Vöggu lýðræðisins hent í hyldýpið
13.7.2015 | 11:41
Úr samkomulagi leiðtoga evruríkjanna aðfaranótt 13. júlí í lauslegri þýðingu: "Ríkisstjórnin verður að ráðfæra sig við og fá samþykki Stofnananna (=Þríeykisins/GS) fyrir öllum lagatillögum á viðkomandi sviðum í góðan tíma áður en þær verða opinberlega sýndar eða lagðar fyrir þingið." ( Á ensku: "Government needs to consult and agree with the Institutions on all draft legislation in relevant areas with adequate time febore submitting it for public consultation or to Parliament.")
Þetta er nú eitt af lítilræðunum sem forsætisráðherra Grikkja, Alexis Tsipras, fer með heim til Aþenu í dag. Maðurinn sem lagði í þjóðaratkvæðagreiðslu til að leyfa lýðræðinu að virka eitt andartak og hvatti þjóð sína til að kjósa NEI við tillögu sem ekki kemst með tærnar þar sem samkomulag næturinnar hefur hælana.
Ef Alexis Tsipras vinnur ESB-verk sitt vel verður honum sjálfsagt ríkulega launað af óreiðumönnum sem vilja éta afganginn af eigum Grikklands og útrýma lýðræðinu.
Samtímis er rætt um nýjan neyðarpakka upp á 82-86 miljarði evra til Grikklands, sem ekki getur borgað af rúmlega 300 miljarða evruskuld sinni í dag. Rétt eins og hagur landsins batni þá fyrst, þegar Grikkland fær að skulda tæplega 400 miljarða evra í staðinn.
Ekki furða að hagfræðingar heimsins skiptist í tvo hluti: Venjulega heiðarlega og svo hina sem eru ráðnir af bönkum. Þeir fyrrnefndu segja eins og t.d. Paul Krugman: "Að kalla þetta valdarán á algjörlega fullan rétt á sér." Þeir síðarnefndu segja það sem bankarnir borga þeim að segja, sem er: "Á meðan bankarnir fara ekki á höfuðið er allt í lagi."
Það eru kaflaskipti að lýðræðið er gjaldþrota.
Hjólastólahelreiðin er hafin.
Samkomulag í höfn í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.