ESB í sjálfheldu - getur hvorki komist afturábak, áfram né staðið í stað.
11.12.2014 | 23:33
Enn á ný kemur skýrsla um Evrópusambandið sem leggst ofan á allar hinar sem segja nákvæmlega sama hlut: Traust íbúa ESB á Evrópusambandinu er á hverfandi hveli. Hagfræðingarnir Luigi Guiso, Paola Sapienza og Luigi Zingales hafa skilgreint fjögurra áratuga opinber gögn Eurobarometer og komist að þeirri niðurstöðu, að Evrópa er í sjálfheldu og enginn vilji hvorki til að bakka né halda áfram og slakur efnahagur leyfi ekki að staðið sé í stað. ESB er fast í momenti 22.
Það eru einkum þrír atburðir, sem hagfræðingarnir telja að hafi haft neikvæð áhrif á viðhorf almennings: Maastricht sáttmálinn 1992, útvíkkun ESB til Austur-Evrópu 2004 og evrukreppan 2010. Sérstaklega hefur evrukreppan haft neikvæð áhrif, t.d. féll stuðningur við ESB frá 54% niður í 44% í Suður-Evrópu nánast hjá öllum þjóðfélagshópum. Evrópusambandið er ekki einungis að tapa fótfestu á heildina litið heldur hefur unga fólkið sem áður var jákvætt hugmyndinni snúist gegn ESB.
Jaean-Claude Juncker mun ekki takast að stilla reiði Grikkja, Spánverja, Frakka og Ítala eða annarra gagnvart búrókrötum í Brussel sem tekið hafa völdin af ríkjum og fjárlögum þeirra.
Jean Monnet stofnfaðir ESB sagði í ævisögu sinni, að "Evrópa verður smíðuð í kreppum og verður að samnefnara þeirra lausna sem fundnar verðar til að leysa þær kreppur." Monet sá fyrir sér að samruna Evrópuríkja yrði stjórnað af Evrópusambandssinnaðri búrókratískri elítu. Verkefnið var hannað til að vera aðskilið frá hagsmunum kjósenda og algjörlega óafturkræft. Ekki var litið á kreppur sem hindranir heldur sem tæki til að hraða samþjöppun valds í höndum Evrópusambandsins.
Nýjasta fjármálakreppa hefur einmitt gefið Brussel eitt slíkt tækifæri að auka völd búrókratanna yfir aðildarríkjum, velferðarmálum þeirra og efnahagsstefnu. Verið er að flytja síðasta orðið yfir fjárlögum ríkjanna til Brussel.
Skýrslan sýnir síminnkandi meirihluta íbúanna sem styðja evruna og vilja viðhalda henni sem gjaldmiðli. Almenningur er alfarið á móti frekari samruna ríkjanna og andstaðan við ESB vex fiskur um hrygg.
Niðurstaða skýrslunnar er að sérhvert skref til samþjöppunar frekari valds til Brussels sé óskynsamleg ráðdeild. Þess í stað á að leyfa aðildarríkjum að bjarga því sem hægt er að bjarga af eftirstöðvum ímyndar ESB með mörgum litlum skrefum í átt frá samruna ríkjanna.
Á línuritinu sést, að stuðningur almennings í suður Evrópu var yfir 75% árið 2002 en er kominn niður í rúm 20% ár 2013 sem er um 55% fall á 11 árum. Íbúar mið Evrópu studdu ESB mest rúm 60% ár 2007 en tæp 40% sex árum síðar. Íbúar norður Evrópu stuttu ESB flestir tæp 60% árið 2007 og eru ár 2013 komnir niður í u.þ.b. 35%.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.12.2014 kl. 06:46 | Facebook
Athugasemdir
Fyrirsögn thessarar greinar, virdist mér ekki eiga vid neitt annad en andlát, enda fátt sem bendir til annars, hjá thessu bjúrókratíska aexli, sem hreidrad hefur um sig í Brussel og Strassburg. Farid hefur fé betra, en haett vid ad útförin fari ekki fram í kyrrthey.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 12.12.2014 kl. 00:27
Þakkir Halldór fyrir góða kveðju og athugasemd. Tek undir orð þín, að útförin mun ekki fara fram í kyrrþey. Kveðja,
Gústaf Adolf Skúlason, 12.12.2014 kl. 18:03
Þetta er góð músik í mínum eyrum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2014 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.