Verra en ISIS og Pútín: Stjórnmálaóstöðugleiki Evrópusambandsins stærsta ógn heimsfriðar

eu2011b

 

 

 

 

 

 

Skv. nýrri skýrslu Eurasia Group er óstöðugleiki og óróleiki stjórnmála hjá Evrópusambandinu stærsta ógn gegn heimsfriðnum árið 2015. Slær ESB þannig bæði út ISIS og Pútin sem beinn hættuvaldur mannkyns.

Ian Bremmer stofnandi Eurasia hópsins með aðsetur í New York hefur birt lista yfir stærstu ógnir heims í enska Daily Express og segir í viðtali við blaðið, að hann "sé langt í frá nokkur svartsýnismaður." Hann segist hins vegar finna fyrir stórveldapólitískum fyrirboða í fyrsta skipti síðan fyrirtækið hóf göngu sína 1968. Hópurinn setur stjórnmálin í Evrópu í fyrsta sætið eftir ár sem einkenndist af nálgun Breta við útgöngu úr ESB ásamt deilum um innflytjendamál og bætur til innflytjenda. Váleg staða evrunnar og möguleiki þess að Grikkland yfirgefi evrusamstarfið hefur einnig áhrif á mat hópsins um óróleikann í Evrópusambandinu. Á eftir ógn frá ESB kemur Rússland, efnahagsleg stöðnun Kína og neðar á listanum vaxandi fylgi hryðjuverkahópa. 

Ógnir sem steðja að heimsfriði 2015:

1. Stjórnmálaóróleikinn hjá Evrópusambandinu. Einkum staða evrunnar og möguleg útganga Grikklands úr ESB ásamt útgöngu Bretlands.

2. Stórveldastefna Rússa á sama tíma og efnahagurinn hrynur sem mun stórauka hvata Pútíns að ráðast á Vesturveldin.

3. Afleiðingar af efnahagsstöðnun Kína.

4. Fjármögnun með valdi/fjárþvingunum og viðskiptabönnum í Whasington.

5. ISIS sem tekst að fá fleiri heilagastríðsmenn í lið til sín.

6. Veiking opinberra aðila á mikilvægum mörkuðuð t.d. Brasilíu, Suður-Afríku, Nígeríu, Tyrklandi og Colombíu,

7. Hversu háð fyrirtæki eru orðin opinbera geiranum t.d. eins og sýnir sig hjá Sony.

8. Deilan milli Sádí Arabíu og Íran.

9. Samband Taíwan og Kína

10. Ástandið í Tyrklandi.

Hér er einungis listinn settur upp, hins vegar má lesa á ensku öll rökin á bak við listann hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

ESB er sem sagt verra en Isis og Pútín! Þwtta hlýtur líka að gleðja Þetta er merkilegur boðskapur. Mogginn hlýtur að taka þessu fagnandi! Þetta hlýtur líka gleðja SDG.

Eiður Svanberg Guðnason, 7.1.2015 kl. 15:10

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

 Það getur varla talist neinum neitt sérstakt gleðiefni að hlutirnir skulu vera orðnir svo alvarlegir að heimsfriði standi ógn af. Hins vegar þýðir lítið fyrir evru- og evrusambandssinna að kenna þeim um sem bent hafa á innra misvægi ESB sem hugmyndar, sem vill mynda alræðisríki og taka burtu sjálfsákvörðunarrétt aðildarríkjanna. Evran er einnig ómögulegur gjaldimiðill landa með svo ólíkar framleiðsluforsendur sem t.d. Grikkland og Spánn hafa í samanburði við Þýzkaland. Sama númer hentar ekki öllum. Ef eitthvað er hægt að læra af sögunni er það einmitt það, að stórveldi og heimsvaldastefna er dæmt að mistakast.

Gústaf Adolf Skúlason, 7.1.2015 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband