Einstaklings- og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum

show_image_small.php

Eftir Heimeyjargosið 1973, þegar Vestmannaeyingar björguðust á þann hátt að kraftaverki líktist, unnu margir Vestmannaeyingar við störf fjarri heimaslóðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast nokkrum þeirra, sem með einstökum krafti og lífsgleði höfðu áhrif á alla viðstadda við störf og leik. Sinnið, óbilgirnin og jákvæð lífsafstaða hreif alla viðstadda með sér og gerði lífið miklu skemmtilegra.

Það eru einmitt þessi einkenni sem mér finnst hinn ágæti leiðtogi Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum Elliði Vignisson halda á lofti í afar góðri grein um "syrgjandi ekkjuna".

Elliði skrifar: "Hin syrgjandi ekkja Sjálfstæðisflokksins er nú komin á endastöð. Hinn almenni flokksmaður vill ekki lengur að forystumenn séu eins og mýs undir fjalaketti. Við skömmumst okkar ekki fyrir stefnuna. Ég er stoltur af því ef fjárlög eru kennd við frjálshyggju. Það er ekki skammaryrði heldur sú stefna að setja beri ríkisvaldi þröng takmörk, en treysta þess í stað aðallega á frjáls viðskipti og sjálfssprottnar venjur. Ég skammast mín ekki fyrir að vera hægrimaður og er stoltur af því."

Áfram skrifar Elliði: "Það er hlutverk Sjálfstæðisflokksins að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."

Kærar þakkir Elliði, orð þín eru að sönnu. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki eini flokkurinn á Íslandi, þegar útrásarvíkingarnir misstu niður um sig buxurnar, þrátt fyrir að sumir hafi síðan hágrátið um ástandið og kennt einum flokki um allt saman.

Meginlandið ætti að láta góðu goluna frá Eyjum hríslast um líkamann og endurnæra sálina, því ekki vantar verkefnin framundan.

Eyjamenn eru okkur hinum til fyrirmyndar. Aldrei að gefast upp þótt fjöllin gjósi og jörðin titri, gleðjumst yfir því góða sem við eigum og höldum ótrauð áfram. 

 


mbl.is Flokkurinn „eins og syrgjandi ekkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband