Ellefu þúsund hermenn í innrásarliði Rússa í Úkraínu
30.8.2014 | 21:29
Í sænska sjónvarpinu í kvöld tók Elin Jönsson fréttaritari viðtal við guðfræðinemann David Gurtskaja sem var á sjúkrahúsi vegna byssukúlu gegnum annan fótinn. Hann hefur barist í nokkra mánuði með Dnepr hernum og mun fara aftur í stríðið, þegar honum batnar. "Það er erfitt að geta ekki haft samband við félagana, sem núna eru innikróaðir af Rússum og maður sjálfur hefur komist undan vegna sára. Maður nær ekki fram á símanum og veit ekki, hver er lifandi eða dáinn. Við búum saman, borðum saman og lendum í kúluregni saman. Hluti félaga minna er þegar dáinn. Það er eins og hluti fjölskyldunnar finnist ekki lengur."
David segir, að umheimurinn verði að hætta að efast um að rússneskar herdeildir stríði í Úkraínu. Hann er þakklátur Póllandi, Eystrarsaltslöndunum og Svíþjóð, sem hann segir að tali skýru máli í samanburði við mörg önnur ESB ríki. "Stríðið er komið og við höfum þegar barist lengi, það sannar fjöldi fallinna og særðra. Við berjumst við Rússland, gegn rússnesku herliði." David segir frá því, hvernig særðir rússneskir hermenn eru fluttir á börum yfir landamærin til Rússlands í skjóli fallbyssuárása frá Rússlandi. Hann segir að Rússar noti hátækni eldflaugar, sem Úkraínuher hafi engin tök að verjast gegn. Hann er þreyttur á að stöðugt þurfa að heyra hversu órólegt ESB er yfir ástandinu en geri aldrei neitt og hann vill fá beina aðstoð í formi vopna og læknisbúnaðar.
"Við fáum ekki aðstoð í tæka tíð, þegar við þurfum. Enginn ver okkur, þegar við sækjum særða. Okkur tekst að vera í stríði vegna allra sjálfviljugra sem hjálpa okkur. En margir hermanna okkar deyja algjörlega að óþörfu bara vegna þess, að þeir hafa ekki fengið í tíð eða haft efni á að fá sér nægjanlega góðan varnarbúnað eða þeir komast ekki undir læknishendur í tæka tíð".
Varaliðsforingi Dnepr hersveitanna, Maxim Dubovskíj staðfestir lýsingu Davids: "Ástandið hjá hermönnum okkar í Austur-Úkraínu er afar erfið. Rússneskir hermenn hafa hertekið mörg svæði nú þegar. Þeir hafa mjög háþróuð vopn og sífellt fleiri Rússar streyma yfir landamærin." Skv. Maxim eru um ellefu þúsund rússneskir hermenn í innrásarliði Rússa í Austur-Úkraínu, sem fer hratt vestureftir.
David er órólegur en ætlar ekki að vera heima í Dnirpopetrovsk. "Þetta er óhuggulegt fyrir alla, sem eru þar. En hræðsla er eðlileg. Ég verð varkárari en það er ekkert annað fyrir mig að gera en að berjast, ég verð að verja landið mitt."
Allsherjar stríð vofir yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Facebook
Athugasemdir
Áfram Rússar,
Ármann Birgisson, 31.8.2014 kl. 08:25
Friðþægingarstefna kemur alltaf, eins og bjúgverpill, niður á þeim, sem gera sig seka um hana. Hundspottsháttur Vesturveldanna í Úkraínumálinu er þegar orðinn smánarblettur á þeim. Þetta gerist í bakgarði ESB. Eystrasaltslöndin og Pólverjar eru orðin mjög óþreyjufull vegna aðgerðarleysis. Það er ótrúlegt, ef hernaðarráðgjafar og hergögn eru ekki þegar tekin að berast Úkraínumönnum til að hamla gegn fjölmennu rússnesku herliði.
Bjarni Jónsson, 31.8.2014 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.