Draugabílstjórinn Anti-Merkel er martröð Evrópu
31.1.2015 | 21:40
Der Spiegel getur vart hamið sig og uppnefnir Alexis Tsipras í nýjasta tölublaðinu. Draugabílstjórinn stendur skrifað með stórum stöfum þvert yfir framsíðuna. Fyrir ofan: Martröð Evrópu Alexis Tsipras.
Draumurinn um evruna sem hið nýja þýzka mark er brostinn. Við blasir martröðin, að Þýzkaland verði að fjármagna skuldir Grikkja sem enginn kjósandi í Þýzkalandi getur samþykkt.
Söngurinn er byrjaður aftur: Grikkir eru latir, vilja lifa á öðrum, of heimskir til að geta unnið o.s.frv. Að gefa eftir ómögulegar skuldir til skuldasjúkra er ekki að tala um annars breytist Evrópa á augnabliki í allsherjar Kúbu. Leiðtogar ESB geta ómögulega sætt sig við niðurstöður lýðræðislegra kosninga, þar sem helmingur grísku þjóðarinnar hefur sameinast um að gefa Þríeykinu fingurinn og taka til baka stjórn á eigin málum. Evran sundrar gjörvallri Evrópu í andstæðar fylkingar sem er undanfari enn stærri illdeilna og átaka sem eins og svo oft áður rífa Evrópu á hol.
Mynd frá stuðningsfundi Vinstri flokksins í Þýzkalandi við Alexis Tsipras formann Syriza. Á einu skilti stendur: "Þetta er virkilega Góða Nótt Frú Merkel!"
Allir eru ekki sammála hengingaról Þríeykisins og Frú Merkels.
Paul Krugman skrifar í New York Times 26. jan. um samning Þríeykisins við Grikki 2010 um að Grikkir fái lán gegn niðurskurði ríkisgjalda og skattahækkunum: "Þetta er athyglisvert skjal, í allra verstu meiningu. Þríeykið, sem þóttist vera harðsnúið fylgjandi raunveruleikanum, seldi efnahagshugaróra. Og gríska fólkið hefur verið að greiða verðið fyrir þessar blekkingar elítunnar."
Nigel Farage skrifaði 30. jan. í Daily Express: "Það sem við héldum að við værum búin að vera að horfa á í sjö ár núna var gjaldfelling Grikklands. Í raun og veru höfum við horft á Grikkland breytast í vanþróað ríki beint fyrir framan augun á okkur. Við erum komin í störukeppni um það hver blikkar augunum fyrst. Ef Tsipras stendur sig held ég að líklega verði Grikkland beðið um að yfirgefa evrusvæðið fyrir árslok."
"Ég hef mælt hátt og skýrt fyrir því á Evrópuþinginu að íslenska dæmið sanni, að það að vera sjálfstæður, hafa eigin gjaldmiðil og geta stjórnað bæði vöxtum og ríkisútgjöldum, sé betra fyrirkomulag.
Eins og allir hlógu að mér 2009. Þeir sögðu að Ísland væri ósjálfbjarga. Jæja lítið þá á Ísland í dag. Stöðugur 3% hagvöxtur, stöðugir vextir og verðbólgutölur."
Merkel útilokar skuldalækkun fyrir Grikki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.