Gleðilega þjóðhátíð 17. júní 2015!
16.6.2015 | 15:50
Einhver ágreiningur virðist vera um lýðræðið, þar sem tapsárir og athyglissjúkir Samfylkingarmenn, að því er mér virðist, vilja sundra fylkingu á Austurvelli og eyðileggja þá áratuga hátíðarhefð, að forseti Íslands leggur krans frá þjóðinni að styttu Jóns Sigurðssonar og fjallkonan ásamt forsætisráðherra flytja ávörp.
Skelfilegt, hvað það hlýtur að vera erfitt að sjá íslenska fánann að húni en ekki einn einasta ESB-fána í augnsýn svo langt sem augað nær. Kannski fjölmenna "mótmælendur" á Austurvöll með ESB-fánann til að þvinga uppgjöf þessarrar hræðilegu ríkisstjórnar sem þjóðin veitti tryggan stuðning í síðustu alþingiskosningum? Kannski birtist Juncker sjálfur eða hálffullur andi hans og reynir að fella Jón Sigurðsson af stalli með andremmunni einni saman? Eða þá Karmenu Vella valti yfir Austurvöll og berji dauðum makríl í höfuðið á Jóni til að koma vitinu fyrir þessa fádæmis þjóð sem engum vill hlýða og lætur fjallkonu flytja ávarp till jafnfætis forsetanum og forsætisráðherranum? Eða þá Gordan Brown komi með Kristínu Lagarde og máli AlKaída, evru eða ÍSÍS ásýnd á bæði Jón og alþingishúsið?
Draumur Samfylkingarinnar er að fá styttu af öðrum Jóni, sjálfu bankatrölli Íslands Jóni Ásgeir Jóhannessyni á Austurvöll. En eftir Icesave-ósigurinn og fall bankaskjaldborgarinnar er ekkert annað eftir en að hengja sig í saklausa þjóðlega athöfn í von um að ná athygli fjölmiðla.
Ég elska mína þjóð og hvet alla til að halda hressilega upp á Íslands farsældarblóm, Frónið okkar allra, hvort sem við erum heima eða heiman.
Ung sem gömul, frísk sem veik, fátæk sem efnameiri, lituð sem hvít, konur sem menn: TIL HAMINGJU MEÐ 17. JÚNÍ!
Höldum öll upp á 17. júní 2015 og gleðjumst yfir því, sem við eigum sameiginlegt.
Gleðilega þjóðhátíð!
![]() |
Fyrstu mótmælin á 17. júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir Gústaf A. Skúlason , Þessi dagur var heilagur foreldrum mínum og meðal annar þess vegna er hann mér heilagur.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.6.2015 kl. 22:26
Þakka þér sömuleiðis Hrólfur, þjóðhátíðardagurinn ætti að vera heilagur öllum landsmönnum. Við erum að halda upp á frelsi okkar sem sjálfstæð þjóð. Bestu hátíðaróskir og kveðjur.
Gústaf Adolf Skúlason, 16.6.2015 kl. 22:55
Ég er algjörlega sammála. Það er í lagi að mótmæla ALLA AÐRA DAGA EN ÞENNAN. Þetta setur "vinstri hjörðina" SKÖR NEÐAR en svei mér þá ég hélt að þetta lið kæmist ekki neðar í lágkúrunni, en "lengi getur vont versnað".
Jóhann Elíasson, 17.6.2015 kl. 09:20
Þakka góð orð þín Jóhann, er þér fhjartanlega sammála. Bestu hátíðaróskir og kveðjur.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.6.2015 kl. 09:33
Gleðilegan þjóðhátíðardag Gústaf og þakka þér fyrir pistilinn. Landsöluliðið ætlar að gera atlögu að deginum, en við látum það ekki takast. dagurinn er okkar.
Ragnhildur Kolka, 17.6.2015 kl. 10:19
Ég hlýt að gagnrýna þann sleggjudóm, sem birtist í þeirri alhæfingu að aðeins kjósendur eins flokks standi fyrir mótmælum á Austurvelli.
Vísa í bloggpistil minn um nauðsyn þess að láta þjóðhátíðardaginn og hliðstæðar hátíðir í friði.
Mótmæli því líka því að þúsundir Íslendingar vilji íslenska fánann í burtu.
Ómar Ragnarsson, 17.6.2015 kl. 13:42
Þakka þér sömuleiðis Ragnhildur og þér Ómar fyrir innlitið. Sammála þér að varðveita þjóðhátíðardaginn til sameiginlegra hátíðahalda. Svara seinna mótmælum þínum Ómar. Gleðilega þjóðhátíð.
Gústaf Adolf Skúlason, 17.6.2015 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.