Eurostat fegrar atvinnuleysistölur ESB

euro-web

 

 

 

 

 

 

 

 

Breski íhaldsþingmaðurinn David Campbell Bannerman las yfir höfðamótum yfirvalda ESB, sem hann telur að fegri atvinnuleysistölur ESB.

Atvinnuleysið í evrulandi var 11,5% í júní skv. Eurostat með 18,4 miljónir atvinnulausra. Atvinnuleysi í öllum 28 ríkjum ESB mældist 10,2% og er enn lægra í löndun fyrir utan ESB, sem eru engin góð meðmæli fyrir ESB.

Í smáa letrinu í skýrslu ESB má finna, að atvinnuleysi ríkja ESB án evru er 9,4%, sem þýðir að ef sama atvinnuleysi ríkti í evrulandi, þá fengju þrjár miljónir manna í viðbót atvinnu.

David Campbell Bannerman sagði, að tölurnar sýndu að evran, sem Jean-Clauder Juncker telur vera glæsilegan árangur hefði mistekist.

"Tölurnar sýna ekki aðeins að Bretar gerðu rétt í að halda pundinu heldur hefur meðhöndlun Eurostat á tölunum enn og aftur sýnt hallarekstur gegnumsæis í Brussel. Allt of lengi höfum við þolað dýra og ólýðræðislega Brusselmaskínu. Tími er kominn fyrir okkur að fara úr sambandinu og verða sjálfstætt ríki að nýju." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband