Sýningin um Grikkland liður í þróun alríkisins

kaupmaðurLeyniskýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem Reuters greinir frá í dag, sem leiðtogum ESB var kunnugt um s.l. laugardag áður en þeir fóru á "samninga" fund með Grikkjum, er enn eitt dæmið sem varpar ljósi á, að markmiðið með "samningnum" við Grikki er eitthvað allt annað en lausn á efnahagsvanda Grikklands. Þótt margt megi skýra með hatri dugir ekki sú skýring ein og sér til að skilja, hvað raunverulega er að gerast. 

Skýrslan segir að Grikkir þurfi a.m.k. 30 ára hlé á afborgunum, lengingu lánatímabils eða beina árlega styrki frá ESB eða mikla skuldaniðurfellingu til að lifa af efnahagsörðugleikana. Skýrslan bendir einnig á þann skaða, sem lokun bankanna hefur haft í för með sér á efnahagslíf Grikkja og leiðir til að endurreikna verði allar tölur upp á nýtt, sem þýðir nýja neyðaraðstoð. Þá segir, að leiðtogar ESB hafi árangurslaust reynt að stöðva skýrslu AGS þann 2. júlí þremur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Reiknar AGS með að skuldir Grikkja fari yfir 200% á næstu tveimur árum og verði 170% í stað 142% ár 2022. Núverandi "samkomulag" þýðir mikinn efnahagslegan afturkipp, sem leiðir til enn frekari þörf á fjárhagsaðstoð frá ríkjum evrusvæðisins. Fái Grikkland ekki lán á kjörum AAA ríkis muni landið vera í óhaldbærum skuldum næstu áratugina.

Ákvörðun um lokun bankanna í Grikklandi var ekki tekin af Seðlabanka Evrópu heldur af evruhópnum en sú ákvörðun hefur skapað mikinn usla og skaðað efnahagslíf Grikkja. Með þeirri ákvörðun var grískt efnahagslíf tekið í gíslingu. Sú ákvörðun sýnir að mati margra, að ESB er pólitískur valdaarmur lánardrottna, sem brýtur gegn yfirlýstum grunngildum ESB.

Í "samningnum" er skýrt ákvæði um, að lýðræðislegur réttur gríska þingsins til eigin löggjafar er tekinn af þinginu. Hefur áður þurft innrás með herliði og uppgjöf viðkomandi ríkis til að fá slíkar heimildir. 

Rétt er hjá þeim Grikkjum sem lýsa skilmálunum, sem þingið á að greiða atkvæði um á morgun, sem valdaráni. 

ESB notar Grikkland til að skapa skoðun til stuðnings yfirtöku ESB á fjárlögum aðildaríkjanna, a.m.k. evrusvæðisins. Kaflaskil eru orðin í þróun alríkisins.

 


mbl.is Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband