ESB í sjálfheldu - getur hvorki komist afturábak, áfram né stađiđ í stađ.

eu-crisis-1

 

 

 

 

 

 

 

Enn á ný kemur skýrsla um Evrópusambandiđ sem leggst ofan á allar hinar sem segja nákvćmlega sama hlut: Traust íbúa ESB á Evrópusambandinu er á hverfandi hveli. Hagfrćđingarnir Luigi Guiso, Paola Sapienza og Luigi Zingales hafa skilgreint fjögurra áratuga opinber gögn Eurobarometer og komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Evrópa er í sjálfheldu og enginn vilji hvorki til ađ bakka né halda áfram og slakur efnahagur leyfi ekki ađ stađiđ sé í stađ. ESB er fast í momenti 22.

Ţađ eru einkum ţrír atburđir, sem hagfrćđingarnir telja ađ hafi haft neikvćđ áhrif á viđhorf almennings: Maastricht sáttmálinn 1992, útvíkkun ESB til Austur-Evrópu 2004 og evrukreppan 2010. Sérstaklega hefur evrukreppan haft neikvćđ áhrif, t.d. féll stuđningur viđ ESB frá 54% niđur í 44% í Suđur-Evrópu nánast hjá öllum ţjóđfélagshópum. Evrópusambandiđ er ekki einungis ađ tapa fótfestu á heildina litiđ heldur hefur unga fólkiđ sem áđur var jákvćtt hugmyndinni snúist gegn ESB.

Jaean-Claude Juncker mun ekki takast ađ stilla reiđi Grikkja, Spánverja, Frakka og Ítala eđa annarra gagnvart búrókrötum í Brussel sem tekiđ hafa völdin af ríkjum og fjárlögum ţeirra. 

Jean Monnet stofnfađir ESB sagđi í ćvisögu sinni, ađ "Evrópa verđur smíđuđ í kreppum og verđur ađ samnefnara ţeirra lausna sem fundnar verđar til ađ leysa ţćr kreppur." Monet sá fyrir sér ađ samruna Evrópuríkja yrđi stjórnađ af Evrópusambandssinnađri búrókratískri elítu. Verkefniđ var hannađ til ađ vera ađskiliđ frá hagsmunum kjósenda og algjörlega óafturkrćft. Ekki var litiđ á kreppur sem hindranir heldur sem tćki til ađ hrađa samţjöppun valds í höndum Evrópusambandsins.

Nýjasta fjármálakreppa hefur einmitt gefiđ Brussel eitt slíkt tćkifćri ađ auka völd búrókratanna yfir ađildarríkjum, velferđarmálum ţeirra og efnahagsstefnu. Veriđ er ađ flytja síđasta orđiđ yfir fjárlögum ríkjanna til Brussel.

Skýrslan sýnir síminnkandi meirihluta íbúanna sem styđja evruna og vilja viđhalda henni sem gjaldmiđli. Almenningur er alfariđ á móti frekari samruna ríkjanna og andstađan viđ ESB vex fiskur um hrygg.

Niđurstađa skýrslunnar er ađ sérhvert skref til samţjöppunar frekari valds til Brussels sé óskynsamleg ráđdeild. Ţess í stađ á ađ leyfa ađildarríkjum ađ bjarga ţví sem hćgt er ađ bjarga af eftirstöđvum ímyndar ESB međ mörgum litlum skrefum í átt frá samruna ríkjanna. 

Skärmavbild 2014-12-11 kl. 22.44Á línuritinu sést, ađ stuđningur almennings í suđur Evrópu var yfir 75% áriđ 2002 en er kominn niđur í rúm 20% ár 2013 sem er um 55% fall á 11 árum. Íbúar miđ Evrópu studdu ESB mest rúm 60% ár 2007 en tćp 40% sex árum síđar. Íbúar norđur Evrópu stuttu ESB flestir tćp 60% áriđ 2007 og eru ár 2013 komnir niđur í u.ţ.b. 35%.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Fyrirsögn thessarar greinar, virdist mér ekki eiga vid neitt annad en andlát, enda fátt sem bendir til annars, hjá thessu bjúrókratíska aexli, sem hreidrad hefur um sig í Brussel og Strassburg. Farid hefur fé betra, en haett vid ad útförin fari ekki fram í kyrrthey.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 12.12.2014 kl. 00:27

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Ţakkir Halldór fyrir góđa kveđju og athugasemd. Tek undir orđ ţín, ađ útförin mun ekki fara fram í kyrrţey. Kveđja,

Gústaf Adolf Skúlason, 12.12.2014 kl. 18:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ţetta er góđ músik í mínum eyrum. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 12.12.2014 kl. 22:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband