóð sinni á altari Þríeykisins og skrifaði undir uppgjöf ríkisins. Þríeykið fékk löggjafarvaldið í Grikklandi og verður uppboðshaldari sem setur eigur gríska ríkisins á brunaútsölu.

Neyðarpakki nr. 3 (miðað við 88,5 miljarði evra): 

Um 52% fer í afborganir af lánum til AGS, SE m.fl. og í vaxtagreiðslur

Um 43% fer í endurfjármögnun grísku bankanna, bætingu lausafjárstöðu bankakerfisins og fjármálafyrirtækja 

Um 5% fer til gríska ríkisins.

JÁ þingmennirnir hafa fórnað þjóðinni án nokkurrar tryggingar fyrir að fá neyðarlán til banka "í neyð". Trúlega fá Grikkir ekkert neyðarlán (þrátt fyrir að Bundestag hafi þvegið hendur sínar í dag, AGS getur neitað á lagatæknilegum forsendum) og útkoman verður GREXIT Spánverjum, Portúgölum, Írlandi og Ítalíu til varnaðar. Seðlabanki Evrópu og evran eru notuð til að loka bönkum þeirra sem malda í móinn.

Áætlun Dr. Schauble er að þvinga ríki til að játast vilja Þýzkalands og stofna 4. ríkið með eigin skattheimtu og fjárlögum. 

ESB splundrast og vinstri menn ryðja veginn fyrir nýfasisma og nazisma með eyðileggingu eigin þjóða í staðinn fyrir að snúa bökum saman með almenningi í baráttunni gegn þeirri ófreskju sem ESB er orðið. 

 


mbl.is Trúa á árangursríka niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel skrifað og glögglega, Gústaf !

Jón Valur Jensson, 17.7.2015 kl. 18:14

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Svo rétt Gústaf og vel sagt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.7.2015 kl. 18:53

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka góð orð ykkar Jón og Sigurður. Þegar vinstri flokkarnir í hverju landinu á fætur öðru svíkja þjóðir sínar eins og Syriza hefur nú gert í Grikklandi og Samfylkingin/Vg gerðu á Íslandi, þá hjálpa vinstri menn  þeim sem fara ránshendi um þjóðareigur og skilja eftir rjúkandi rústir. Vinstri menn réttlæta eyðileggingu lýðræðisins með "nauðsyn þess að bjarga bönkunum". Þær þrífast innan ESB þessar skaðræðissteingrímur.

Gústaf Adolf Skúlason, 17.7.2015 kl. 19:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, skaðræðissteingrímurnar, þær fyrirfinnast víða!

Jón Valur Jensson, 17.7.2015 kl. 21:05

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er ekkert nýtt. Hitler sagði að vinstri menn, kratar og kommúnistar, hefðu rutt veginn fyrir sig, - og vopnahlésssamningurinn 1918 og Versalasamningarnir hefðu verið kommum og krötum að kenna. 

Ómar Ragnarsson, 17.7.2015 kl. 22:12

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sagan endurtekur sig. Vinstri menn (Samfylkingin/Vg) læra ekki af sögunni og eru alltaf við sama heygarðshornið.

Gústaf Adolf Skúlason, 18.7.2015 kl. 00:42

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað, Gústaf! 

Jón Valur Jensson, 18.7.2015 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband