ESB greiðir bændum 19 miljarða fyrir að eyðileggja grænmeti.

Grönsaker sz052e33

 

 

 

 

 

 

Vegna viðskiptabanns Rússa á matvælum frá ESB ætlar framkvæmdastjórnin að greiða bændum 125 miljónir evra eða mótsvarandi 19 miljörðum íslenskra króna til að eyðileggja þann mat, sem Rússar hefðu annars keypt. Þeir bændur, sem vilja gefa matinn, fá enga greiðslu frá ESB. 

ESB fyrirleggur þessa eyðileggingu til að "koma í veg fyrir almenna verðlækkun á ávöxtum og grænmeti". Nær eyðileggingin yfir gulrætur, tómata, blómkál, papríku, gúrku, lauka, sveppi, kartöflur, perur, rauð ber, ávexti, vínber og kiwi. 

"Við beinum þessum tilmælum til allra þeirra er rækta þessar afurðir," sagði Dacian Cialos, landbúnaðarkommissjóner. Greiðslan gildir afturvirkt frá 18. ágúst og út nóvembermánuð.

Fremst eru það Pólland, Litháen, Belgía og Holland, sem hafa selt mikið magn af grænmeti og ávöxtum til Rússlands. Framleiðendur geta reiknað með að fá milli 50 - 100% endurgreitt af virði afurðanna, ef skilyrðið um eyðileggingu matvælanna er uppfyllt. Þeir sem gefa matvælin fá engar greiðslur frá ESB. ESB segir, að sams konar fyrirkomulag muni einnig ná til osta- og kjötafurða. 

Landbúnaðarráðherrar ESB halda auka-kreppufund 5. september n.k. um málið. ESB hefur aukið þrýsting á Tyrkland, Egyptaland og lönd í Latínameríku að nýta sér ekki ástandið til að selja Rússum meiri matvæli. Viðskiptabann Rússa gildir eitt ár fyrir nautakjöt, fisk, fuglakjöt, ost, mjólk og ávexti og grænmeti frá ESB, USA, Kanada og Noregi.

(Byggt á frásögn Sænska Dagblaðsins).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband