Bjarni Benediktsson - hressandi rödd Íslands í erlendum fjölmiðlum
23.9.2014 | 15:13
Gott að frétta af fjármálaráðherranum okkar segja hlutina hispurslaust í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa báðir sést í viðtölum erlendis og er það mikill munur á núverandi ríkisstjórn og þeirri fyrri, þar sem ekkert heyrðist erlendis, þegar Ísland þurfti mest á því að halda. Ef eitthvað heyrðist var það mest niðurtal um landið, efnahag og gjaldmiðil og hallelúja söngur um ESB.
Bæði Bjarni og Sigmundur koma prýðilega fyrir í sjónvarpi, tala með jákvæða framtíðarsýn fyrir hönd Íslands og vilja báðir veg landsins sem bestan. Það er bara að segja: Áfram drengir!
Bjarni: Þurfum ekki aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Facebook
Athugasemdir
Einhverra hluta vegna hafa Ríkisfjölmiðlar Íslands nánast alveg steinþagað um þennan skörungsskap Bjarna, að segja alveg skýrt og skorinort framan í hina erlendu fréttamenn að Ísland vildi ekkert með ESB aðild hafa að gera.
Afhverju er þessi æpandi þögn íslenskra ríkisfjölmiðla ?
Gunnlaugur I., 23.9.2014 kl. 21:57
Vegna þöggunar flokkræðis gegn lýðræðinu!
Sigurður Haraldsson, 23.9.2014 kl. 23:13
Mafíuos sem fjármálaráðherra er stórhættulegt þjóðinni og allir sem fylgja honum eru með Stokkhólmsheilkennda meðvirkni!
Sigurður Haraldsson, 23.9.2014 kl. 23:17
Ríkisfjölmiðlar koma ekki lengur á óvart,Þar er áróðursvirki Búro.krata Þar sem hljómar hið fornkveðna: “Getur nokkuð gott komið frá hægri ríkisstjórn”? Hæðin fullyrðing í spurnarformi, en glöggir Sjálfstæðissinnar skilja! þeir eru heimtir úr helju.
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2014 kl. 00:23
Sæl, Bjarni Benediktsson axlar hlutverkið að upplýsa umheiminn um stefnu og störf ríkisstjórnarinnar og það er mjög gott að málstaður Íslands heyrist í alþjóðlegum fréttaflutningi. Þar er gæfumunurinn borið saman við fyrri ríkisstjórn, að þjóðin hefur á ný eignast rödd á alþjóðavettvangi, þegar bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra vinna störfin sín. Ríkisútvarpinu get ég því miður ekki gefið háa einkunn. M.a. var fullyrt þar, að sænska flokkakerfið væri liðið undir lok, vegna framgöngu Svíþjóðardemókrata í nýafstöðnum kosningum. Áður hefur Ríkisútvarpið m.a. farið með slúður gagnvart sænsku konungsfjölskyldunni og þar fyrir utan að mínu mati verið notað sem vettvangur til að fullnægja framapoti einstakra fréttamanna á sviði stjórnmálanna en að þjóna heildarhagsmunum landsmanna skv. reglugerð Ríkisútvarpsins sjálfs. Miklar nornaveiðar að undirlagi Baugsmanna og þeim aðkeyptum stjórnmálamönnum hafa átt sér stað gegn Sjálfstæðisflokknum og forystu flokksins allt frá bankahruni. Ég vona að Geir Haarde fái uppreisn æru hjá Mannréttindadómstól Evrópu, þótt það kosti Íslendinga skilding. Þá skuld er vinstri flokkanna að greiða.
Gústaf Adolf Skúlason, 24.9.2014 kl. 00:55
Þeir/við,erum heimt úr helju!
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2014 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.