Til hamingju USA!
5.11.2014 | 07:38
Kosningar gærdagsins eru stórt skref fram á við fyrir Repúblikanaflokkinn sem nú hefur meirihluta og völdin í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þar með er forseti Bandaríkjanna Obama einangraður með stefnu sína í heilbrigðismálum, skattamálum og öðrum málum sem sundrað hafa bandarísku þjóðinni s.l. kjörtímabil.
Að sögn Frida Stranne sem nemur bandaríska öryggispólitík við háskólann í Halmstad, Svíþjóð, er andstaðan við Obama mjög útbreidd. "Obama hefur afar slæmt samband við þingið. Hann virðist einnig stjórnmálalega þreyttur og uppgjafa."
Stranne segir, að vantraust sé útbreitt á ríkisvaldinu í Washington og meinar að bæði demókratar og repúblikanar ynnu á, ef þeir sameinuðust um að hefja veg þingsins til endurnýjaðrar virðingar hjá Bandaríkjamönnum.
Staðan gerir Bandaríkjaforseta að "lame duck", þ.e.a.s. forseta án áhrifa til að koma málum sínum í gegn.
Ég hef áður borið saman Jóhönnu Sigurðardóttur og Barack Obama, þar sem bæði hafa keyrt áfram stefnu sína með offorsi og virðingarleysi fyrir stjórnarskrá og lögum. Ýmis mál eru í gangi gegn Óbama, sem gætu jafnvel náð honum áður en forsetaferli hans lýkur og líkur á, að hann hrökklist frá völdum sem versti forseti í sögu Bandaríkjanna.
Mér finnst það ánægjuefni, að Bandaríkjamenn hafa tekið sig saman og veitt Repúblikönum brautargengi til að spyrna gegn skattahækkunum og því ófrelsi, sem demókratar voru að innleiða í USA og er mjög framandi þeirri frumkvöðlamenningu og frelsisþrá sem einkennt hefur bandaríska samfélagið. Léleg kosningaþáttaka er hins vegar áhyggjuefni og endurspeglar vantrú á, að lýðræðislegar stofnanir virki sem skyldi og augljóslega þörf á að endurbæta traust og þar með lýðræðislega þáttöku almennings í þjóðfélagsmálunum.
Repúblíkanar í meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf
Kosningaþátttaka í Bandaríkjunum, á Íslandi og víðar eru áhyggjuefni, en benda til þess að kjósendur eru ekki sáttir við það sem í boði er.
Eins og þú segir réttilega þá hefur Obama sýnt þingi og stjórnarskrá mikla lítilsvirðingu. Hann hefur nýtt sér leiðir sem sniðganga þingið og hefur enginn forseti gengið jafn langt og hann í þeim efnum. Ég óttast að hann muni nú nota sér þá aðferð, svo kallaða "executiver order", til að ná sínu fram án tillits til vilja þingsins.
Obama hefur sýnt einræðistilburði og ég held hann eigi eftir af ganga enn lengra í þeim efnum, því miður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 5.11.2014 kl. 11:40
http://www.visir.is/itrekar-andstodu-sina-vid-hjonaband-samkynhneigdra/article/2012120519670
Þó að ég sé fygjandi jafnari lífskjörum sem Obama hefur boðað; þá er slæmt að Obama sé að breiða út kynvillu með því að leyfa hjónabönd samkynhneygrða.
Jón Þórhallsson, 5.11.2014 kl. 12:34
Sælir og þakka innlegg. Það verður hvorki Obama né bandarísku þjóðinni til framdráttar ef forsetinn beitir "executive order" til að stöðva lýðræðið.
Það er umdeilt að krefja presta kirkjunnar að gifta samkynhneigða. Vígð sambönd kirkjunnar eru hjónabönd manns og konu til að stofna fjölskyldu, eignast börn og vera kjarninn í grundvelli samfélagsins.
Gústaf Adolf Skúlason, 5.11.2014 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.