Kratar í krampakasti í Svíþjóð
6.12.2014 | 19:00
Skjáskot af sjónvarpi Dagens Nyheter með viðtali við Björn Söder flokksritara Svíþjóðardemókrata, sem nú krefjast opinberrar afsökunar Stefans Löfvens forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir að kalla þá nýfasistíska.
"Þetta bendir til mikillar örvæntingar" segir Björn Söder og bætir við: "Það er ekki hægt að taka mark á því, þegar einkennandi orð af þessu tagi eru notuð í stjórnmálaumræðu."
Söder bendir á, að sósíaldemókratar hafi ekki átt í neinum erfiðleikum með að taka hluta út úr fjárlögum bandalagsstjórnarinnar og fella hann með aðstoð Svíþjóðardemókrata á sínum tíma. "Þá var ekki svo mikilvægt að fylgja hefðbundnum reglum."
Åsa Romson umhverfis- og aðstoðarforsætisráðherra, talsmaður samstarfsflokks sósíaldemókrata, Umhverfisflokksins, finnst ekkert óeðlilegt við það, að aðrir kalli Svíþjóðardemókrata nýfasískan flokk en sjálf vill hún frekar meta hvað innihaldið í stefnu Svíþjóðardemókrata þýði fyrir Svíþjóð en nota þá lýsingu.
Oscar Sundevall flokksritari Annie Lööf, formanns Miðjuflokksins, segir að Miðjuflokkurinn vilji heldur ræða málefnin á efnislegum grunni en að ræða stimpla af ólíkum gerðum.
Oscar Karlflo, flokksritari hjá Móderötum segir, að það sé óheppilegt að fjármálaráðherrann og forsætisráðherrann skrúfi upp hljóðið í stjórnmálaumræðunni í stað þess að ræða þá alvarlegu stöðu, sem komin er upp.
Flokksleiðtogi Alþýðuflokksins Jan Björklund telur of langt gengið að kalla Svíþjóðardemókrata "nýfasískan flokk." "Mér finnst Svíþjóðardemókratar vera mótfallnir útlendingum en maður verður að vera varkár í orðavali. Mér finnst þetta benda til þess, að forysta Sósíaldemókrata sé núna undir afar miklu álagi."
Formaður Vinstri flokksins Jonas Sjöstedt vill ekki sjálfur nota orðið nýfasískur, þótt honum finnst það ekki rangt að einhverjir aðrir gera það.
Persónulega finnst mér sjálfum, að kratarnir hafi málað sig útí horn með fjárlög stjórnarandstöðunnar í fanginu. Það er aumkunarvert að horfa á þá valdaháðu ríghalda í stólana, þegar þeir vita að þeir njóta ekki meirihluta á þingi til að koma málum sínum í gegn. Ef Stefan Löfven hefði verið maður með mönnum hefði hann beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. Í staðinn velur hann að æða um allt eins og mæðuveik rolla í leit að athygli og fylgni. Sænskir kratar hafa aldrei verið niðurlægðir á jafn afdráttarlausan hátt og nú og erfitt að sjá, hvernig þeim á að takast að rétta úr kútnum eftir öll vindhöggin sem þeir hafa látið vaða.
Svíþjóðardemókratar nýfasískur flokkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Athugasemdir
Já, sænsku "eðalkratarnir" eru greinilega að kikna undan álaginu! Málefnaleysið er algert – gjaldþrot hugmyndafræðinnar alþjóð ljóst.
Jón Valur Jensson, 6.12.2014 kl. 20:13
Sæll Jón, sá þín skrif og líkaði þau. Vonast til að flestir sjái í gegnum þetta kratamoð, hlýtur að vera upplyfting fyrir íslenska krata.
Gústaf Adolf Skúlason, 6.12.2014 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.