Rússar stefna í stórslys með "myrkvuðum" njósnaflugvélum

kastrup-jpg

S.l. föstudag var farþegaflugvél nærri árekstri við erlenda herflugvél sem hafði slökkt á sendara sínum. Vélin var rússnesk segir varnamálaráðherra Svía, Peter Hultqvist, við sænska útvarpið. Atburðurinn gerðist strax fyrir hádegið föstudag í nánd við Kastrup. Farþegaflugvélin hafði rétt lyft, þegar flugumferðastjórnin varaði við "ósýnilegri" vél á svæðinu.

Flugstarfsmenn sænska hersins sáu að um stórslys yrði að ræða og höfðu samband við flugumferðastjórn farþegaflugsins. "Við gáfum fyrirmæli um að beygja undan og það gekk fljótt fyrir sig."

Sænska ríkisstjórnin hefur fengið staðfestingu frá sænskum stríðsflugmönnum, að rússnesk njósnavél hafi verið á ferð. "Þetta er alvarlegt. Þetta er óhæft. Þetta er beinlínis hættulegt," segir Peter Hultqvist.

3. mars átti sams konar atburður sér stað, þegar SAS farþegaflugvél frá Kastrup á leiðinni til Rómarborgar var einungis 90 metrum frá árekstri við rússneska njósnaflugvél. Sænski herinn gat forðað stórslysi þá eins og nú.

Rússarnir haga sér æ oftar á "örvæningarfullan" hátt og augljóst er að hættan á flugárekstri minnkar ekki með fleiri rússneskum njósnavélum sem fljúga um án þess að vera "sýnilegar". Fjöldi "næstumþví" slysa hefur stóraukist í ár og einungis tímaspursmál að mínu mati, þangað til Rússum tekst að granda annarri farþegaflugvél með þessum hætti.

Svíar ræða í fullri alvöru að innleiða herskyldu á ný í Svíþjóð og veitir ekki af miðað við vaxandi ögranir björnsins í austri.


mbl.is Tæki 10-15 ár að byggja upp varnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Um nokkur atvik er að ræða á síðastliðnum mánuðum og hefur Evrópuráðið þegar farið þess á leitvið Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) að rannsaka þessi tilvik. EASA á að koma með ráðleggingar til Evrópuráðsins í mars 2015.

http://easa.europa.eu/newsroom-and-events/news/easa-will-analyse-near-mid-air-collisions-involving-military-aircraft

Erlingur Alfreð Jónsson, 13.12.2014 kl. 20:26

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir fyrir þessar upplýsingar Erlingur. Þessi hegðun Rússanna eykur alla spennu og árar illa, þegar venjulegt farþegaflug getur ekki lengur verið öruggt.  

Gústaf Adolf Skúlason, 13.12.2014 kl. 20:41

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Rússar telja sér greinilega sér í hag að magna spennuna.  Þetta endar annaðhvort með stórslysi, þar sem farþegaflugvél ferst, eða vestrænu ríkin skjóta niður rússneska flugvél.  Það yrði vatn á myllu Pútíns heima fyrir.  Það er verið að spila rússneska rúllettu með friðinn í Evrópu.

Bjarni Jónsson, 14.12.2014 kl. 14:00

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakkir Bjarni fyrir athugasemdina, engu líkar en Rússar séu að sleppa sér undir efnahagsþvingunum Vesturlanda, hrun rúblunnar og verðfall á olíu.Gott hjá þér með rússnesku rúllettuna, núna sést nákvæmlega hvað hún er og þýðir. 

Gústaf Adolf Skúlason, 14.12.2014 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband